Austurland - 30.04.2014, Blaðsíða 2

Austurland - 30.04.2014, Blaðsíða 2
2 30. apríl 2014 Samkvæmt dagatalinu er sumardagurinn fyrsti liðinn og því komið sumar. Í minningunni er alltaf nístings- kuldi á sumardaginn fyrsta en það er ef til vill vegna þess að mamma mín vildi alltaf vera í sumarfötum á sumrin og þau voru miklu efnisminni en vetrarfötin. Ég er aftur á móti þvílík kuldaskræfa að dúnúlpunni er aldrei pakkað niður heldur hangir hún uppi í anddyrinu allt sumarið. Það var í raun í fyrsta sinn í fyrra sem úlpan fékk að hanga óáreitt allt sumarið en ekki kom til mála að færa hana úr anddyrinu. Ég treysti því ekki að veðrið héldist gott dag eftir dag. Enginn veit hvernig sumarið í ár verður en það sem einum þykir gott finnst öðrum vont. En hvernig sem sumarið verður er eitt víst: Það verður nóg um að vera. Í þessu blaði er minnst á ýmislegt sem hefur verið í gangi í apríl sem og annað sem er á döfinni. Listin og menningin blómstrar í formi alls kyns sýninga, málverka-, ljósmynda- og leiksýninga og ráðstefnur, námskeið, að- alfundir og íþróttamót eru næstum daglegur viðburður. Svo mikið er um að vera að óvinnandi vegur er að gera því öllu skil. Á málþingi sem var haldið í byrjun apríl um svæðisbundna fjölmiðla sagði einn frummælenda að á svæðismiðlunum væru yfirleitt einyrkjar að störfum og starfið því slítandi til lengdar auk þess sem ómögulegt væri að segja frá öllu sem væri að gerast. Í lok maí verða sveitarstjórnarkosningar um allt land og framboðsfrestur rennur út þann 10. maí. Þegar næsta blað kemur út verður því ljóst hvaða listar verða í fram- boði hér á Austurlandi. Gaman verður að fylgjast með því hvort einhver ný framboð líta dagsins ljós en eitt er víst að einhverjir nýgræðingar verða á listum í bland við eldri og reyndari. Þótt ég sé lítið fyrir stjórnmál þá fyllist ég alltaf einhverri spennu þegar kosningar eru en hvort það er bara tilhlökkun vegna sumarsins skal ósagt látið. Halldóra Tómasdóttir LEIÐARI Vorið á næsta leiti Vaxtarsamningur Austurlands auglýsir eftir umsóknum Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2014 og umsóknir skilist rafrænt til Vaxtarsamnings Austurlands, vaxa@austurbru.is Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Vaxtar- samningsins www.austurbru.is og eru umsækjendur einnig hvattir til að kynna sér samninginn og viðauka hans á sömu heimasíðu, en úthlutun fer fram skv. ákvæðum samningsins frá 2010-2013 og viðaukum. Verkefnastjóri Vaxtarsamnings verður með viðveru á Djúpavogi og í Fjarðabyggð þriðjudaginn 20. maí og á Borgarfirði eystri og Egilsstöðum fimmtudaginn 22. maí. Tímapantanir í síma 470-3851 fyrir 16. maí (Djúpivogur og Fjarðabyggð) og 19. maí (Borgarfjörður og Egilsstaðir). Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Hrund Snorradóttir hjá Austurbrú, netfang: vaxa@austurbru.is eða í síma 470-3851 Heimsfrumsýning Leikfélag Fljótsdalshéraðs frum- sýndi nýtt íslenskt leikrit í Valaskjálf laugardaginn 26. apríl síðastliðinn. Um er er að ræða nýjasta verk Ás- geirs Hvítaskálds. Hann segir verkið hafa verið að gerjast til fjölda ára en hann fór þó ekki að skrifa það fyrr en hann flutti á Fljótsdalshérað. Lokasýning verður föstudaginn 9. maí kl. 20.30. Gull í tönn segir frá gömlum hestabónda sem hefur tilkynnt að hann ætli að deyja og það sé í rauninni góður dagur í dag til þess. Við þessar fréttir gerir fólk sér upp erindi við kallinn, því hann er með þeim ósköpum að vera með gulltenn- ur í munninum og allir vilja fá sinn hlut í gullinu. Erfðagræðgin bloss- ar upp og uppgjör um gamlar sakir komast á yfirboðið. Sýningar eru í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem all- ur sveitabærinn hefur verið reistur og meira að segja reisulegt hesthús. Verkið flokkast sem gaman/drama og ætti því að höfða til allra, þá sér- staklega hestamanna, peningamanna og kjaftakellinga. Ritstjóri brá sér upp í Valaskjálf á generalprufuna og átti þar ágætis kvöldstund. Leikmyndin er virki- lega fín og gefur stóru leikhúsunum í Reykjavík ekkert eftir í skiptingum þótt líklega reyni meira á áhugaleik- arana í Leikfélagi Fljótsdalshéraðs heldur en atvinnumennina fyrir sunnan. Leikrit Ásgeirs á sína góðu spretti en stundum verður málfar- ið aðeins of háfleygt. Leikararnir standa sig flestir vel en best voru Freyja Kristjánsdóttir í hlutverki hinnar misskildu ráðskonu og Al- mar Blær Sigurjónsson í hlutverki hins pínda útfararstjóra. Það verður gaman að fylgjast með Almari Blæ í framtíðinni og minnast þessara frumrauna hans á austfirsku leik- sviði en hann lék einnig einn ræn- ingjanna í Kardimommubænum sem LF setti upp í fyrra auk þess sem hann fór með aðalhlutverkið í Vælukjóa Leikfélags ME fyrr á þessu ári. a Skvaldur á Norðfirði Þann 1. - 12. maí sýnir Leikfélag Norðfjarðar farsann Skvaldur (öðru nafni Allir á svið) eftir Michael Frayn. Verkið er sýnt í Egilsbúð, Neskaup- stað og leikstjóri er Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir. Verkið Skvaldur er gríðarlega fjörugur gamanleikur sem fjallar um uppsetningu á leikriti sem heitir Allslaus. Vandinn er sá að leik- hópurinn í Allslaus er samansettur af persónum sem eru bæði of dramat- ískar og barnalegar til að geta unnið saman án þess að allt fari í háaloft. Ekki bætir úr skák að leikstjórinn er algjör harðstjóri. Þetta er skotheld uppskrift að rosalegum hamagangi og allskonar misskilningi þar sem sviðið er yfirtekið af buxnalausum mönnum, slepjulegum sardínum og hurðaskellum. Leikfélag Norðfjarðar var stofn- að upp úr 1880 og hefur það ver- ið starfrækt síðan með nokkrum hléum. Árið 1998 sýndi leikfélagið sýninguna Rjúkandi ráð sem tókst með eindæmum vel en lagðist svo í dvala. Árið 2013 komu saman þrír metnaðarfullir leikhúsáhugamenn sem þráðu að endurvekja Leikfélag Norðfjarðar. Hugmyndum var kastað, spenningurinn jókst og hópnum tókst að fá til liðs við sig fleiri list- hneigða einstaklinga. Þann 1. maí 2013 leit leiksýningin Allt í plati dagsins ljós og naut mikillar hylli hjá öllum aldurshópum. Svo mikill var áhuginn í samfélaginu að leik- félagið ákvað að einskorða sig ekki við eina sýningu á ári heldur færa út kvíarnar og byrja með unglingastarf sem hefur gengið mjög vel. a List án landamæra á Austurlandi Lagarfljótsormurinn var valinn sem aðalviðfangsefni hátíðarinnar á Fjótsdalshéraði í ár en þemað er annars „Vættir og þjóðsögur“. Því má sjá fjölbreyttar útfærslur af ormin- um víðs vegar um Fljótsdalshérað í bland við aðrar vættir og þjóð- sagnapersónur. Hátíðin stendur frá 10. – 25. maí næstkomandi víða um Austurland. Laugardaginn 10. maí verða opn- unarhátíðir á ýmsum stöðum m.a. á Gistihúsinu á Egilsstöðum þar sem boðið verður upp á tónlistarsmiðju, listasmiðjur og ormadans svo fátt eitt sé nefnt. Í Sláturhúsinu verður opn- uð sýning þátttakenda í Hugmynda- samkeppni Austurlands á útfærslu lyklakippu sem minjagrips. Einnig verða ýmsar útfærslur leikskóla-, grunnskóla- og menntaskólanem- enda á Fljótsdalshéraði á þjóðsögum af Héraði til sýnis. Í Bókakaffi Hlöð- um verður sýning á skúlptúrum nem- enda í Fellaskóla og leikskólabörn af Hádegishöfða sýna verk. Á Salt Bi- stro verður skúlptúr eftir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað til sýnis sem og vegglistaverk sem er samstarfsverkefni Hlymsdala og Stólpa og á Heilbrigðisstofnun Aust- urlands verða verk leikskólabarna til sýnis. Einnig verður hægt að finna listaverk úti í náttúrunni, á Kaffi Egilsstöðum og á Skriðuklaustri. Á Djúpavogi sýna grunnskólanemend- ur og eldri borgarar verk og atriði tengd þjóðsögum á Hótel Framtíð og í Tryggvabúð. Sjá nánar á www. listin.is. a

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.