Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 26

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 26
Öll almenn skipaþjónusta √ Stálsmíði √ Vélvirkjun √ Vinnslubúnaður √ Háþrýstiþvottur og málun √ Skrúfuviðgerðir √ Trésmíði Slippurinn Akureyri ehf. • DNG • Naustatanga 2 • 600 Akureyri • sími: 460 2900 • Fax: 460 2901 • www.slipp.is • www.dng.is 23. SEPTEMBER 2014aldan26 „Helsta ástæðan fyrir slæmu vega- kerfi er of fá atkvæði á svæðinu“ - segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði Oddi hf. á Patreksfirði er framleið- andi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er fyrirtækið þekkt á mörkuðum hér heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu og góða vöru. Oddi hf. vinnur úr rúmlega 4000 tonnum af fiski á ársgrundvelli sem þýðir hátt í 2000 tonn af afurðum. Sig- urður Viggósson, framkvæmdastjóri, segir að stöðugt stærri hluti afurðanna fari á markað erlendis ferskur, eða um 800 tonn sem er um 40%. Allar þær afurðir fara í Breiðafjarðarferj- una og frá Stykkishólmi beint í flug á Keflavíkurflugvelli. „Á sumrin er ferjan yfirleitt full af ferðamönnum en á móti kemur að þá er ekið með fisk- inn landleiðina alla leiðina, en það eru um 440 km. leið. Á sumrin er minni framleiðsla en yfir vetrarmánuðina svo það kemur minna að sök. Breiða- fjarðarferjan er lykilatriði fyrir okkur, a.m.k. á meðan þjóðvegur 60 er ekki betri eða greiðfærari en raun ber vitni. Nú er að ljúka framkvæmdum og brú- arsmíði á vestari kaflanum og þá er Þorskafjörðurinn eftir með Teigskóg, Hjallaháls og Ódrjúgsháls en miðað við fyrri reynslu tekur það önnur 15 ár, og á meðan nýtum við ferjuna,“ segir Sigurður Viggósson. - Hverju telurðu vera helstu ástæðuna fyrir því að Vestfirðingar eru svona langt á eftir öðrum landshlutum með vega- framkvæmdir? „Hér eru of fá atkvæði, er það ekki augljóst að er helsta ástæðan? Þau eru flest kringum Elliðavoginn þar sem þingmenn og stjórnkerfið er beitt mestum þrýstingi. Því fer fjarri að það sé einhver togstreita milli íbúanna um leiðir. Það eru yfir 20 ár síðan sveitar- félögin voru sammála um að byggja upp þennan láglendisveg frá suður- fjörðunum í Reykhólahrepp, og þá var m.a. vilji til þess að vegurinn lægi beint frá Skálanesi í Reykhóla og Þorskafjörð- urinn þveraður. Það er því alls ekki ný hugmynd. Þrátt fyrir að sveitarfélögin á Vestfjörðum og atvinnulífið hafi tekið höndum saman um að þessi vegur verði lagður hefur það ekki dugað til. Það eru starfsmenn í stjórnkerfinu, samgöngu- málum og umhverfismálum sem hafa unnið gegn þessu þjóðþrifamáli og þrátt fyrir að vilji þingmanna standi til þess að farið sé í þessar framkvæmdir, þá ráða þeir ekki við þetta kerfi. Þingmenn okkar Vestfirðinga hafa kannski tapað slagnum að vissu marki þegar Vest- firðir hættu að vera sérstakt kjördæmi og urðu hluti af Norðvesturkjördæmi. Hagsmunabaráttan er orðin svo hörð að það þarf eitthvað annað til þess að breyta þessu en vissulega hefur vax- andi fiskeldi hér í fjörðunum stækkað þennan þrýstihóp. Ef við hefðum nútíma samgöngur þá væri sjávarútvegur og fiskvinnsla á Vestfjörðum helmingi stærri vegna nálægðar við fengsæl fiskimið, þetta hefður bæði hamlað okkur í öflun hráefnis sem og annara aðfanga, sem og sölu afurða og koma þeim við viðskiptavina. Við erum skrefi á eftir öðrum, bæði vegna samgönguleysis og vegna kostnaðar við að koma vörunni á markað.“ Jöfnun búsetuskilyrða og siglingar flutningaskipa Sigurður Viggsósson segir að ekki komi til greina að sætta sig við raf- orkuskort, gerð sé skýlaus krafa um að engar truflanir verði á afhendingu þeirra raforku sem atvinnuífið í íbúar þurfi í nánustu framtíð. Nú tekur t.d. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal um 10% af allri þeirri orku sem notuð er hér á suðurfjörðunum. Það þarf því að huga nú þegar að öflun frekari raforku fyrir þetta svæði áður en neyðarástand skapast. Sigurður segir að það sé jákvæður liður í því að jafna búsetuskilyrði milli landshluta að flytja ríkisstjofnanir eða ríkisfyrirtæki út á landsbyggðina. Einnig hafi Vestfirðingar barist lengi fyrir því að fá flutningaskip/ gámaskip frá Eimskip eða Samskip til að verða með áætlunarsiglingar vestur. Það auð- veldi flutning á freðfiski og saltfiski á markað án umskipunar fyrir sunnan auk flutnings ýmiss þungaflutnings sem hentar ekki á bíla. Það þurfi hins vegar að laga hafnirnar fyrir þessu stóru skip, og kannski verði það næsta baráttu- mál í samgöngumálum íbúa suðurhluta Vestfjarða. Sigurður Viggósson. Núpur BA-69, einn báta Odda.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.