Austurland - 30.04.2014, Síða 6
6 30. apríl 2014
Ekki missa af ...
Útskurðarsýningunni Tré-
skurður – Handverk
og list í Gunnarshúsi á
Skriðuklaustri. Á sýningunni
eru fjölbreytt skurðarverk
eftir tólf félagsmenn í Félagi
áhugamanna um tréskurð, sex karlmenn og sex
konur. Sýningin verður til 4. maí.
Ljósmyndasýningunni Úlfaspor sem feðgarnir Úlfur
Björnsson og Björn Ingv-
arsson standa saman að.
Myndirnar tóku þeir feðgar
á austurströnd Grænlands í
júlí 2012. Sýningin er í Slát-
urhúsinu og er til 8. maí.
Leiksýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs Gull í tönn
eftir Ásgeir Hvítaskáld sem
jafnframt er leikstjóri. Um er
að ræða gamandrama um
afdalabónda sem ákveður
að leggjast fyrir og deyja og
flykkist þá ólíklegasta fólk á
staðinn til að ná í hluta af gullinu. Sýnt er í Vala-
skálf og lokasýning verður föstudaginn 9. maí.
Ljóðastund í Bókakaffi laugardaginn 10. maí kl.
15.00. Um er að ræða síðustu ljóðastund Félags
ljóðaunnenda á Austurlandi á þessum vetri og
vegna hátíðarinnar Listar án landamæra eru
menn hvattir til að dusta rykið af austfirskum
þjóðsögum við ritsmíðar sínar.
Leiksýningu Leikfélags Norðfjarðar Skvaldri eft-
ir Michael Frayn. Verkið er sýnt í Egilsbúð,
Neskaupstað og leikstjóri er Bryndís Ósk Þ.
Ingvarsdóttir. Verkið Skvaldur er gríðarlega fjör-
ugur gamanleikur sem fjallar um uppsetningu á
leikriti sem heitir Allslaus. Síðasta sýning verður
12. maí.
Viðburðum og sýningum tengdum List án landamæra
– listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mann-
lífsins en hún stendur frá 10. – 25. maí víða um
Austurland, m.a. á Fljótsdalshéraði, í Fjarða-
byggð, á Borgarfirði, Seyðisfirði og víðar. Sjá
nánar á www.listin.is.
Öllu því sem ekki er upp talið hér en það er örugglega
margt.
Rímur og rokk til Vesterålen í Noregi
Dagana 14. – 20. apríl sl. fóru níu
íslensk ungmenni á aldrinu 15-17
ára af norðausturhorni landsins til
Vesterålen í Norður-Noregi þar sem
þau kynntu íslenskar rímur. Ferðin
var lokahnykkur þriggja ára verk-
efnis undir yfirskriftinni „Rímur og
rokk“.
Undanfarin tvö ár hafa ungmenni
af norðausturhorni landsins unnið
með rímur og þjóðlög. Síðastliðið
sumar bættust í hópinn ungmenni
frá Vesterålen í Norður-Noregi og
saman unnu þau undir stjórn Stein-
dórs Andersens kvæðamanns, Hilm-
ars Arnar Hilmarssonar tónskálds,
Baldvins Eyjólfssonar tónlista-
kennara og Sigrid Randers-Pehrson
þjóðlagasöngkonu.
Að sögn Hrundar Snorradóttur
var ferðin í alla staði vel heppnuð
og tóku Norðmenn tóku vel á móti
þeim. Unnið var í vinnusmiðju frá
þriðjudegi til föstudags við að æfa
klukkutíma dagskrá sem sýnd var á
sviði í Kino í Sortland á föstudaginn
langa. Á dagskránni voru nokkur
rímnalög, íslensk og norsk þjóðlög,
dægurlög og samískt jóðl. Sum lögin
voru flutt bæði á norsku og íslensku,
sumt var alfarið á íslensku og annað
alfarið á norsku. Í einu tilfelli var
norska þjóðlaginu Svein Svane flétt-
að saman við íslenska þjóðlagið Vís-
ur Vatnsenda-Rósu og var það alveg
einstaklega skemmtileg og falleg út-
setning. Sýningin heppnaðist vel og
er tilefni til að vera stolt af fulltrúum
Vopnfirðinga í verkefninu, bæði fyrir
árangurinn en ekki síður fyrir góða
og kurteisa framkomu í ferðinni allri.
Ferðin var þó ekki eintóm vinna,
heldur gafst tækifæri til að heim-
sækja samískt hreindýrabú, keyra
um Vesterålen og skoða náttúruna
og bæina í kring, fara í gallerí, á
jazztónleika, í keilu og félagsmið-
stöð og síðast en ekki síst að versla
í H&M sem er sívinsæl iðja meðal
Íslendinga.
Rímur og rokk er samstarfsver-
kefni milli menningar- og fræðaset-
ursins Kaupvangs á Vopnafirði og
Menningarráðs Vesterålen Regienråd
í Noregi. Markmið verkefnisins er að
viðhalda menningararfleifðinni sem
felst í rímum og þjóðlögum ásamt því
að þróa áfram þessi fornu kvæða-
form með margvíslegri tónlist við
ýmis kvæðalög Íslendinga og Norð-
manna og flétta þessar tvær menn-
ingararfleifðir saman.
Hugmyndasmiður verkefnisins
er Sigríður Dóra Sverrisdóttir og
hefur hún notið aðstoðar Hrund-
ar Snorradóttur hjá Austurbrú við
verkefnastjórnun. Verkefnið hefur
sem fyrr segir verið unnið í samstarfi
við Menningarráð Austurlands og
Menningarráð Vesterålen og not-
ið bæði fjárhagslegs stuðnings og
hvatningar. Fjölmargir aðilar hafa
lagt sitt að mörkum til að gera hópn-
um kleift að halda til Noregs til að
ljúka þessu þriggja ára verkefni. Þau
eru HB Grandi, Bílar og vélar ehf.,
Samfélagssjóður Alcoa-Fjarðaráls,
Vopnafjarðarhreppur og Ísfélagið.
Menningarráð Austurlands hefur
í tíu ár verið í samstarfi við Menn-
ingarráðið í Vesterålen í Noregi. Fyrir
tilstuðlan samstarfsins hefur fjöldi
listamanna dvalið í listamannaí-
búðum í báðum löndum auk fjölda
samstarfsverkefna á sviði tónlistar,
myndlistar, karnivals, dans og leik-
listar.
Unnið upp úr fréttatilkynningu
frá Austurbrú og vefnum www.
vopnafjardarhreppur.is
ÚTBOÐ
Göngustígur og stofnlagnir í Fellabæ
Hitaveita Egilsstaða og Fella óskar eftir tilboðum í verkið GÖNGUSTÍGUR OG STOFNLAGNIR Í
FELLABÆ. Verkið felst í lagningu á 580 m löngum göngustíg samhliða endurnýjun á 750 m af
stofnlögnum hitaveitu og vatnsveitu meðfram hringvegi frá Smiðjuseli að Lagarbraut í Fellabæ
ásamt 250 m af öðrum lögnum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Einhleypingi 1,
700 Egilsstöðum, frá og með miðvikudegi 9. apríl 2014, eða samkvæmt samkomulagi.
Nánari upplýsingar á heimasíðu HEF, www.hef.is.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. maí 2014 kl. 14:00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska (ath. breytt dagsetning).
Atvinna
Málmiðnaðarmaður
Hitaveita Egilsstaða og Fella óskar eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi
til starfa, góð þekking á logsuðu og rafsuðu góður kostur.
Helstu verkefni
• Málmsmíði og lagnavinna
• Endurnýjun lagna í hitaveitubrunnum
• Tenging húsa við veitukerfin og uppsetning tengigrinda
• Vinna tengd dælustöðvum, fráveitu og vatnsveitu
• Þjónusta við viðskiptavini
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri
í síma 470 0787 eða gudmundur@hef.is.
Umsóknarfrestur er til 6. maí 2014.