Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 24
Vill ekki fara í gegnum lífið sem fórnarlamb Þrátt fyrir erfiða vormánuði árið 2013 hélt Ey- steinn áfram að mæta í skólann. „Ég hélt að það væri þannig að maður þyrfti að eiga næga inni- stæðu, það er að lenda í nógu mörgu, til að geta leikið vel, en það er ekki þannig.“ Á þessu tímabili var Egill Heiðar Anton Pálsson að leikstýra Ey- steini í verkefni í skólanum. „Hann hjálpaði mér að vinna úr þessu. En það voru auðvitað dagar þar sem ég mætti og var algjörlega frosinn. Ekki líkamlega samt, ég gekk í gegnum allar senur og fór með línurnar mínar, en ég tók ekkert inn sem aðrir voru að segja. Ég var ekki á staðnum, haus- inn minn og hjartað voru einhvers staðar annars staðar. Að leika snýst um að vera í augnablik- inu, og það er ekki hægt að mæta í losti og dofnu ástandi og ætla að leika, komst ég að.“ Í vetur mun Eysteinn meðal annars leika í sýningunni Hver er hræddur við Virginíu Woolf sem Egill mun leikstýra. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því að fá að vinna með honum aftur, hann er frábær kennari og ég hlakka til að mæta honum sem leik- stjóra.“ Eysteinn segir leiklistardeildina í Listahá- skólanum vera stórkostlega og hann fann fyrir miklum stuðningi eftir móðurmissinn. „Það mættu allir við jarðarför mömmu og að finna þannig stuðning var ólýsanlegt. Að jafna mig eftir þetta er eitt af stóru verkefnunum í lífinu og tekur örugglega aldrei enda. Það sem ég lærði kannski mest af þessu er að það getur allt gerst. Þú getur annað hvort óttast það að allt geti gerst og verið fórnarlamb í lífinu, ómeðvitað, eða fagnað því að allt getur gerst og ekki deyft þig fyrir því sem get- ur gerst.“ Eysteinn segir jafnframt að eftir þessa reynslu hafi hann tamið sér að taka hlutunum eins og þeir eru og einbeitt sér að því að vera góð manneskja sem vinnur vinnuna sína og er góður við fjölskyldu og vini. „En það kemur auðvitað fyrir að ég verði hræddur og efast um sjálfan mig, en það er bara hluti af lífinu.“ Fullorðnaðist í Borgarleikhúsinu Eysteinn útskrifaðist sem leikari síðastliðið vor, 24 ára gamall. „Auðvitað var það ákveðið mó- ment að útskrifast sem leikari. Þetta var endir á ákveðnu tímabili en upphafið á öðru,“ en Eysteinn skrifaði undir eins árs samning við Borgarleik- húsið áður en hann útskrifaðist. Hann segist hafa upplifað ákveðin tímamót þegar hann byrjaði í Borgarleikhúsinu. „Mér fannst ég þurfa að full- orðnast aðeins. Á meðan ég var í skólanum bjó ég í íbúð niðri í bæ með vinum mínum þar sem við tókum til svona tvisvar sinnum á ári. Núna er ég fluttur aftur í Hlíðarnar og það er aðeins meira fullorðins, nú fer ég í IKEA um helgar og vaska upp strax eftir matinn.“ Eysteinn er spenntur fyrir komandi vetri í Borgarleikhúsinu. „Hér fæ ég að vinna með fólki á hverjum degi sem veitir mér innblástur og fær mig til að vera miklu betri en ég er.“ Hans fyrsta verkefni er nútímaverkið At sem frum- sýnt verður um helgina. „Þetta er ákveðin eld- skírn því verkið er hratt og einkennist af mikilli keyrslu. Það er stígandi allan tímann og ég fer ekki af sviðinu fyrr en ljósin slokkna í lokin.“ Sögusviðið er vinnustaður þar sem þrír vinnufé- lagar berjast um tvö störf. „Þetta var valið besta nýja leikrit ársins í Bretlandi í fyrra og það ætti að segja fólki eitthvað um hvað verkið er hratt og sniðugt. Öll einbeitingin hjá okkur leikur- unum snýr að stíganda senunnar og við viljum að allir sogist inni í atburðarásina með okkur. Þetta verk höfðar til púkans sem býr innra með okkur öllum.“ Höfundurinn, Mike Bartlett, nýtir sér form nautaatsins og þaðan kemur nafn verksins. „Mín persóna er nautið og nautið gefst aldrei upp. Nautaatið hefur auðvitað verið gagnrýnt fyrir að vera grimmt og ómannúðlegt og þess vegna er svo áhugavert að setja það upp á skrifstofu, með fólki í jakkafötum.“ Forfallinn Abba aðdáandi Þessi helgi verður löng og viðburðarík hjá Ey- steini. „Ég er að frumsýna tvö verk um helgina. At í kvöld og Línu Langsokk á sunnudaginn. Ég hoppa inn í hlutverk Tomma, sem er frekar fyndið þar sem persónan mín í Ati heitir einnig Tómas. En ég mæli kannski ekki með því að yngstu Línu áhorfendurnir sjái Tomma í Ati.“ Tvö önnur verk eru á dagskránni hjá Eysteini í vetur, Hver er hræddur við Virginíu Woolf og Mamma Mia. „Ég veit ekkert hvernig Mamma Mia verður, nema að það verður algjör bomba. Ég er einn af þeim sem fílar Abba í botn, þó svo að það sé ekkert töff að segja frá því. Ég tek samt oft Youtube rúntinn og hugsa: Djöfull er þetta gott stöff. Íslendingar eru náttúru- lega klikkaðir að halda þessar „sing along“ sýningar.“ Það skín hins vegar í gegn að Eysteinn er einna spennt- astur fyrir hlutverki sínu í Hver er hræddur við Virginíu Woolf. „Ef ég hefði getað sest niður fyrir ári og skrifað niður hvað mig langaði að gera á fyrsta árinu eftir út- skrift væri handritið akkúrat svona, þessi verk með þessum mótleikurum.“ Aðspurður um hvað muni taka við eftir árssamninginn í Borgarleikhúsinu segir Ey- steinn: „Mig langar bara að vinna í góðum verkefnum, eitthvað sem virkar og er alvöru. Mér er alveg sama hvort það er stórt á einhverj- um alheimsmælikvarða eða ekki. Það er margt spennandi að gerast hér á Íslandi, bæði í kvikmyndagerð, leiklist og dansi. Það er mikil útrás í gangi þrátt fyrir niðurskurð í þessum málum. Ég er að leika lítið hlutverk í Ófærð hjá Balta og það verður sýnt erlendis, sem er ótrúlega spennandi. Eins og staðan er núna langar mig bara að læra, halda áfram að vaxa og sanka að mér reynslu, njóta og gera eitthvað gott, sama hvaðan hið góða kemur.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Eysteinn ásamt móður sinni, Önnu Kristínu, og systur sinni Lísu, árið 1994. „Við Lísa vor- um eins og hundur og köttur þegar við vorum lítil. En þegar mamma lést snerum við bökum saman, ég hef aldrei upplifað aðra eins samstöðu. Núna erum við bestu vinir og tölum saman á hverjum einasta degi. Hún er langbesta vinkona mín.“ 24 viðtal Helgin 18.-20. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.