Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Qupperneq 19

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Qupperneq 19
KR-stelpur í 3. flokki kvenna í knattspyrnu er núna að keppa á Fooball Festival í Árósum. Í hópn- um eru 20 stelpur auk 2 farar- stjóra og þjálfara og keppa stelp- urnar í flokki G17, Open EC. Til gamans eru birtar hér þær reglur sem stelpurnar eiga að fara eftir í þessari keppnisferð til Dan- merkur • Við erum kurteisar innan vallar jafnt sem utan. • Við virðum hvor aðra og kom um fram sem einn hópur • Við göngum vel um skólann þar sem við gistum • Við förum eftir því sem þjálfar inn og fararstjórar segja • Við erum aldrei einar á ferð • Við látum fararstjóra alltaf vita hvar við erum • Öll notkun áfengis og tóbaks er bönnuð í ferðinni. 19VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2008 KR-SÍÐAN Fjöldi Vesturbæinga mætti til íbúafundar KR sem haldinn var í Frostaskjóli 24. júní sl. þar sem kynntar voru niðurstöður úr könnun meðal Vesturbæinga um væntingar þeirra til þjón- ustu og íþróttastarfs í hverfinu og hugmyndir KR um stórbætta umgjörð fyrir félags- og íþrótta- starfið bæði í Frostaskjólinu og víða um Vesturbæinn ásamt hug- myndum um hverfasamgöngur og markvisst samstarf við skóla- stjórnendur um samþættingu skólastarfs og íþróttaiðkunar. Ásta Hrönn Maack stjórnarmað- ur í KR kynnti niðurstöður könn- unarinnar og Pétur Hafliði Mart- einsson verkefnisstjóri uppbygg- ingarinnar kynnti ýmsar fram komnar hugmyndir. Hugmyndir KR að íþróttafjöl- skyldumiðstöð í Frostaskjólinu, sem var meginefni fundarins, byggja annars vegar á stefnumörk- un KR til ársins 2020 sem sam- þykkt var á aðalfundi KR í fyrra um öflugt KR-samfélag með fyr- irmyndaraðstöðu fyrir yngri iðk- endur í öllum greinum félagsins og eftirsóknarverða keppnisum- gjörð fyrir afreksfólk KR. Hins veg- ar taka þær tillit til þeirrar atriða sem fjölskyldur í Vesturbæ telja mikilvægast að bætt verði úr í tengslum við félags- og íþrótta- starf í hverfinu. Íþróttafjölskyldu- miðstöðin er byggð á þeirri hug- myndafræði að það auki lífsgæði barna og fjölskyldna að geta tvinn- að saman íþróttaiðkun, félags- starf og listnám. Með því að setja ólíka starfsemi undir sama þak og tryggja greiðan aðgang að slík- um kjarna ásamt öflugu starfi við grunnskólana og á opnum svæð- um í hverfinu margeflist Vestur- bærinn og Vesturbæingar. Lögð var áhersla á að nú væri verið að kynna hugmyndina til að kalla fram umræður og ábendingar og að allar teikningar væru alls ekki tillögur að útliti en sýndu einungis hvaða tækifæri til nýtingar væru á svæðinu. Staðsetning og stærð þjónustuíbúða Flestir fundargestir lýstu ánægju sinni með kynninguna og fjölmargar gagnlegar ábending- ar og athugasemdir bárust. Þær snéru meðal annars að staðsetn- ingu og stærð fyrirhugaðra þjón- ustuíbúða, uppbyggingu umferðar- mannvirkja í Vesturbænum, stærð og fjölda áhorfenda á fyrirhug- uðum íþróttaleikvangi svæðisins, umferðarþunga, áherslur í upp- eldis- og afreksstarfi, almennings- samgöngur, sparkvelli við grunn- skólana, nauðsyn á endurbótum á KR-svæðinu, samstarf við grunn- skólana. Helsta gagnrýni beindist að því að því að verið væri að setja of mikla starfsemi í Frosta- skjólið og að uppbyggingin virtist snúast í kringum íþróttaleikvang frekar en að bæta aðstöðu fyrir yngri iðkendur félagsins. Niðurstöður könnunarinnar geta lesendur kynnt sér í júníblaði Vesturbæjarblaðsins. Næsta skref í undirbúningi uppbyggingarinnar verður að taka á móti ábending- um íbúa hverfisins, endurmeta hugmyndina og gera að henni frek- ari drög. Hugmyndum er hægt að koma á framfæri á netfanginu hug- myndir@kr.is. Fyrirhugað er að halda næsta fund um verkefnið á haustdögum. Forráðamenn KR vænta þess að þá hafi þeim borist fjöldi ábendinga og hugmynda. Fjölmenni á íbúafundi KR um íþróttafjölskyldumiðstöð Fjöldi manns kom á kynningarfund þar sem m.a. voru kynntar niður- stöður úr könnun meðal Vesturbæinga um framtíð Vesturbæjar. KR hefur 13 sinnum leikið til úrslita í Bikarkeppni KSÍ sem nú heitir VISA-bikarkeppnin. Félagið sigraði í sjö af fyrstu átta keppnunum og í b-lið félagsins lék til úrslita í keppninni árið 1968 en tapaði fyrir ÍBV. KR hef- ur tíu sinnum orðið bikarmeist- ari, síðast 1999, er KR vann ÍA í útslitum 3-1. Íslandsmeistaratitli hampaði KR síðast árið 2003. Fyrsta bikarmeistaratitilinn vann KR árið 1960, sem jafnframt var fyrsta bikarkeppni KSÍ, með 2-0 sigri gegn Fram og skoruðu mörkin þeir Gunnar Guðmanns- son og Þórólfur Beck. Næstu fjög- ur ár vann KR einnig bikarinn, gegn ÍA þrisvar og Fram einu sinni. 1996 vann KR Val í úrslitum og 1967 Víking. Síðan lék KR ekki bikarúrslitaleik í 21 ár, eða þar til KR lék gegn Fram 1989, en tapaði 3-1 og 1990 tapaði KR fyrir Val eft- ir vítaspyrnukeppni. Árið 1994 lék KR gegn Grinda- víkingum í úrslitum og vann 2-0. Annað mark KR þá skoraði Rúnar Kristinsson, núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Þá hafði KR ekki unnið bikarinn í 27 ár. KR lék árið 2006 gegn Keflvíkingum í úrslitum bikarkeppninnar, en tap- aði 2-0. Í dag mætir KR Grindavík, og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri viðureign. KR varð svo bik- armeistari árið 1995 eftir sigur á Fram og árið 1999 eftir sigur á ÍA og varð KR þá einnig Íslandsmeist- ari á aldarafmæli félagsins. KR lék gegn Grindavík í vor í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla og vann 3-1. Stuðningsmenn KR vænta þess að það verði end- urtekið í dag. Fyrsti leikur KR í VISA-bikar- keppninni í ár var gegn KB og vannst 1-0 sigur. KR vann svo Fram 2-0. Grindavík vann fyrst Hött á Egilsstöðum 2-1 og síðan Reyni Sandgerði 2-1. Í fyrra lék KR aðeins einn bikarleik, tapaði fyrir Val eftir framlengingu og vítakeppni eftir að staðan eftir framlengingu var 1-1. Í fyrra datt Grindavík út í bikarkeppninni gegn Þrótti 1-0. Leikurinn í dag ætti að getað orðið spennandi, ekki síst í ljósi þess að gegni KR hefur verið mjög gott að undanförnu en ekki má heldur gleyma góðu gengi Grinda- víkurliðsins á útivelli í sumar og sigri gegn KR sl. mánudag. Því er ástæða til að hvetja alla KR-inga sem og Vesturbæinga til að mæta í Frostaskjólið og hvetja sitt lið. 133 bikarleikir til þessa Leikurinn við Grindavík verður 134. leikur KR í Bikarkeppni KSÍ sem nú heitir VISA-bikarkeppnin. KR hefur tekið þátt í Bikarkeppn- inni frá upphafi. KR hefur sigrað í 85 leikjum, ellefu leikjum hefur lokið með jafntefli en ósigrarnir eru 37. Markatalan er 295 - 161 KR í hag. Flest mörk KR-inga í bikar- úrslitaleikjum hefur Gunnar Felix- son skorað, eða 6 talsins en Ellert Schram og Bjarni Felixson hafa oftast orðið bikarmeistarar, eða 7 sinnum, allt leikir á 7. áratugnum. KR mætir Grindavík í dag í VISA-bikarkeppninni KR-stelpur í 3. flokki á Football-Festival Lið KR sumarið 2008. Vinsældir kör fuboltans fara stöðugt vaxandi, það sýn- ir m.a. aðsókn að leikjum í úrvalsdeild karla og kvenna. Góðir og skemmtilegir leikir smita svo út frá sér og stöðugt fleiri krakkar vilja æfa og leika körfubolta. KR verður með körfubolta- námskeið í ágústmánuði nk. og hefst 1. vika 5. ágúst, vika 2 hefst 11. ágúst og vika 3. hefst 18. ágúst. Hóparnir skiptast í tvennt, en í annar hópurinn er fyrir aldurinn 10 – 12 og hinn hópurinn fyrir 6 – 9 ára. Skóla- stjóri er Finnur Freyr Stefáns- son sem ásamt hressum og ferskum leiðbeinendum sér um námskeiðið í KR-heimilinu. Skráning er í síma 510-5312 eða á netfangið benedikt@kr.is Á námskeiðunum verður farið yfir grunnatriði í körfuknattleik og þeir sem lengra eru komnir fá kennslu við sitt hæfi ásamt því sem farið verður í ýmsa skemmtilega leiki. Námskeiðinu lýkur með léttri grillveislu á síð- asta degi námskeiðsins, föstu- deginum. Körfuboltanámskeið hjá KR í ágústmánuði Stelpurnar í 3. flokki kvenna sem nú eru á Football Festival í Árósum í Danmörku. Myndin er tekin í hálfleik í leik gegn FH á KR-velli 17. júlí sl. í VISA-bkarkeppni SV en FH vann leikinn 3-2. KR vann Fylki 3-0 í Árbænum í átta liða úrslitum VISA-bikar- keppni kvenna þegar leikið var í sl. viku. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði tvö mörk og Olga Fær- seth eitt úr víti. KR var komið í góða stöðu eft- ir aðeins 12 mínútna leik. Hrefna skoraði strax á 2. mínútu með skoti úr miðjum vítateignum sem hafnaði út við stöngina hægra megin. Tíu mínútum síðar braut varnarmaður Fylkis klaufalega á Hólmfríði í vítateignum og Olga skoraði út vítaspyrnunni. KR-ing- ar sóttu mun meira í fyrri hálfleik og fengu nokkur ágæt færi. Mark- vörður Fylkis varði ein gegn Fríðu og Hrefnu í bestu færum KR-inga. Fylkir bætti í sóknina eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og var tvisvar nálægt því að skora. Mar- ía varði langskot með því að slá boltann yfir markið og ein Fylk- isstúlkan náði að lyfta boltanum yfir Maríu en boltinn lenti ofan á þaknetinu. Hrefna skoraði eina mark seinni hálfleiks eftir flottan undirbúning Ólínu á hægri kantinum. Hrefna fékk góðan tíma til þess að leggja boltann fyrir sig við markteiginn áður en hún sendi boltann í netið. Önnur lið sem eru komin í und- anúrslit eru Valur, Breiðablik og Stjarnan. KR í undanúrslit VISA-bikarsins

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.