Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 8
 Þróunaframlag Svíar, norðmenn og Danir örlátir Við erum neðarlega í hópi þjóða þegar framlög til þró- unarmála eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum. í slendingar leggja 0,21% af þjóðartekjum til þróunarmála og eru því langt frá 0,7% við- miði Sameinuðu þjóðanna, að því er fram kemur í Heimsljósi, vefriti um þróunarmál sem gefið er út af Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Árið 2013 komust Bretar í úrvals- flokk þjóða sem uppfylla alþjóðleg- ar skyldur um 0,7% framlög til þró- unarmála miðað við þjóðartekjur, segir í vefritinu þar sem vitnað er í fréttaskýringu breska blaðsins Guardian um framlög ríkra þjóða til þróunarmála með fyrirsögninni – Alþjóðleg þróunaraðstoð: hvaða þjóðir eru örlátastar? „Af 29 þjóðum sem eru meðlim- ir í DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, voru auk Breta aðeins Norðmenn, Svíar, Danir og Lux- emborgarar sem ráðstöfuðu meira en 0,7% af þjóðartekjum til alþjóð- legrar þróunarsamvinnu á árinu 2013. Það ár hækkuðu framlög Breta um 27,8% til þróunarmála og samkvæmt nýjustu tölum frá árinu 2014 hafa Bretar bætt um betur og verja nú 0,71% af þjóðartekjum til þróunarmála. Framlög Íslendinga eru lægst allra þjóða innan OECD, „tækni- lega“ séð, eins og það er orðað í The Guardian, eða aðeins 35 millj- ónir Bandaríkjadala, miðað við síð- asta ár eftir 3,8% niðurskurð milli ára. Við erum líka í hópi neðstu þjóða þegar framlögin eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum en á síðasta ári námu þau 0,21%. Sam- kvæmt nýframlögðu fjárlagafrum- varpi stendur ekki til að breyta þeirri prósentutölu á næsta ári,“ segir enn fremur. „Þegar horft er til örlátustu þjóð- anna á síðasta ári sést að hæstu framlögin berast frá Bandaríkjun- um, eða 32 milljarðar Bandaríkja- dala. En þegar hins vegar horft er á hlutfall af þjóðartekjum sést að Bandaríkin eru langt frá örlátustu þjóðunum því hlutfallið er aðeins 0,19%, eða sambærilegt og hjá Portúgal og Japan, örlítið minna en framlag Íslands. Norrænar þjóðir eru hins vegar í úrvalsflokknum, Svíar örlátastir með 1,1% þjóðar- tekna til þróunarmála, eða 6,2 milljarða Bandaríkjadala. Þeir voru líka fyrstir þjóða til að uppfylla við- mið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% framlög af þjóðartekjum og náðu því marki árið 1974 – og hafa alla tíð síðan verið yfir viðmiðunar- markinu. Næst örlátasta þjóðin eru Lúxemborgarar sem létu 1,07% af þjóðartekjum af hendi rakna til þró- unarsamvinnu á síðasta ári, Norð- menn koma þar á eftir með 0,99% og Danir með 0,85%. Bretar voru síðan í fimmta sæti. Utan OECD eru hins vegar þjóð- ir sem verja miklum fjármunum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu en eins og The Guardian bendir á voru Sameinuðu arabísku fursta- dæmin með hlutfallslega hæstu framlög á síðasta ári eða 1,17% af þjóðartekjum. Þeir fjármunir fara að stórum hluta til Egyptalands. Þær þjóðir sem verja minnstu fjármagni til þróunarmála innan DAC ríkjanna eru Slóvakar með 0,08%, Tékkar, Grikkir og Slóvenar með 0,11%, Suður-Kórea með 0,13% og Spánn með 0,14%,“ segir í vefrit- inu. „Utan OECD ríkjanna,“ segir þar, „eru líka þjóðir sem sýna ná- nasarhátt eins og Ísrael með 0,07% og Lettland með 0,08%.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Íslendingar langt frá viðmiði SÞ Íslendingar eru neðarlega meðal þjóða þegar framlög til þróunarmála eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum en á síðasta ári námu þau 0,21%. Mynd/Þróunarsamvinnustofnun  Samgöngur táknræn aðgerð við opnun nýS vegar Birkipennar úr Teigsskógi til áréttingar um vegagerð Nýr vegur um vegarkaflann frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum var formlega tekinn í notkun síðastlið- inn föstudag af Ólöfu Nordal innan- ríkisráðherra og Hreini Haralds- syni vegamálastjóra. Vegurinn er 16 kílómetrar að lengd og leysir af hólmi 8 kílómetrum lengri malar- veg sem lá fyrir botn Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar. Vegurinn þverar báða firðina. Vegamálastjóri, innanríkisráðs- herra og fleiri nefndu að þótt það væri mjög ánægjulegt að þessari vegagerð væri lokið væri enn einn kafli eftir á sunnanverðum Vest- fjörðum, um Gufudalssveit. Helst, að mati heimamanna, ætti sú leið að liggja um Teigsskóg, að því er fram kemur á síðu Vegagerðarinn- ar. „Þessu til áréttingar, að vega- gerðinni væri ekki lokið, færði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegamálastjóra og innanríkisráðherra sinn hvorn pennann sem gerður er úr birki úr Teigsskógi. Nota á pennann við nauðsynlegar undirskriftir í því sambandi,“ sagði enn fremur. Ólöf Nordal ræddi Vestfjarðaveg á fundi á Patreksfirði og lagði áherslu á að geta hafið vegarlagningu í gegn- um Teigsskóg. Fengi málið viðun- andi lausn væri hægt að bjóða út verkið fyrir lok næsta árs. -jh Hjálpum Nepal Þann 25. apríl síðastliðinn skók öflugur jarðskjálfti Nepal. Annar skjálfti reið yfir þann 12. maí. Um 10 þúsund manns létu lífið, rúmlega 20 þúsund slösuðust og milljónir fjölskyldna misstu heimili sín. Fjallað verður um störf þeirra sjö sendifulltrúa sem fóru til Nepal á vegum Rauða krossins á Íslandi og hvernig þeim fjármunum sem söfnuðust hér á landi var ráðstafað í hjálparstarfinu. Fimmtudaginn 24. september verður opinn fræðslufundur í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9, kl. 16.30-17.45. 2 x 14 cm Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 19 56 PANTAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 NÝ SENDING STÆRÐIR 16-24 Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu. Áskriftarkort Borgarleikhússins Vertu með í vetur! Miðasala 568 8000 | borgarleikhus.is 8 fréttir Helgin 18.-20. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.