Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 6

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 6
23. SEPTEMBER 2014aldan6 Fiskveiðiárið 2014/ 2015 Alls fá 578 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2014/ 2015. Út- hlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frá- dráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 376.026 tonnum í þorskígildum talið sam- anborið við um 378.828 þorskíg- ildistonnum á sama tíma í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiði- ársins sem nú gengur í garð. Breyting á milli ára er því ekki mikil. Út- hlutun í þorski stendur nánast í stað eða hækkar um 600 tonn og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvót- inn dregst enn saman úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund tonn í ár. Nokkur aukning er í úthlutun á ufsa, skötusel, grálúðu og skarkola. Nokkur samdráttur er í gullkarfa og keilu. Þá má nefna að humarkvótinn dregst saman um 10%. Nú er aftur úthlutað kvóta í úthafs- rækju, alls tæpum 4.700 tonnum og í fyrsta sinn er úthlutað kvóta í rækju við Snæfellsnes, um 560 tonnum. Til rækju við Snæfellsnes telst rækja í Breiðafirði sunnanverðum, í Kolluál og Jökuldýpi. Vakin er athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Alls fá 578 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2014/ 2015. Mest aflamark fer til Guðmundar í Nesi RE- 13, rúm 8.553 þorskígildistonn eða tæp 2,3% af úthlutuðum þorskígildum. Úthlutun eftir fyrirtækjum Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra. . Alls fá 459 fyrirtæki eða lög- aðilar úthlutað nú eða um 30 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 10,7% af heildinni, næst kemur Samherji með 6% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár. Úthlutun eftir heimahöfnum Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,0% af heildinni samanborið við 13,3% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,5% af heildinni sem er um 2,5%-stiga aukning frá fyrra ári og fleytir þeirri höfn fram úr Vest- mannaeyjum sem löngum hefur verið í öðru sæti hvað aflamark varðar. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða nú fyrir 10,5% úthlutunarinnar, en það felur í sér 0,7%-stiga samdrátt frá fyrra ári. Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Vísað er til yf- irlitstöflunnar sem tengill er í hér að neðan. Úthlutun eftir útgerðarflokkum Smábátar með aflamark og krókaafla- mark sem fá úthlutað aflamarki eru töluvert færri í ár en á fyrra ári eða 393 samanborið við 441 áður. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 24 milli ára og eru nú 258. Athygli vekur að togurum fækkar um 5 og eru nú 50. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiski- stofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 200 þúsund tonnum af því heildarafla- marki sem úthlutað var að þessu sinni o g skip með aflamark fá tæp 190 þús- und tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 46 þúsund tonn. Vakin er athygli á því að króka- aflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Rétt er að nefna að við út- hlutun nú nú fór að nýju fram á úthafs- rækju eftir nokkurra ára hlé þar sem hún var utan kvóta og við innleiðingu á kvóta fyrir rækju við Snæfellsnes þá fá tvö skip án veiðileyfa úthlutað kvóta í þeim tegundum vegna veiðireynslu á undanförnum árum. Skel- og rækjubætur Töluvert minna magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækju- bótum en í fyrra eða um 1.775 þorskí- gildistonnum og fara þau til 42 skipa samanborið við 120 skip á fyrra ári. Sjávarútvegur á Norðurlandi er öflugur Útvegsmannafélag Norðurlands hefur staðið dyggan vörð sameigin- lega áratugum saman um þá miklu byggðarlegu hagsmuni sem í sjávar- útvegi þessa svæðis eru fólgnir. Þetta verklaga útvegsmanna á Norðurlandi er besta leiðin til þess að svara þeirri ómaklegu gagnrýni, dylgjum og rógi sem borinn hefur stundum verið klínt á greinina af ýmsum sjálfskipuðum talsmönnum, misjafnlega þó mikið eftir því hvað er í gangi í útvegs- málum. Stjórnmálamenn sem reyna í ljósi málefnafátæktar sinnar að telja fólki trú um að komið sé að ,,ögur- stundu” í sjávarútvegi landsins. Eitt stærsta útgerðafyrirtæki landsins, Samherji hf., er með höfuðstöðvar á Akureyri og á Siglufirði er Þormóður Rammi – Sæberg hf. Lítum á nokkrar staðreyndir um vægi sjávarútvegs og tengdra greina fyrir efnahagslífið í Eyjafirði og svæðunum í kring. 1) 31% íbúa Eyjafjarðarsvæðisins hafa tekjur sínar frá fiskveiðum, mat- væla- og drykkjarvöruiðnaði 2) 22% af heildaraflaverðmæti og magni íslenskra skipa er skráð á skip frá Norð-Austurlandi, hæsta hlutfall allra landshluta, langstærsti hlutinn á Akureyri 3) Á Eyjafjarðarsvæðinu eru skráðar 23 útgerðir, 20 smábátaútgerðir og 15 fiskvinnslufyrirtæki 4) 5 fyrirtæki eru skráð í skipasmíðum og 5 fyrirtæki í netagerð 5) Vélstjórnar- og skipstjórnarnám er í Verkmenntaskólanum á Akureyri 6) Hólaskóli í Skagafirði er leiðandi í þekkingaruppbyggingu fiskeldis 7) Eina sérhæfða B.Sc. námið á landinu í sjávarútvegsfræðum er við Auð- lindadeild Háskólans á Akureyri, þar er einnig kennd líftækni, fiskeldi og umhverfisfræði 8) Stærsti fiskeldisfóðurframleiðandi landsins er staðsettur í Eyjafirði. Sjávarútvegur, matvælaframleiðsla og tengdar greinar skipa höfuðsess í atvinnulífi Eyjafjarðar og nálægra svæða. Þá eru einnig útibú frá rann- sóknastofnunum atvinnuveganna á Akureyri og þangað eru höfuð- stöðvar Fiskistofu að flytja. Hafrann- sóknastofnun er með útibú á Akureyri, Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins er með útibú á Akureyri, á Akureyri er Rannsóknastofnun Landbúnaðarins. Halda mætti að það væri vilji pólitík- usa til þess að standa vörð um höfuða- tvinnuveg landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd hafa að minnsta sumir stjórnmálaflokkar gegnum tíðina sett mál sitt fram með þeim hætti að helsta bjargráð byggð- anna í landinu væri fólgið að rústa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Eitthvað mun væntanlega ganga á þegar frumvarp um veiðileyfagjald verður lagt fram á Alþingi. Í umræðunni um sjávarútveg er stundum alið á þeim misskilningi að fiskveiðikerfið sé sérstaklega slæmt fyrir landsbyggðina og að einstaka byggðarlög geti lent í því að aflaheim- ildir séu seldar úr byggðarlaginu. Þetta er rétt en ekki hverfa þessar veiðiheimildir, þær hljóta að koma einhverju því byggðarlagi til góða sem þær eru seldar til. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því að gera nein mistök á því sviði sem sjávarútveg- urinn er. Mikilvægi hans fyrir fólkið í landi er meira en svo að það sé haft að leiksoppi. Nokkur kvóti kemur í hlut Tálknfirðinga eins og fleiri sjávarútvegsplássa þó það sé aðeins brot af því sem kemur til stærstu hafnanna.. Siglt til veiðá Eyjafirði við Hrísey í blíðskaparveðri. Öflug útgerð er á Siglufirði auk þess sem ferðaiðnaðurinn er þar stöðugt marksæknari. 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á ögun á dragnótinni, fiskilínu, öfuðlínu g fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófu á dragnótinni, voru strax jákvæð og ú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýms m breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50%

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.