Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 16
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Kia Rio bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér. Kia Rio LX 1,1 — dísil, beinskiptur. Verð frá 2.550.777 kr. Útborgun aðeins 10% eða 255.077 kr.* Einn sparneytnasti dísilbíll í heimi Kia Rio er kraftmikill og sparneytinn dísilbíll sem fer með þig á vit ævintýranna. Hann er ríkulega búinn spennandi staðalbúnaði og eyðir um 3,6 l/100 km í blönduðum akstri. CO2 í útblæstri er með því minnsta sem þekkist og þess vegna má leggja honum frítt í Reykjavík, 90 mínútur í senn. 7 ára ábyrgð fylgir nýjum Kia Rio. Br an de nb ur g www.kia.com7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Ævintýrin bíða þín í Rio M.v. óverðtryggt lán í 84 mánuði. Afborgun 38.777 kr. Vextir 9,4 %. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,14%. * gerð um súfragettuna Sylviu Pank- hurst í kúrsi í HÍ sem hét Konur og stjórnmál og var alveg ofandottin yfir því hvað þessar konur þurftu að ganga langt til þess að það væri hlustað á þær. Það er svo ótrúlegt hvað við erum komnar langt á rúm- um hundrað árum. Það er ekki svo langt síðan það voru alls ekki sjálf- sögð réttindi að bjóða sig fram ver- andi kona og ekki heldur sem ungur einstaklingur. Ég er fædd 1990 og ólst upp við það að Vigdís var forseti og fullt af konum á Alþingi þannig að tilhugsunin um að vera á lista til alþingiskosninga var ekkert fárán- leg. Ég, 23 ára gömul, þurfti ekki að gera annað en segja, OK, ég er memm!“ Ásta viðurkennir að hún hafi ekki séð það fyrir sér að verða alþingis- maður í fullu starfi þótt hún hafi tekið sæti á lista Pírata en þannig hafi málin æxlast og hún takist að sjálfsögðu á við þá ábyrgð sem því fylgir. En hefur það að setjast á þing breytt miklu í lífi hennar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég bý ennþá í einu herbergi eins og ég gerði þeg- ar ég var í háskólanum og á stund- um ekki fyrir inneign á símann minn eins og fátækur námsmaður. Mér líður reyndar dálítið eins og ég sé komin aftur í MR þarna í Alþingis- húsinu, enda hafði fólkið sem bjó til hefðirnar fyrir þingið auðvitað Lærða skólann að fyrirmynd. Það er hringt inn og út, þú átt þitt sæti við borð og þarft að biðja leyfis að fá að tala, þetta er allt voðalega MR-ískt.“ Flugfreyjudraktir sem ein- kennisklæðnaður Fylgifiskur þess að verða alþingis- maður er að lenda í kastljósi þjóðar- innar, verða þekkt andlit, og Ásta segist aðeins vera farin að finna fyrir því nú þegar. „Ég virði mitt einkalíf mjög mikið og til dæmis það að vera allt í einu komin með rosalega marga vini á Facebook sem vilja fylgjast með mér finnst mér dálítið óþægilegt. Mér finnst það auðvitað rosalega gaman og þakka fyrir það, en að sama skapi finnst mér það dálítið erfitt. Ég er eiginlega hætt að segja eitthvað frá daglegu lífi mínu á Facebook, það getur endað í blöðunum, þannig að, jú, ég er strax farin að hegða mér aðeins öðruvísi. Ég er hins vegar ekki mikið úti á djamminu, þannig að ég hef ekki orðið fyrir áreiti þar, enda þarf maður að vakna fyrir allar aldir til að mæta í nefndarstörf svo það verður ekki inni í myndinni að djamma fram á rauða nætur.“ Sem dæmi um neikvæðu athygl- ina sem þingmannsstarfinu fylgir tek ég sem dæmi þegar Davíð Oddsson tók sér það fyrir hendur fyrir skömmu að ásaka Pírata um að draga niður virðingu Alþingis með óvirðulegum klæðaburði, en Ástu finnst það nú bara fyndið. „Ég verð að fá að lýsa því yfir að ég á eina hlaupaskó en allir hinir skórnir mínir eru úr leðri, þannig að ég tek þetta ekki til mín” segir hún hlæjandi. „Við vorum reyndar að grínast með það að við ættum kannski að hringja í WOW Air og fá flugfreyjudraktir lánaðar hjá þeim sem einkennisklæðnað Pírata, þær eru næstum í réttum lit, bara að- eins of bleikar. En svona í alvöru þá eru þessi ummæli Davíðs fyrst og fremst dæmi um hversu rökþrota hann er, getur bara farið í manninn en ekki málefnin.“ Sama staða og fyrir hrun Tíminn er að hlaupa frá okkur og Ásta er farin að gjóa augum á klukk- una, enda liggur henni á að komast aftur á þingfundinn, ég skelli því á hana lokaspurningunni: Hvað er það sem þú munt helst berjast fyrir á þinginu? „Ég er búin að vera að lesa Rann- sóknarskýrslu Alþingis og það er svo ógurlega margt sem við þurfum að takast á við ef við ætlum ekki að þurfa að lenda í öðru hruni. Ég átti erfitt með að lesa fyrstu tvö bindin því það var svo margt óeðlilegt í gangi. Þegar allt kemur til alls snýst þetta allt saman um vald og hver hefur valdið. Mig langar mikið að sjá aukið valdajafnvægi í íslensku samfélagi og margt sem snertir það hefur með aukið aðgengi að upplýs- ingum að gera; opna nefndarfundi, sannleiksskyldu ráðherra og um það snýst frumvarp sem ég hef lagt fram en er ekki enn komið á dag- skrá þingsins. Þetta virðast vera litlir hlutir en eru í rauninni að auka vald fólksins, þannig að meira gagnsæi, meiri upplýsingaskylda er það sem mig langar helst að beita mér fyrir. Eitt af því sem situr í mér úr fyrsta bindi Rannsóknarskýrslunnar er þegar Davíð Oddsson nefndi það sem eina ástæðu hrunsins hvað framkvæmdavaldið hefði verið sterkt á þessum tíma. Núna erum við nefni- lega að sjá nákvæmlega sömu stöðu á Íslandi og þá; alveg rosalega sterkt framkvæmdavald og takmarkað sjálfstæði þingsins. Valdajafnvægið inni á þingi er þannig að meirihlut- inn ræður, punktur. Flokkurinn leggur línuna og menn kjósa yfirleitt ekki á móti flokknum sínum, hvað sem þeim finnst persónulega, þann- ig að ef ráðherra leggur fram frum- varp kemst það yfirleitt alltaf í gegn. Hversu eðlilegt er það til lengri tíma litið? Þegar frumvarpið um einka- væðingu bankanna var lagt fram fór það í gegnum þingið án nokk- urra breytinga og Alþingi hafði eftir það ekkert um það að segja hverjir kaupendurnir voru. Það virðist vera að gerast aftur með sölu á eignar- hlut ríkisins í Landsbankanum og það verður fróðlegt að sjá hvort fjár- málaráðherra kemst upp með þetta aftur. Mér finnst sagan svolítið vera að endurtaka sig og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn „Ég bý ennþá í einu herbergi eins og ég gerði þegar ég var í háskólanum og á stundum ekki fyrir inneign á símann minn eins og fátækur náms- maður.“ Ljósmynd/Hari 16 viðtal Helgin 18.-20. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.