Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 Forgangur verkefna í miðborg Reykjavíkur samkvæmt ábend- ingum af vefnum 1,2 og Reykja- vík er að Laugavegurinn og miðborgin gangi í endurnýjun lífdaga. Það er einnig eindregin ósk Íbúasamtaka Miðborgar að unnið skuli að hverfisvernd Mið- borgarinnar, en það er verkefni sem ekki fellur beint að ramma verkefnisins, þó ekki sé það utan hans heldur. Gera Laugaveginn að göngu- götu er áberandi vinsælt í ábend- ingum um Laugaveginn og stung- ið er upp á setja niður ruslafötur sem hægt sé að flokka rusl í eins og víða erlendis. Halda skal hús- um snyrtilegum og máluðum, þó þau standi tóm og/eða bíði niður- rifs. Hvatt er til betri þrifa í bak- lóðum við Laugaveg og stungið upp á þeim möguleika að gera kaffihús og smáverslanir á bak- lóðum ásamt þeim möguleika að hægt sé að ganga á milli húsa og gatna eftir smástígum á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu. Fegra miðbæinn almennt, laga gömul hús, mjókka Lækjargötu og stækka göngusvæði og opna Lækinn. Opna þarf á möguleika fyr- ir afþreyingu fyrir alla fjölskyld- una, s.s leiksvið og tónlistarpalla, boltavelli, hjólabrettaaðstöðu, mini-golfvelli og þroskandi leik- tæki fyrir börnin. Einnig mætti stuðla að fleiri menningarviðburð- um sem myndu gera staðina líf- legri og skemmtilegri. Til þess að það sé hægt þarf að gera aðgengi að rafmagni mun betra. Svið sem væri hluti af umhverfinu myndi auðvelda tónleikahald en einnig mætti halda annars konar atburði svo sem útimarkaði, bíó “jóla- þorp” o.s.frv. Til þess að svæðin nýtist betur að vetrarlagi mætti gera gönguskíðabrautir með því að þjappa snjóinn. Andlitslyfting Hverfisgötunnar Næst kom nausyn andlitslyft- ingar Hverfisgötunnar. Rætt var um Hverfisgötuna sem álíka mikilvæga og Laugaveginn í Mið- borginni og að nauðsynlegt sé að halda henni hreinni og stöðva niðurníðslu húsa þar. Fram koma hugmyndir um að stofna samtök hollvina Hverfisgötunnar sem borgin styrki til hreinsunar- og fegrunarverka og að borgin beiti sektum gagnvart húseigendum ef með þarf. Reka þarf slömm og dóp-stimpilinn af götunni. Mannlíf, stjörnumælir, hitamælir o.fl. Síðan koma: • Lækjartorg með iðandi mann- lífi. Í þessum ábendingum er rætt um að hafa hitamæli á torginu, að opna ætti torgið í átt að Stjórn- arráðinu og takmarka umferð um Lækjargötu þar, setja upp gosbrunn, tré, bekki og leiktæki og annað sem gæfi fólki ástæðu til að staldra þarna við og njóta mannlífs. Í dag er þetta aðeins svæði sem labbað er í gegnum og ein og ein fjöldasamkoma. Setja mætti upp handverksmarkað um helgar á sumrin þar sem íslenskt handverksfólk gæti selt sína fram- leiðslu. Hægt væri að hanna og setja upp aðstöðu, sem borgin ætti, sem væri nothæft í hinum ýmsu veðrum, fenginn stjórnandi til að sjá um þetta og beina sjón- um að íslensku handverki og nytjalist þannig að þarna yrði ekki í samkeppni við Kolaportið. Eins mætti tengja svona aðstöðu lista- hátíðum eða öðrum viðburðum. • Frítt í strætó fyrir alla – alltaf. Geysivinsæl ábending. • Austurbæjarskóli. Koma í veg fyrir óþarfa umferð upp rampana að skólanum og að gera þurfi við þessa rampa, handrið og skúra. • Hreinsun miðbæjar að næt- urlagi. Stungið er upp á að hefja hreinsun gatna fyrr að nóttu til að ýta við fólki að koma sér heim. • stungið upp á að fjölga hjól- reiðarstígum í Miðborginni. • lmenningssalerni og almenn- ingssímar. Bent er á skort á þess- ari aðstöðu í Miðborginni. • Hitamælir við Tjörnina. Áhugi er á að vera með hitamæli við Tjörnina, sem einnig myndi sýna hvort ísinn sé mannheldur. Hægt yrði að skoða hitamælinn í vef- myndavél. • Stungið upp á því að koma fyrir stjörnukíki fyrir almenning á Arnarhóli. • Unnið verði að gerð þriggja torga í Miðborginni; við gatna- mót Óðinsgötu og Freyjugötu, við gatnamót Óðinsgötu og Baldurs- götu og svo á Óðinstorgi sjálfu. Margir íbúa miðborgarinnar vilja gera Laugaveg að göngugötu Horft eftir Hverfisgötunni. Íbúar vilja stöðva niðurníslu húsa þar. Föstudaginn 19. september sl. hélt starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Vest- urbæjar starfsdag. Starfsfólkið lagði mikið í daginn og öll umgjörð var til fyrirmyndar. Sérstaklega var farið yfir hvernig starfstöðvar Þjónustu- miðstöðvarinnar gætu veitt íbúum Vesturbæjar enn betri þjónustu sem er þó ekki slæm fyrir. Stemmningin var gríðarlega góð, öllum var mjög í mun að finna út hvernig veita má betri þjónustu. Allir voru sammála um að vel hefði tekist til. Meðfylgjandi mynd sýna samvinnu- æfingar sem starfsfólkið leysti með miklum ágætum undir styrkri umsjón Björns Vilhjálmssonar, Jakobs Magn- ússonar og Jóns Ragnars Jónssonar. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Vestur- bæjar vill sérstaklega þakka Þjónustu- miðstöð Árbæjar og Grafarholts fyrir veitta aðstoð. Svo má ekki gleyma Árbæjarsafni sem skapaði frábæra umgjörð um starfsdaginn. Framtíðin er sannarlega björt hvað varðar þjón- ustu Reykjavíkurborgar í Vesturbæ. Starfsdagur Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Samhæfing er ekki bara holl og skemmtileg, heldur ekki síður nauðsynleg. Jónuróló nefnt eftir fyrsta formanni dagmæðra Á velheppnaðri nýárshátíð Skerfirðinga á sl. vetri steig Margrét Gunnarsdóttir formað- ur Skjaldar á stokk við upphaf blysfarar og kynnti þá tillögu stjórnar að leiksvæðið milli Ein- arsness og Skildinganess yrði nefnt Jónuróló eftir Jónu M. Sigurjónsdóttur, frumkvöðli meðal dagmæðra, sem lengi not- aði þetta leiksvæði enda búsett að Skildinganesi 4. Tillögunni var vel fagnað og einnig vel tekið af borgaryfirvöld- um þegar hún var kynnt þeim enda kjörið að borgin heiðri minn- ingu fyrsta formanns samtaka dagmæðra í Reykjavík. Leiksvæð- ið hefur lengi gengið undir gælu- nafninu Aparóló meðal barna hverfisins en uppruni þess heitis er leiktæki sem löngu er horfið. Því er tímabært að leiksvæðið fái formlegt nafn sem tengist sögu hverfisins. Jóna bjó lengstum í Skerjafirði. Hún sótti hverfisskólann, Mela- skóla, sem var nýbyggður þegar hún kom þar við sögu. Þaðan fór Jóna síðan í Gaggó Vest. Þegar á unglingsárum axlaði hún ábyrgð á heimilisrekstri á Reynivöllum, sem nú heitir Skildinganes 4. Hún varð snemma móðir og kunni uppeldisstörfum vel og samein- aði því að hlúa að fósturföður, tengdamóður og fjölskyldu. Eft- ir stuttan stans í Stigahlíð flutti Jóna í Skerjafjörð að nýju. Með húsmóðurstörfum gætti hún barna og varð svo líka forystu- kona dagmæðra. Jóna vann ötul- lega að réttindamálunum og varð fyrsti formaður samtaka þeirra í Reykjavík. Þegar Jóna lét af barnfóstrinu hóf hún að vinna á skrifstofu Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Síðan lá leiðin á Borgarspítalann og enn síðar í hið mikla brauðhús Myll- una. Nokkur sumur sá hún um kaffihlaðborðið í Nesbúð á Nesja- völlum og eitt sumar vann hún að veitingastörfum í torfbænum á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Jóna var ekki bundin við land- steina, fór m.a. segja á sjó einu sinni á frystitogaranum Örvari. Einn túr var alveg nóg til að hún gerði sér grein fyrir að velgja fylg- di veltingi! Síðustu árin var Jóna síðan starfsmaður Hagaskóla, mat- móðir unglingana í Vesturbænum og var þeim að auki stuðningur og stefnuviti. Síðan var hún öflugur upp- alandi þúsunda ungmenna í Vest- urbænum, þar sem hún stýrði mötuneyti í Hagaskóla. Hún kenndi kúnstugum að skilja, hafði stjórn á ungviðinu. Nemendur Hagaskóla voru fljótir að læra, að það þýddi ekki að reyna að snúa Jónu niður eða trufla friðinn. Ef þau ætluðu lengra en góðu hófi gegndi eða breyta leikreglunum sem hún setti lokaði hún bara sjoppunni. Jóna iðkaði stefnu- mál Hagaskóla, að koma öllum til nokkurs þroska. Hún ól með sér jákvæða mannsýn. Hún tamdi sér umburðarlyndi gagnvart hegð- un, tilraunum, og lífsferli annarra. Hún skildi fjölbreytileikann og að fólk er ólíkt. Hún mætti fólki þar sem það var og á þess eigin for- sendum. En sjálf fór hún eigin leið, lagði gott til, dæmdi ekki, en skemmti sér svolítið og hló að hinu kátlega. Viltu vinna í þínu hverfi? Leikskólinn Gullborg, Rekagranda 14, auglýsir eftir leikskólakennur- um og/eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun. Einnig er óskað eftir starfsfólki með menntun í listgreinum, s.s myndlist eða tónlist. Gullborg er skemmtilegur fjögurra deilda leikskóli í Vesturbænum. Aðalmarkmið skólanámsskrár Gullborgar er að efla jákvæða sjálfs- mynd barnanna. Leikskólinn er meðal annars í samstarfi við Mynd- listaskóla Reykjavíkur, íþróttafélagið KR og nokkur Evrópulönd í gegnum eTwinning. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.gullborg.is Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig Bjarnadóttir leikskólastjóri í símum 562-2455 og 693-9820, eða á netfanginu gullborg@leikskolar.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Leikskólasvið

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.