Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 14

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 14
23. SEPTEMBER 2014aldan14 Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Rannís Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir 2014 voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís föstudaginn 29. ágúst sl. Dr. Ingibjörg Gunnars- dóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, hlaut viðurkenn- inguna að þessu sinni. Forsætisráð- herra, Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, afhenti Ingibjörgu verðlaunin. Ingibjörg er fædd árið 1974. Hún lauk BS prófi í matvælafræði frá HÍ árið 1997 og MS prófi i næringar- fræði tveimur árum og varði þá hluta námstímans við Konunglega land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Hún lauk doktorsprófi í nær- ingarfræði árið 2003. Meistararitgerð Ingibjargar fjallaði um næringará- stand sjúklinga en doktorsverkefni hennar um næringu og vöxt ungbarna og tengsl við áhættu á hjarta- og æða- sjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Fyrir doktorsrannsóknir sínar hlaut Ingi- björg sérstakar viðurkenningar, bæði hérlendis og erlendis. Ingibjörg tók virkan þátt í upp- byggingu og skipulagi Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala auk þess að sinna kennslu. Hún átti stóran þátt í uppbyggingu Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ og varð pró- fessor við þá deild árið 2010. Á síðasta ári tók hún við starfi forstöðumanns við Rannsóknastofu í næringarfræði, en því fylgir að hún er einnig yfirnær- ingarfræðingur Landspítala Háskóla- sjúkrahúss. Ingibjörg hefur stýrt og tekið þátt í fjölda verkefna sem styrkt hafa verið af innlendum og erlendum rannsóknasjóðum, auk þess að hafa átt sæti í ótal sérfræðihópum. Rann- sóknir Ingibjargar fjalla einkum um næringu ungbarna, barna, unglinga og fullorðinna, en taka einnig til af- markaðra hópa eins og barnshafandi mæðra og sjúklinga. Á síðasta ári hlaut Ingibjörg þrjá nýja styrki til alþjóðlegra rannsóknaverkefna. Hún er verkefnis- stjóri íslenska hluta Evrópuverkefnisins Mood-Food sem fjallar um tengls nær- ingarástands og þunglyndis, en umfang þess er um 1,4 milljarðar króna. Hún er íslenskur verkefnisstjóri norræna rannsóknaverkefnisins ProMeal, en markmið þess er að kanna þýðingu skólamáltíða fyrir heildarmataræði grunnskólabarna sem og einbeitingu þeirra og frammistöðu í skóla. Loks hlaut hún styrk úr Rannsóknasjóði til að gera næringarfræðilega rannsókn á sjúklingum með langvinna lungna- teppu, í samstarfi við King‘s College í London og Herlev spítala í Danmörku. Ljóst er að rannsóknir Ingibjargar hafa haft og munu hafa gríðarleg áhrif á skilning okkar á tengslum heilsu og næringar, auk þess að hafa bein áhrif á mótun næringarviðmiða ólíkra hópa í samfélaginu. Ingibjörg þykir afburða kennari og er ötul við að miðla þekk- ingu til almennings, m.a. með ritun greina og opnum fyrirlestrum. Það er álit dómnefndar að Ingibjörg uppfylli öll viðmið hennar og sé því verðugur handhafi Hvatningarverðlauna Vís- inda- og tækniráðs 2014. Hvatningarverðlaunin Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mann- lífs á Íslandi. Verðlaunin, sem nú eru 2 milljónir króna, hafa verið veitt frá árinu 1987, í fyrsta sinn á 50 ára af- mæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Markmiðið með veitingu Hvatningar- verðlaunanna er að hvetja vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og starfi vísinda- manna. Verja skal a.m.k.3% af vergri lands- framleiðslu til rannsókna og þróunar Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti við afhendingu Hvatningarverðlaunanna drög að úttekt á vísinda- og nýsköp- unarkerfinu sem unnin var fyrir til- stuðlan mennta- og menningarmála- ráðuneytisins. Að baki skýrslunnar liggur ítarlegt samráðsferli þar sem fólk víða að úr kerfinu – úr háskólunum, rannsóknarstofnunum, ráðuneytum og fyrirtækjum - var kallað að borðinu til að ræða um styrkleika og áskoranir í vísinda- og nýsköpunarumkerfinu. „Á Íslandi starfa margir fram- úrskarandi vísindamenn. Í nýlegri úttekt Nordforsk á birtingum á Norð- urlöndunum má sjá að á mörgum sviðum standa íslenskir vísindamenn sig afburðavel. Hér hefur vöxturinn í birtingum frá árinu 2000 verið gríðar- legur eða „extreme“ svo vitnað sé til orða skýrslunnar. Annað sérkenni á íslenskum vísindamönnum er í hversu miklu alþjóðlegu samstarfi þeir eru. Hvergi á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað birtir jafn hátt hlut- fall vísindamanna greinar og bækur í samstarfi við erlenda kollega og hér á landi. Góður árangur sem þessi er ekki sjálfgefinn. Hér skiptir eljusemi og frumkvæði einstakra vísindamanna miklu en einnig aðstæður þeirra og að- búnaður. Það er um þetta sem úttektin leggur mat á: aðstæður til vísindaiðk- unar og nýsköpunar hér á landi og þá einkum hvað við þurfum að gera til að stuðla að því að viðhalda góðum árangri til framtíðar. Með því að efla Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð viljum við leggja okkar af mörkum til þess að við náum því markmiði að Ísland verði, árið 2016, komið í hóp þeirra landa sem verja a.m.k.3% af vergri landsfram- leiðslu til rannsókna og þróunar. Þetta er okkar markmið. Styrking sjóðanna er ekki það eina sem skiptir máli í þessu samhengi, heldur er gert ráð fyrir að fyrirtæki efli einnig sína rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Það verður gert með því að skapa fyrirtækjum slíkt um- hverfi að þau sjái hag í að auka hlut sinn í rannsóknar- og nýsköpunarstarfi. Sérstaklega er hér horft til skattahvata. Í vor samþykktum við einnig að fjár- fest skyldi í gagnaöflun um vísinda- og nýsköpunarstarfsemi hér á landi og árangurinn af henni. Til að ná þessu markmiði verður 70 milljónum króna varið í upplýsingakerfi um rannsóknir á næstu tveimur árum. Að auki hefur nú Hagstofan tekið við framkvæmd könnunar á vísinda- og þróunarstarfi hér á landi sem unnin er annað hvert ár. Það er okkar von að þetta verði til þess að stórefla hér upplýsingaöflun um rannsóknir og nýsköpun til að auka yfirsýnina og til að renna styrkari stoðum undir stefnumótun og ákvarð- anatöku í háskólum, rannsóknarstofn- unum og hjá stjórnvöldum. Kerfið eitt og sér er ekki nóg, við eigum að stefna að því að efla hér greiningu á sviðinu og að tryggja mannafla í það. Það er nýmæli í starfi Vísinda- og tækniráðs að unnin sé sérstök aðgerða- áætlun með tilgreindum ábyrgðar- aðilum, hún kostnaðargreind og tímasett. Markmiðið er að tryggja markvissa eftirfylgni með framkvæmd stefnunnar. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt að beita sér fyrir fjármögnun áætlunarinnar með fyr- irvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. Ætlunin er að auka opinbera fjárfestingu í samkeppnissjóðum um 2,8 milljarða, þ. e. um 800 milljónir króna fjárlagaárið 2015 og um allt að tvo milljarða króna 2016. Um leið er þess vænst að aðgerðin auki fjár- festingar fyrirtækja um 5 milljarða króna. Nú í sumar hóf mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið vinnu við að rýna betur í stöðu háskólastigsins og vís- indastarfs í landinu með spurninguna um hvernig við getum eflt gæði og ár- angur á sviði vísinda í huga. Mér finnst mikilvægt að við skoðum vel með hvaða hætti við getum styrkt háskóla- kerfið og aukið samlegð í því. Mik- ilvæg tækifæri glatast ef við dreifum kröftum okkar of víða. Við eigum að einbeita okkur að því að keppa alþjóð- lega fremur heldur en að leggja mest af okkar orku í innbyrðis samkeppni. Ráðuneytið hefur einnig hafið að skoða betur hvernig við getum byggt upp alþjóðlegt samstarf um rann- sóknarinnviði á markvissari hátt. Þetta er einmitt eitt af þeim atriðum sem skýrslan nefnir. Það skiptir miklu máli fyrir litla þjóð eins og okkur að eiga gott samstarf á alþjóðlegum vettvangi um innviði eins og rannsóknarstofur, mælitæki, gagnagrunna og þess háttar. Innviðir eru stórar fjárfestingar og því skynsamlegt fyrir okkur að horfa til samstarfs við önnur lönd. Við verðum að tryggja okkar vísindamönnum aðgang að aðstöðu og tækjum á heimsmælikvarða. Þó aðgerðaáætlunin taki á mörgum af mikilvægustu atriðunum sem út- tektin bendir á er þó ljóst að enn er verk eftir óunnið og að mörg af skila- boðum skýrslunnar þurfum við að ígrunda vel og taka okkur tíma til að fara yfir. Að mörgu leyti koma þessar ábendingar á góðum tímapunkti fyrir okkur. Þær eru vísbending um að við séum á réttri leið og hvatning um að halda áfram þeirri vegferð,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra. Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir ásamt forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlugssyni og Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra. Illugi flutti erindi við afhendingu verðlaunanna þar sem hann kynnti drög að úttekt á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Frumvarp lagt fram um verndun afurðaheita Sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur lagt fram frumvarp um vernd afurðaheita. Markmið frumvarpsins er að vernda afurðaheiti sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sér- stöðu. Um er að ræða nýja heildar- löggjöf hér á landi en vernd þessi er þekkt víða erlendis þar sem heitum landbúnaðarafurða eins og Parmigi- ano-Reggiano og Gorgonzola er veitt sérstök vernd. Öðrum en þeim sem framleiða umræddar vörur úr tilteknum hráefnum, á tilteknu landsvæði eða eftir tiltekinni hefð er þannig óheimilt að nota afurða- heitið. Frumvarpið var áður lagt fram á 143. löggjafarþingi en hlaut ekki af- greiðslu. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu og er það nú lagt fram öðru sinni. Frumvarpið er byggt á reglugerð (ESB) Evrópuþingsins og ráðsins nr.1151/ 2012 frá 21. nóvember 2012 um gæðakerfi fyrir landbúnað- arafurðir og matvæli, ásamt sambæri- legri löggjöf í Noregi og Danmörku. Gert er ráð fyrir að hópur fram- leiðenda sæki saman um skráningu á afurðarheiti en einnig er mögulegt að einstakur framleiðandi sæki um skráningu, m.a. ef hann er eini fram- leiðandinn á skilgreindu landsvæði. Meðferð umsókna verður í höndum Matvælastofnunar og er greitt gjald fyrir hverja umsókn sem rennur óskipt til Matvælastofnunar upp í þann kostnað sem fellur til við meðferð umsókna. Matvælastofnun tekur ákvörðun um það hvort heiti afurðar skuli hljóta skrán- ingu samkvæmt lögunum og skal stofn- unin afla umsagna frá Einkaleyfastofu og Samtökum atvinnulífsins auk þess sem veitt er heimild til að leita umsagna annarra sérfræðinga þegar við á. Áður en Matvælastofnun tekur ákvörðun um að heimila eða hafna skráningu heitis gefst utanaðkomandi aðilum færi á að andmæla skráningu heitis. Þá hefur Matvælastofnun einnig eftirlit með framkvæmd laganna þar sem sú stofnun fer nú þegar með eftirlit með að mat- væli uppfylli reglur um merkingar og innihaldslýsingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að erlend heiti afurða geti hlotið vernd hér á landi, annars vegar á grund- velli beinnar skráningar eða á grundvelli gagnkvæmnissamnings. Ekki er gerður greinarmunur á því hvor leiðin er farin en skilyrði fyrir skráningu er að heiti afurðar uppfylli skilyrði frumvarpsins og lúti eftirliti í upprunalandi. Verði frumvarpið að lögum er talið að löggjöfin geti styrkt stöðu íslenskra afurða og falið í sér viðurkenningu á sérstöðu innlendrar framleiðslu í samkeppni við innfluttar vörur. Talað er um landbúnaðarafurðir en ekki er fjarri lagi að álykta að það geti með einhverjum hætti náð til sjávarafurða. Þar hlýtur t.d. fiskirækt í fjörðum að koma til greina.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.