Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Page 11
11VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2008
Öllum börnum í Nessókn er hér
með boðið á leiksýningu í Nes-
kirkju þar sem Stoppleikhópur-
inn sýnir verkið Ósýnilegi vinur-
inn eftir barnabókahöfundinn
Kari Vinje. Leikritið segir frá Jón-
atan Finkeltopp og Pálu Pimpen
en þau kynnast einn daginn og
verða vinir. En þó að þau séu
vinir eiga þau eftir að læra ýmis-
legt, t.d. að kunna að fyrirgefa
og sættast. En síðast en ekki
síst kynnast þau Ósýnilega vinin-
um. Leikarar: Eggert Kaaber og
Katrín Þorkelsdóttir. Sýningin
verðu í Neskirkju laugardaginn
25. október kl. 15 og eru öll börn
velkomin meðan húsrúm leyfir.
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er á hverjum
sunnudegi milli klukkan 11 og 12
eða á sama tíma og messur saf-
naðarins. Sunnudagskólinn byr-
jar upp í kirkju en síðan er farið
niður í safnaðarheimili þar sem
meðal annars er sungið, sagðar
sögur og farið í leiki. Brúður
koma einnig í heimsókn. Börnin fá
límmiða á hverjum sunnudegi og
bók til að líma miðana í. Umsjón
með starfinu hafa þau Sigurvin
Jónsson, María Gunnlaugsdótt-
ir, Andrea Ösp Andradóttir, Ari
Agnarsson og Alexandra Diljá
Arnardóttir.
6 ára starf
Starf fyrir börn í 1. bekk Melas-
kóla er í safnaðarheimili Neskirkju
á mánudögum kl. 13.40-14.40.
Börnin eru sótt í skólann og
gengið með þau yfir í safnaðar-
heimili kirkjunnar, þar sem sögð
er saga, haldin bænastund og
farið í ýmsa skemmtilega leiki.
Umsjón með starfinu hefur Sunna
Dóra Möller guðfræðingur.
Starf fyrir börn í 1. bekk
Grandaskóla er í skólanum á
mánudögum kl. 14:20-15:00.
Starfið er í höndum Sigurvins.
7 ára starf
Starf fyrir börn í 2. bekk
Melaskóla er í safnaðarheimili
Neskirkju á miðvikudögum kl.
14.30-15.30. Börnin eru sótt í
skólann og gengið með þau yfir
í safnaðarheimili kirkjunnar, þar
sem sögð er saga, haldin bænas-
tund og farið í ýmsa skemmtilega
leiki. Umsjón með starfinu hafa
Sigurvin og Sunna Dóra .
Starf fyrir börn í 2. bekk
Grandaskóla er í skólanum á
þriðjudögum kl. 14:30-15:10.
Starfið er í höndum Sigurvins.
8 og 9 ára starf
Starf fyrir börn í 3.-4. bekk nefn-
ist krakkaklúbbur og er á fimmtu-
dögum kl. 14.30-15.30. Börnin
koma sjálf yfir í safnaðarheimi-
li kirkjunnar þar sem farið er í
leiki, unnar stuttmyndir og ýmis
verkefni og fræðst um kristna trú.
Starfið er í höndum Sigurvins og
Sunnu Dóru auk unglingaleiðtoga.
10 til 12 ára starf
Tíu til tólf ára börn (5. – 7.
bekkur) eru boðin velkomin í TTT
sem er haldið á mánudögum kl.
15.00-16.00 Á fundum er margt
gert til gamans, farið er í leiki,
spilað, föndrað, farið í sund, hal-
dnir kósífundir með poppi og
videó, gestir koma í heimsókn og
margt fleira. Umsjón með starfinu
hafa Sigurvin og Sunna Dóra.
Fönix - Unglingastarf í
Neskirkju
Unglingaklúbbur Neskirkju
heldur fundi á þriðjudögum milli
19.30 og 21.30 og eru allir unglin-
gar í 8.-10 bekk velkomnir. Um-
sjón með starfinu hafa Sigurvin
og Sunna Dóra en um fundina sjá
Andrea Ösp Andradóttir (17 ára)
og Guðjón Andri Reynisson (18
ára). Starfið hefst þriðjudaginn 9.
september og verður dagskráin
kynnt von bráðar.
Barnastarf Neskirkju haustið 2008
Neskirkja býður
börnum á leiksýningu!
Opnu húsin fyrir eldri borg-
ara í Neskirkju eru raunverulega
öllum opin, líka þeim sem eru
undir sextugt! Metnaðarfull dag-
skrá, umræður, kaffi, helgistund
og gott samfélag. Hikið ekki við að
taka með ykkur vini og kunningja.
Opið hús er alla miðvikudaga kl.
15.00. Umsjón með starfinu hefur
Hjörtur Pálsson guðfræðingur og
skáld. Þetta er dagskráin á næst-
unni:
1. október: Hörður Áskelsson
söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar
fjallar um sálmasönginn í kirk-
junni.
8. október: Vilborg Dagb-
jartsdóttir skáld les úr verkum
sínum, segir frá tilurð þeirra og
minnir á gildi þess að varðveita
norrænan goðsagnaarf.
15. október: Sr. Örn Bárður Jóns-
son: Bókin og bækurnar: Hvað
les ég?
22. október: Haukur Ingi Jónas-
son guðfræðingur og sálgreinir
fjallar um íslenska þjóðarsál og
ímyndunaraflið.
29. október: Sjóminjasafn Reykja-
víkur á Grandagarði heimsótt og
litast þar um með leiðsögn.
5. nóvember: Sr. Guðbjörg Jóhan-
nesdóttir ræðir um tengsl sát-
tamiðlunar og kirkjustarfs.
12. nóvember: Davíð Þór Jóns-
son guðfræðinemi spjallar um sig
og trúna.
1 9 . n ó v e m b e r : S t e i n u n n
Arnþrúður Björnsdóttir verk-
efnisstjóri samkirkjumála á
Biskupsstofu segir frá samstarfi
Þjóðkirkjunnar og annarra kirkna
í heiminum.
26. nóvember: Sr. Sigurður Árni
Þórðarson. Framtíðarfræðin og
Guð: Prestur spáir í möguleika og
þróun kirkju og trúar!
3. desember: Sigríður Jóhanns-
dóttir veflistakona flytur fyrirles-
tur um kirkjuskrúða Leifs
Breiðfjörð og Sigríðar Jóhanns-
dóttur: „Nýtt byggt á því sem fyrir
er“- og sýnir myndir til skýringar.
10. desember: Hjörtur Pálsson
skáld og guðfræðingur fjallar um
þögnina og kyrrðina.
Miðvikudagar – verið velkomin
Steinunn Þórarinsdóttir er einn
merkasti skúlptúristi Íslendinga.
Hún hefur gert margar stórkost-
legar myndir. Ein þeirra er í
Kópavogskirkju, tveir skúlptúrar
í miðbænum, einn við Sandgerði
og einn við grásleppuskúrana í
Grímsstaðavörinni. Líkneskjan
við Kristskirkju er að verðleikum
í miklu uppáhaldi margra. Verk
Steinunnar eiga sér djúprök, sem
snerta og vekja.
Á vegum S jón l i s taráðs
Neskirkju, SJÓN, og sóknar-
nefndar Neskirkju setur Steinunn
upp sýningu í og við Neskirkju
í lok september. Við aðalinn-
gang verður málmfólk að koma
til kirkju og nærri dyrum verður
biðjandi vera. Inni í safnaðarhei-
milinu verða lágmyndir og íhugu-
narverk. Á bekk á Torginu munu
tvær málmverur sitja. Hvernig á
að túlka þessar myndir verður
verkefni þeirra sem sækja kirkju
í vetur, því sýning Steinunnar
stendur til föstuloka 2009.
Þetta er merkileg sýning merki-
legs listamanns. Dr. Pétur Péturs-
son prófessor opnar sýninguna
sunnudaginn 28. September
kl. 12.30 þ.e. eftir messu. Þá mun
Pétur stjórna íhugun á verkum
Steinunnar mánudaginn 29.
september kl. 12.30 á Torginu.
Pamela de Sensi leikur á flautu.
Allir velkomnir.
Málmur, gifs, fólk
og Andinn