Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 18.09.2015, Blaðsíða 28
Ég þurfti bara smá ekki-leikhús. Ég þurfti fjarlægð frá þessu. Ég veit ekki alveg af hverju. Kannski af því að ég er smá ferköntuð og það er erfitt að lifa alltaf í listinni. Svo ég þurfti bara aðeins að gera eitt- hvað annað. L ára Jóhanna tók á móti mér á vinnustað sínum í Þjóð- leikhúsinu þar sem hún er strax byrjuð að undir- búa næsta hlutverk sitt, nokkrum dögum eftir frumsýningu Hróa hattar. Lára mun leika hlutverk Stellu í jólasýningu Þjóðleikhússins, Sporvagninum Girnd. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2010 og fékk strax samning hjá Borgarleikhúsinu. „Ég var byrjuð að æfa í Borgarleik- húsinu fyrir útskrift,“ segir Lára. „Ég lék í leikritinu Enron sem var mitt fyrsta hlutverk í leikhúsinu og svo fékk ég hlutverk í Ofviðrinu og svo um haustið á mínu öðru ári lék ég Dórót- heu í Galdrakarlinum frá Oz. Það var stórt hlutverk og mér fannst það rosa- lega skemmtilegt,“ segir hún. „Mér fannst ég ekki alveg tilbúin þegar ég kom úr náminu og beint í vinnu í Borg- arleikhúsinu. Það er samt ekkert við skólann að sakast. Þetta var mjög yfir- þyrmandi að vera allt í einu kominn á svið með öllum þessum leikurum sem voru þarna,“ segir hún. „Ég bakkaði svolítið held ég. Við vorum búin að vera svo ótrúlega góður hópur í skól- anum. Mér fannst svo gott að leika með bekknum mínum, og þá fannst mér svolítið erfitt að fara að vinna með öðru fólki,“ segir Lára. „Við erum öll mjög misjöfn með þetta. Sumir blómstra með öllum, en ég þarf alltaf svolítinn tíma til þess að kynnast fólki. Svo mér fannst þetta erfitt.“ Fékk nóg af leikhúsinu Galdrakarlinn í Oz gekk mjög vel í Borgarleikhúsinu og veturinn eftir tók Lára sér barneignarleyfi. Snéri svo aft- ur í eina sýningu en hætti svo að leika um stund. Hún segir að þörfin fyrir leikhúslaust líf hafa verið mjög sterka. „Vorið 2013 hætti ég og fór í háskólann í sálfræði,“ segir hún. „Ég þurfti bara smá ekki-leikhús. Ég þurfti fjarlægð frá þessu. Ég veit ekki alveg af hverju,“ segir hún. „Kannski af því að ég er smá ferköntuð og það er erfitt að lifa alltaf í listinni. Svo ég þurfti bara aðeins að gera eitthvað annað. Eitthvað algerlega ótengt listinni og beita mér öðruvísi. Það tók mig alveg heilt ár að fara að sakna leiklistarinnar,“ segir Lára. „Ég var ekkert í leiklistinni í tvö ár. Svo fór ég að finna einhverja tilfinningu til þess að langa að vera með,“ segir hún. „Ég pældi í því að prófa að leikstýra. Það er stór hluti af mér sem þarf að vera að skapa eitthvað og búa hluti til, svo ég fann fyrir smá söknuði í það. Svo hringdi Selma Björnsdóttir í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma í prufu fyrir hlutverk Maríönnu í Hróa hetti. Það kom sjálfri mér á óvart að ég skyldi hafa sagt já við því,“ segir Lára. Það þykir ekki algengt að leikari vilji fá frí frá listinni aðeins þremur árum eftir útskrift. Lára er þó á því að það hafi verið henni mjög hollt að kíkja út fyrir veggi leiklistarinnar. „Það blund- aði alltaf í mér að mig langaði að læra eitthvað annað,“ segir hún. „Mig lang- aði það alltaf. Eftir fjögur ár í skólanum og þrjú ár á sviði þá langaði mig bara að gera eitthvað allt annað. Sjálfsgagn- rýnin getur verið mjög fyrirferðarmikil í starfi leikarans,“ segir Lára. „Kannski hafði það sitt að segja, en ekki bara. Mig langaði að fara í háskólann, og mig langaði það meira en að taka að mér næsta hlutverk. Það er engin ástæða til þess að vera í leikhúsi ef maður er ekki með brennandi áhuga. Ég nenni því allavega ekki,“ segir hún. „Ég bjóst alveg eins við því að ég fengi ekki séns aftur, eftir að hafa sagt skilið við leikhúsið. Ég mat það þann- ig að þannig væri það bara. Það þýðir ekki að hanga inni í einhverju nema maður ætli sér bara alla leið. Ég fór að læra sálfræði og er enn að læra hana,“ segir Lára sem er á þriðja ári í Háskóla Íslands. „Ég var búin að meta þetta í svolítinn tíma því mig langaði að læra eitthvað annað,“ segir hún. „Þetta er svo ofboðslega spennandi fag. Mér finnst það gefa af sér til samfélagsins og þetta er svo rosalega lifandi fag. Ég er heilluð af öllum þessum rannsókn- um á heilanum og hvernig er hægt að hafa áhrif á hugsun í gegnum hegðun og annað. Ég vissi samt alveg þegar ég tók að mér þetta hlutverk að þetta væri kannski ekki vinna sem hentar vel með skóla,“ segir Lára og hlær. „Það á eftir að koma í ljós. Það getur vel verið að námið frestist eitthvað en ég vil ekki hætta í því samt. Ég vil halda þessu opnu.“ Efniviðurinn í samfélaginu Lára er strax á mánudeginum eftir frumsýningu byrjuð að undirbúa næsta hlutverk, sem er í jólasýningu Þjóðleikhússins, Sporvagninum Girnd. „Ég byrja að æfa á morgun,“ segir Lára og hlakkar greinilega til. „Mig lang- aði mikið í bæði þessi hlutverk og ég gat ekki sleppt þessu. Svo leiklistin er númer eitt. Núna. Þetta frí sem ég tók var ákveðin endurnæring,“ segir hún. „Það var mikil hvíld og ég fékk öðruvísi áhuga á leikhúsi. Það er allt öðruvísi að koma til baka. Það var rosalega gam- an þegar ég var nýútskrifuð og fullt af tækifærum, en ég var alltaf með ein- hverja varnagla og fannst alltaf eins og ég þyrfti að gera eitthvað annað. Bara eftir að hafa gert það og gefið mér pláss til þess að gera það finnst mér ég koma inn í leikhúsið með miklu meira öryggi og kraft. Einhver eldmóður,“ segir Lára. „Leikhúsið er mjög krefjandi og maður getur ekkert endalaust gefið af sér án þess að hlaða batteríin. Svo held ég að það sé mjög mikilvægt að horfa út fyrir veggi leikhússins. Þó svo að mað- ur öðlist gríðarlega víðsýni í leiklist- inni, en ef maður er alltaf bara að búa til leikhús og fer ekki út í samfélagið. Hver er þá efniviðurinn?,“ segir Lára. Áttu auðvelt með að taka gagnrýni? „Já,“ segir Lára eftir smá hik. „Þetta er góð spurning. Ég held að ég eigi ekkert rosalega erfitt með það, en ég er samt mjög sjálfsgagnrýnin,“ segir hún. „Það þvælist rosalega fyrir mér. Ég get haldið aftur af mér vegna hennar. Ég er samt rosalega þakklát þegar ég vinn með leikstjórum sem eru gagnrýnir, og ég finn traust í því,“ segir hún. „Ef einhver leikstjóri getur sagt að eitthvað sé lélegt sem ég geri þá get ég treyst því að hann sé að meina það þegar hann segir að eitthvað sé gott, sem ég geri. Mér líður vel í umhverfi þar sem gagnrýni er sjálfsögð og leyfi- leg, og eðlilegur hluti af samræðum. Ef ég hef fengið slæma gagnrýni í fjöl- miðlum þá er ég búin að gleyma því, segir hún. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort maður eigi endilega alltaf að vera að lesa gagnrýni. Hvort það sé ekki gagnlegra að þiggja gagnrýni annars- staðar en í fjölmiðlum,“ segir Lára. „En svo enda ég alltaf á að lesa hana alltaf, stenst ekki freistinguna.“ Hefði þurft 4 ár Sýning Þjóðleikhússins á ævintýrinu um Hróa hött er lifandi sýning. Gleði og sorg, húmor og hryllingur og allt þar á milli. Hlutverk Láru er mjög Fékk nóg af leikhúsinu og fór í sálfræði Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið uppfærslu Vesturports á sögunni um Hróa hött. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa og allt lítur út fyrir að sýningin verði farsæl á fjölum leikhússins í vetur. Í hlutverki Maríönnu er leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir. Hún er komin aftur á svið eftir að hafa tekið sér frí frá leikhúsi. Hún tekur eitt verkefni í einu og heldur öllu opnu. Lára er að læra sálfræði og segir leikkonustarfið ekkert endilega vera það eina sem hún muni starfa við. Lára er nútímakona með mörg járn í eldinum fyrirferðarmikið í sýningunni og er hún á sviðinu nánast allan tímann. „Ég hefði al- veg þegið fjögur ár til þess að koma mér í form fyrir þetta,“ segir Lára. „Mér finnst þetta hlutverk mjög krefjandi. Ég er að leika stelpu sem leikur líka strák og ég þarf að hlaupa á milli karaktera. Ég þarf að breyta röddinni til skiptis og læra skylmingar og margt að kljást við,“ segir hún. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli og það kom líka tímabil sem ég hélt að ég mundi ekki meika þetta, en svo gekk þetta allt vel. Það er alltaf áskorun að leika í uppfærslum Vesturports. Það er mikil hreyfing og slíkt. Þetta er líka svo flott saga. Stór ástarsaga. Mikil réttlæt- iskennd og reiði og hrottaskapur og allur efniviður til þess að gera sýningu sem er stór á öllum sviðum,“ segir Lára. Launamál skila sér ekki á sviðið Lára segir ekki mikinn tíma gefast fyrir utan vinnuna og skólann. Hún er 31 árs og á þriggja ára dóttur. Það gefst ekki mikill tími til neins annars en að sinna vinnu, skóla og dóttur, en hún vissi það þegar hún sagði já við leikhúsvinnunni. „Það er enginn tími,“ segir Lára. „Að vera í námi samhliða leik- húsinu er tilraun. Ef það gengur ekki upp að sinna skólanum þá bara gengur það ekki upp,“ segir hún. „Ég veit að ég mun hafa tíma til þess að sinna dóttur minni og ég er búin að taka að mér þessi verkefni í leik- húsinu og auðvitað er það nóg. Ég vil samt ekki missa skriðþungann sem ég hef náð í náminu. Ég vil ekki missa tengingunni við það, þó svo að ég seinki því kannski aðeins. Ég sé fyrir mér að ég muni alltaf vera að meta hvað mig langar að gera,“ segir Lára. „Mér líður best þannig. Að taka alltaf þau skref sem eru gáfulegust hverju sinni. Ég nýt þess að gera það sem kallar á mig, og hlusta bara á það. Það hefur gengið hingað til.“ Hvernig er stemningin í Þjóðleikhúsinu þessa dagana? „Hún er góð,“ segir Lára. „Auðvitað finnst manni skrýtið að eitt at- vinnuleikhús sé á lægri launum, eingöngu vegna þess að það er rekið af ríkinu,“ segir hún. „Það er engin staða fyrir Þjóðleikhúsið að vera í, að geta ekki boðið leikurunum sínum upp á samkeppnishæf laun. Maður mætir á alla fundi og tekur þátt í kjarabaráttu en svo mætir maður í vinnuna og lætur þetta ekki hafa áhrif á vinnuna. Það hjálpar engum að láta þetta eyðileggja fyrir sér ánægjuna af vinnunni, en þetta er skammarlegt. Ég hef samt enga trú á öðru en að þetta verði bara leiðrétt,“ segir hún. „Annað væri skrýtið. Ef fólk nær ekki endum saman á þessum launum þá er ekkert skrýtið að fólk fari bara að gera eitthvað annað. Það neyðist til þess, en það væri rosalega dapurt miðað við gróskuna sem er í húsinu en ég vona að þetta skemmi ekki allt það góða starf sem á sér stað hér. Það smitar allavega ekki út frá sér á sviðinu,“ segir Lára Jóhanna Jóns- dóttir leikkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Það er samt þannig að þegar leikarar fá góða gagnrýni þá lesa þeir hana, en ef hún er slæm þá kannast enginn við þá gagnrýni.“ Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 18.-20. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.