Austurland - 30.04.2014, Blaðsíða 4

Austurland - 30.04.2014, Blaðsíða 4
4 30. apríl 2014 Síðasta ljóðastund vetrarins Síðustu átta vetur hefur hópur á veg- um Félags ljóðaunnenda á Austur- landi hist einu sinni í mánuði og lesið ljóð og vísur, ýmist frumsamið efni eða annarra. Lengi vel hittist hópur- inn í ME en síðustu tvo vetur hafa ljóðastundirnar verið í Bókakaffi kl. 15 annan laugardag í hverjum mánuði frá hausti til vors. Þótt ljóðastund- irnar séu haldnar á vegum Félags ljóðaunnenda eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Aprílstundin var helguð afrakstri ritlistarnámskeiðs sem haldið var á vegum félagsins og Gunnars- stofnunar í samstarfi við ME og Rithöfundasamband Íslands í mars og apríl. Nemendur námskeiðsins stigu í pontu og lásu efni sem varð til á námskeiðinu í bland við annað frumsamið efni. Síðasta ljóðastund vetrarins verður í Bókakaffi laugardaginn 10. maí næstkomandi. Þar sem menn- ingarhátíð List án landamæra hefst þennan dag verða verk eftir nemend- ur úr Fellaskóla til sýnis í Bókakaffi. Verkin verða byggð á þjóðsögum úr Fellum og annars staðar af Fljóts- dalshéraði. Vegna þessa sagði for- maður Félags ljóðaunnenda, Magnús Stefánsson, að gaman væri ef verkin sem flutt yrðu á ljóðastundinni 10. maí væru tengd þjóðsögum af ein- hverju tagi en mönnum væri auð- vitað frjálst að flytja hvað sem þeir vildu. a Blómstrandi menning á Seyðisfirði Vilhjálmur Jónsson tók vel í að svara spurningum Austurlands um hvern- ig gengið hefði hjá Seyðfirðingum á því kjörtímabili sem væri að líða og hvaða væntingar hann hefði til þess næsta. Gott samstarf og skuldir að minnka Að mörgu leyti hefur vel tekist til, ýmiss mál þokast nokkuð og þjón- ustan eflst. Ég vil byrja á að nefna þann árangur sem náðst hefur varð- andi samgöngubætur við Seyðisfjörð með því að Alþingi hefur ákveðið að ráðist verði í undirbúningsrann- sóknir við Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Mikil og góð samstaða hefur ver- ið hjá bæjarstjórninni um að bæta rekstur kaupstaðarins og aðlaga umfang starfseminnar að þeim breytingum sem orðið hafa vegna fólksfækkunar undanfarna tvo ára- tugi. Það skipti miklu máli og ekki síður þátttaka starfsmanna kaup- staðarins í aðgerðum til að ná settu marki. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldir sem hafa verið of miklar lækki umtalsvert á næstu árum og viðmiðum um skuldahlutfall verði að óbreyttu náð á árinu 2017. Samstarf við sveitarfélög á svæðinu á ýmsum sviðum hefur verið farsælt. Ekki var ráðist í miklar fram- kvæmdir á kjörtímabilinu Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu hefur mikils aðhalds verið gætt varðandi framkvæmdir og helst lögð áhersla á viðhald og endurbætur. Hafnarsjóð- ur byggði við olíu og lýsisbryggju við Síldarvinnsluna sem bætir viðlegu og aðstöðu í landi nokkuð verulega. Samgöngubætur og jákvæð ímynd Seyðisfjarðar Eitt stærsta sóknarfærið liggur í samgöngubótum með Fjarðarheiðar- göngum. Fyrir hendi er ein besta höfn landsins sem getur tekið við auknum verkefnum. Innviðir; mann- virki og stofnanir bæjarins svo sem skólar og íþróttamannvirki geta tekið við umtalsverðri viðbót án mikils tilkostnaðar. Hátt menntun- arstig íbúa. Blómstrandi menning og listir sem laða að fólk, erlendis frá sem innanlands. Mikil og rómuð náttúrufegurð sem ásamt viðburðum ýmsum dregur að fjölda ferðamanna á hverju ári og Seyðisfjörður hefur fengið einstaklega jákvæða umfjöll- un í erlendum útgáfum fyrir ferða- menn sem og innlendum fjölmiðlum. Erfiðar vetrarsamgöngur Erfiðar vetrarsamgöngur eru hamlandi þrátt fyrir góða vetrar- þjónustu Vegagerðarinnar við oft erfið skilyrði. En með bættum sam- göngum er ekki vafi að léttara yrði að byggja upp margvísleg atvinnu- tækifæri. Mikilvægt að treysta fjárhag sveitarfélagsins Það skiptir afar miklu að áfram verði unnið að því að treysta fjárhag kaup- staðarins. Í því sambandi er mjög mikilvægt að góð eining verði áfram um megin viðmið og markmið þar að lútandi. Ég tel að það verði mjög mikilvægt að fylgja eftir þeirri stefnu sem nú er unnið eftir hvað varðar lausn samgöngumála Seyðfirðinga, Austfirðinga og annarra vegfar- enda með Fjarðarheiðargöngum. Ég vek athygli á mikilvægi samstarfs sveitarfélaga á svæðinu sem skiptir svæðið, sveitarfélögin á því og íbúa þeirra miklu Mörg stærri framfara- mál svæðisins og uppbygging hafa orðið að veruleika vegna þess sam- starfs. Miklu skiptir að ganga til þess samstarfs af heilindum. Hluti þeirra verkefna og þar með tækifæra sem sveitarfélögin á svæðinu sinna væru ekki framkvæmd hér án samstarfs. Störf í sveitarstjórnum eru fjölþætt, krefjandi og vandasöm en um leið gefandi. Miklu skiptir því þó tekist sé málefnalega á um viðfangsefnin að leitast við að hafa og efla góðan anda manna á milli. a Sveitarfélögin á Austurlandi Vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 31. maí næstkom- andi ákvað ritstjóri að hafa samband við forystumenn sveitarfélaganna á Austurlandi og spyrja þá aðeins út í það hvernig gengið hefði á því kjör- tímabili sem nú væri að ljúka og hvaða væntingar þeir hefðu til komandi kjörtímabils. Í þessu blaði birtast svör frá Seyðisfjarðarkaupstað. Í næsta tölublaði Austurlands munu vonandi birtast svör frá þeim sveitarfélögum sem eftir eru því margt áhugavert og fróðlegt hefur komið fram í svörunum sem hafa birst hingað til. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir forystu- mennina: » Hvað finnst þér hafa gengið vel á því kjörtímabili sem er að verða búið? » Viltu nefna eitthvað sem ráðist var í? » Er eitthvað sem þér finnst að hefði mátt ganga betur? » Hvar liggja helstu sóknarfæri samfélagsins? » Er eitthvað sem þú telur að standi samfélaginu fyrir þrifum t.d. fólksfjöldi, samgöngur, atvinnutækifæri, ójöfn kynjaskipting eða eitthvað annað? » Hvaða væntingar/ ráðleggingar hefurðu til sveitarstjórna/bæjarstjórna komandi kjörtímabils? Ég vek athygli á mikilvægi samstarfs sveitarfélaga á svæðinu sem skiptir svæð- ið, sveitarfélögin á því og íbúa þeirra miklu. Nýr kosninga­ vefur á RÚV Á nýjum kosningavef RÚV: http:// www.ruv.is/kosningar er að finna ítarlegar upplýsingar um öll 74 sveitarfélög landsins. Hægt er að velja sveitarfélag af korti og fá nánari upplýsingar um það. Upplýsingar, sem sóttar eru í ýmis opinber gagnasöfn, eru sett fram með myndrænum hætti og bornar saman við landsmeðal- tal – þetta á til að mynda við um kynjaskiptingu í sveitarfélögum, meðaltekjuskatt (sem segir til um meðaltekjur í sveitarfélaginu) og aldursdreifingu. Auk þess má sjá þróun íbúafjölda síðasta ára- tuginn. Þetta verður lifandi vefur og upplýsingum verður bætt þang- að inn fram að kosningum, með- al annars fréttaskýringum um öll sveitarfélög landsins, þar sem búa fleiri en 500 íbúar. Þá verða settar inn upplýsingar um alla framboðslista en framboðsfrestur rennur út 10. maí næstkomandi . Oddvitum allra framboða verður boðið að senda inn stutta mynd- bandsupptöku með ávarpi. Sem gerð verður aðgengileg á kosn- ingavefnum. Það er von þeirra, sem að vefnum standa, að íbúar allra sveitarfélaga landsins finni þar áhugaverðar og gagnlegar upplýs- ingar í aðdraganda kosninganna 31.maí. a SKAFTFELL ER ÞEKKT um allt land og út fyrir landsteinana FRÁ LJÓÐASTUNDINNI Í apríl. TÓNLISTARSKÓLINN ER UNDIRSTAÐA blómlegs tónlistarlífs STAFDALUR ER VINSÆLT skíðasvæði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.