Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Side 15

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Side 15
bestu fótboltaskóm sem hægt er að kaupa í Þýskalandi. En bévítans grjótnibburnar um allan völl gera annað og verra en að skaða tær og iljar: þær kubba takkana undan skónum. Ég er allt í einu farinn að halla ískyggilega fram á við, og það er vegna þess að grjótnibburn- ar hafa kubbað takkana undir framanverðum sólanum. Svo fara takkarnir utanfótar líka að brotna af, og þá er ég alltaf á hausnum. Það er ekkert grín að hlaupa á skóm sem halla ýmist svona eða hinsegin. Það stenst á endum að þegar æfingunni lýkur eru allir takkarnir horfnir undan skónum mínu sem eru bestu fót- boltaskór sem fást í Þýskalandi. Ég reima af mér skóna og hryll- ingurinn blasir við. Sólinn er upptættur og takkarnir horfnir, allir sem einn. Ég fer að gráta. Allir stara á mig. – Hvað amar að? spyr þjálfar- inn. Ég get ekki svarað fyrir ekka- sogum. – Þetta eru bestu skór sem fást í Þýskalandi, segir Arnar. Þjálfarinn tekur skóna, skoðar þá og segir loks: Þetta eru gras- skór, þeir fara ansi illa á mölinni. Ég er fábjáni! Ég fer inn á þetta helvítis hraungrýti í bestu gras- skóm sem fást í Þýsklandi og eyðilegg þá á einni æfingu. – Við fáum ekki að fara á gras- ið fyrr en í 3. flokki, segir þjálfar- inn. Synd og skömm, þetta eru góðir skór. Strákarnir hlæja. Sá er vit- laus að fara á grasskóm inn á þessa andskotans möl þar sem nibburnar standa alls staðar upp í loftið eins og sporjárn! Ég skil vel að þeir skuli hlæja. Ég er fífl, ég er algjör vitleysing- ur! En þjálfarinn lítur hvasst á strákana og þeir þagna. – Er þetta fyrsta æfingin þín? spyr þjálfarinn eins og hann viti það ekki vel að þetta er fyrsta æfingin mín. Og sú síðasta því ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að stíga fæti á þennan helvítis KR-völl. – Þú stóðst þig vel, heldur þjálfarinn áfram, ég ætla að setja þig í liðið sem spilar um helgina. Þú verður í vörninni, og hann líka. Þjálfarinn bendir á Arnar. Hötuðu strax Frammara Við Arnar svífum heim í ágúströkkrinu. Lífið getur ekki orðið betra. Þetta er toppurinn: við eru komnir í lið og eigum að spila með 5. C á móti Frömmur- um sem við erum strax byrjaðir að hata. Við ætlum báðir að kom- ast í meistaraflokk og fá samning við prentsmiðju eða járnsmiðju sem styður KR og leyfir okkar að losna snemma á daginn til þess að æfa. Við erum báðir reiðubún- ir að fórna lífinu, kannski ekki líf- inu, en allavega einni eða jafnvel tveimur tám, fyrir KR. – KR er best! æpum við og stökkvum yfir Landamerkja- skurðinn. Við erum KR-ingar og óttumst ekkert, ekki einu sinni Landamerkjaskurðinn sem er fullur af skít og drullu úr Camp Knox. Ég gref þýsku grasskóna úti í Mýri svo enginn sjái þá í þessu ástandi, en mér er alveg sama: maður fórnar öllu fyrir KR, jafn- vel bestu grasskóm sem hægt er að kaupa í Þýskalandi. Mamma spyr hvernig mér hafi líkað. – Nú veit ég af hverju Bella er ástfangin, segi ég. – Jæja, segir mamma, af hver- ju er Bella ástfangin? – Af því Halli er KR-ingur. Mamma horfir á mig smá stund, en kinkar svo kolli og seg- ir: Auðvitað, það segir sig sjálft! 15VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2008 Á ferðalagi með æskuvini mínum Steindóri Guðmundssyni verk- fræðingi, sem nú er látinn. Tvistæðið kom í Gaggó Vest eins og annars staðar. Þarna er ég með Halldóri ,,Henson” Einarssyni, þeim mikla athafnamanni. • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í netgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 36 68 0 9/ 08 Skiptu yfir í netgreiðslur Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfis- spjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/netgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með netgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Er þetta ekki orðið ágætt?

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.