Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Side 18
18 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2008
Hreinsum allan fatnað,
sængur, millidýnur og gardínur
á athyglisverðu verði.
EFNALAUGIN
DRÍFA
Hringbraut 119 • Rvk.
Þeir Hilmar Örn Hafsteinsson
og Stefán Arnar Alexandersson
starfa í Vinnuskólanum í sam-
bandi við hverfishugsjónaverk-
efni og ákváðu að taka viðtal og
skrifa grein um hinn landsfræga
knattspyrnumann Pétur Haf-
liða Marteinsson, leikmann KR,
sem þátt í því að vekja athygli
á jákvæðum hlutum í umhverfi
okkar.
Pétur Hafliði Marteinsson hóf
feril sinn hjá Fram árið 1991 en
fór svo til Ólafsfjarðar og gekk til
liðs við Leiftur. Hann var þar ein-
ungis eitt ár en sneri svo til gömlu
félaganna í Fram og var þar til
1995. Hann gerðist svo atvinnu-
maður árið 1996 þegar hann fór
til Hammarby í Svíþjóð. Hann lék
með Hammarby til loka tímabilsins
1998 en sneri þá til Stabæk í Noregi
til tveggja ára. Þaðan fór hann til
Stoke City á Englandi og var þar til
ársins 2003 en þá sneri hann aftur
til Hammarby. Pétur á að baki sér
36 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Eftir 11 ára dvöl erlendis sneri
hann heim árið 2006 og gekk til
liðs við KR.
Þegar þessi grein er skrifuð er
KR í góðum málum og vermir þrið-
ja sæti í Landsbankadeildinni og
einungis fjórum stigum frá toppn-
um. Eftir að Pétur kom inn í vörn
KR eftir meiðsli hefur KR ekki feng-
ið á sig mark í 7 leikjum í röð og
unnið þá alla.
Þeir Hilmar Örn og Stefán Arnar
spurðu Pétur Hafliða fyrst að því
hvernig væri að búa í vesturbæn-
um en þar býr Pétur Hafliði eftir að
hann kom frá Svíþjóð.
,,Mér líkar alveg frábærlega í
vesturbænum, ástæða ert sú að
margir af mínum bestu vinum búa í
vesturbænum ásamt fjölskyldunni
líka. Það er stemmingin sem er í
kringum vesturbænum, það er að
versla í hverfisbúðinni og fara um
Ægissíðuna og margt fleira.”
- Er eitthvað sem þér finnst að
hægt sé að bæta í vesturbænum?
,,Já, ég er sjálfur að vinna í þró-
unarverkefni hjá KR og fyrst og
fremst vildi ég fá fjölskylduveiting-
arstað, eins konar “meeting place”.
Það þarf líka að bæta íþróttaað-
stöðu í vesturbænum t.d. sparkvel-
li og samgöngur frá Hringbraut.”
- Nú eruð þið á mikilli siglingu í
KR, hvernig er liðsandinn?
,,Mjög góður og búinn að vera
það allt frá því í vetur, við unnum
fyrsta leikinn en síðan kom runa
þar sem við töpuðum 3 leikjum í
röð en við reyndum alltaf að vera
jákvæðir og finna það besta úr leikj-
unum.”
- Eftir farsælan feril erlendis, af
hverju ákvaðstu að snúa heim, og
af hverju KR?
,,Við ferðuðumst til Kína og ætt-
leiddum dóttur og vildum að hún
kynntist fjölskyldunni heima og við
vorum búinn að vera erlendis í 11
ár og vildum fara heim aftur. Ég
var samt ekki búinn að ákveða að
koma heim þegar KR hafði fyrst
samband en fannst það spennandi
verkefni og mér var boðið að taka
þátt í akademíunni og unglinga-
starfi félagsins og KR er líka svona
hverfisfélag, alltaf góð stemming.”
Sterkt miðvarðapar
- Nú hafið þið Grétar myndað ster-
kt miðvarðapar, er hann þægilegur
að vinna með?
,,Já, hann er mjög þægilegur og
er óumdeilanlega besti skallamað-
ur í deildinni, það er líka hálfgerð-
ur lúxus að þegar það kemur hár
bolti þá veit maður að Grétar er
með hann. Svo er hann með hjart-
að á réttum stað þar sem hann er
uppalinn KR-ingur.”
- Hvernig er stemmingin á pöllun-
um frábrugðin stemmingunni erlend-
is?
,,Það er kannski erfitt að bera
það saman þar sem þetta eru svo
leiðinlegir vellir, ekki lokaðir líkt
og í Svíþjóð og Englandi. Þá myndi
heyrast mun meira í stuðningslið-
inu en ég tek samt hattinn ofan
fyrir Miðjunni þar sem þeir eru frá-
bærir og með húmor fyrir þessu en
ég tel að það myndi njóta sín betur
ef það væru stærri og lokaðir vellir
og ég tel það eitt sem ætti að bæta.
KR-völlurinn er samt án efa einn
flottasti í deildinni.”
- Ertu með eitthvað sérstakt sem
þú gerir fyrir alla leiki?
,,Nei það er ekkert. Logi er mjög
þægilegur og maður á að mæta
einum og hálfum tíma fyrir leik á
völlinn og þar fara Logi og Steini
yfir andstæðinga og peppa mann
upp í búningsklefanum.”
- Verða KR-ingar meistarar?
,,Það er erfitt að svara því, það
er ekkert skynsamlegt að koma
með þannig yfirlýsingar, en það er
alltaf sett markið á titilinn hjá KR,”
sagði Pétur Hafliði í samtali við þá
Hilmar Örn og Stefán Arnar.
Pétur Hafliði á góðri stund í hverfisbúðinni. Mynd: Hilmar
Flóamarkaður við
KR-heimilið í ágúst
Flóamarkaður verður fyrir fram-
an KR-heimilið í Frostaskjóli 16.
ágúst nk. frá kl. 12.00 til 17.00 í
samvinnu við Frístundamiðstöð-
ina í Frostaskjóli. Þar mega allir
selja allt, börn sem fullorðnir. Frí-
stundaheimilið skorar á alla Vest-
urbæinga, sem og fleiri, að fara
í gegnum geymsludótið og koma
með það sem alls ekki er not fyrir
á flóamarkaðinn. Svo væri hægt
að baka vöfflur!
Ertu að drukkna í rabarbara eða
í kartöflum og grænkáli? Er pels-
inn orðinn of lítill og stytturnar of
margar? Viltu láta ljós þitt skína?
Vertu með!
Þarna verður skemmtilegur mark-
aður, veitingar og skemmtiatriði.
Þeir sem vilja selja á flóamarkaðn-
um eða vera með skemmtiatriði
mæti á staðinn. Engin básaleiga!
Eitthvað af borðum á staðnum en
slár þarf fólk að koma með með
sér. Þeir sem vilja vera með geta
haft samband við Guðnýju Þór-
arinsdóttur í síma 699-8708 eða
Ólöfu Jakobínu Ernudóttur í síma
899-6189 ef frekari upplýsinga er
þörf.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
N1 HJÓLBARÐA- OG SMURÞJÓNUSTA
ÆGISÍÐU SÍMI: 440 1320 WWW.N1.IS
ER BÍLLINN
KLÁR Í FRÍIÐ?
Láttu okkur á hjólbarða- og smurþjónustu
N1 Ægisíðu yfirfara bílinn og farðu
áhyggjulaus í sumarfríið.
�� ���������������
�� �����������
�� ����������������������������
�� ������������������������������
�� ����������������������������
�� ������������������������������
�� ����������������
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
N1 hjolbardar flyer framhlid-2008-03.pdf 11.7.2008 10:16:05
Þjálfari meistaraflokks KR í
Landsbankadeild karla, Logi Ólafs-
son, var mættur snemma morg-
uns á Kópavogsvöll þegar þar fór
fram Símamótið í knattspyrnu
kvenna. Í ljós kom að Logi var
að sinna föðurhlutverkinu með
sóma, en dóttir hans, Snædís, var
að leika með 6. flokki A hjá Val
gegn KA frá Akureyri í undanúr-
slitum. KA vann leikinn 2-1 og það
skýrir kannski að hluta af hverju
Snædís var ekki ýkja brosmild á
myndinni með föður sínum.
Bæta þarf íþróttaaðstöðu
í Vesturbænum
- viðtal við Pétur Hafliði Marteinsson leikmann KR