Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 17
17 S A L A F I S K A F U R Ð A um borð og skila honum full- unnum. Fyrirtækið á einnig öflugan flota fjögurra skipa til veiða á uppsjávarfiski; síld, loðnu, makríl og kolmunna sem landa aflanum að mestu í vinnslur fyrirtækisins á Vopnafirði en einnig á Akra- nesi. Lögð er sérstök áhersla á afurðir til manneldis en framleiðsla fiskmjöls og lýsis er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Markaðir taka stöðugum breytingum Svavar Svavarsson, markaðs- stjóri, segir þá verðaðlögun sem orðið hefur á fiski í helstu viðskiptalöndum Ís- lendinga mikilvæga til að við- halda neyslu og spurn eftir fiski. Erfiðar markaðsaðstæð- ur á Spáni, Portúgal og Grikklandi hafa ekki haft telj- andi áhrif á HB Granda þar sem félagið er ekkert í salt- fiski og aðeins um 3 - 4% af framleiðslu fyrirtækisins sé í dag að fara inn á markaði í þessum löndum. - Er einhver munur á sölu- möguleikum sjófrysts fisks og fisks sem unninn er í landi í ykkar frystihúsum eða verk- smiðjum? „Nei, það er ekki svo. Við erum að selja allan okkar fisk hvort sem hann er unninn til sjós eða lands. Við seldum til 40 landa á síðasta ári en 10 af þeim löndum kaupa fyrir um 80% af söluverðmætinu en hin 30 eru með restina, 20%. Flest þessara landa eru utan Evrópusambandsins en Rúss- land var á síðasta ári lang- stærsta markaðsland okkar og það stefnir allt í að svo verði einnig á þessu ári. Þangað seljum við ekki aðeins síld, makríl, loðnu og loðnuhrogn heldur einnig bolfiskafurðir eins og karfi og gulllax. Auðvitað taka markaðirnir breytingum, verð lækka, m.a. vegna kreppu í Evrópu, og þá fylgjum við því bara eftir. Á hverjum virkum degi erum við að selja frá okkur afurðir fyrir um 1 milljón dollara svo það er gríðarlega mikilvægt að salan gangi hikstalaust og það sé stöðugt vöruflæði. Í ár hefur orðið veruleg aukning á framleiðslu loðnuhrogna. Það voru framleidd um 16.000 tonn hér á Íslandi og í Noregi, sem er verulega meira magn en markaðurinn er vanur að nota svo það hef- ur orðið lækkun frá þeim himinháu verðum sem voru áður að fást fyrir þessa vöru. En það er ekki vit í neinu öðru en að nýta það tækifæri sem gefst til að framleiða há- gæða hrogn. Við verðum svo að fylgja óhjákvæmilegri nið- ursveiflu í verðum þó við sé- um að framleiða loðnuhrogn í hæsta gæðaflokki. Verð á öðrum vörum okkar hefur í flestum tilfellum hækkað í er- lendri mynt undanfarin ár en verð einstakra vara hefur gef- ið eftir uppá síðkastið.“ Aukinn þorskkvóti skapar virðisaukningu - Hefur þessi verðþróun leitt til þess að þið hafið verið að leita nýrra markaða? „Það er stöðugt verið að því. Við erum í dag að selja til 40 landa og með tilkomu makrílsins höfum við bætt við viðskiptasamböndum í nýjum löndum. Tíu af okkar við- skiptalöndum eru langstærst með um 80% hlutdeild af söluverðmæti. Það er um 200 þúsund tonna aukning i þorskkvótan- um í Atlantshafi strax á næsta ári, en 20% aukning getur leitt af sér verðlækkun en þó er ólíklegt að hún verði veru- leg.“ Svavar segir að stærð fyrir- tækisins hjálpi í markaðsmál- um, að vera með mikið magn á bak við sig og fjölbreytt úr- val vörutegunda styður heild- ina og geta ávallt afgreitt það sem beðið er um á hverjum tíma. Það styðji líka við í sölumálunum að vera bæði í bolfiski og uppsjávarfiski því vara selur gjarnan aðra vöru. Um 40% af tekjum félagsins koma frá uppsjávarfiski og um 60% botnfiski. Svavar telur að viðskipta- vinir íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja erlendis séu al- mennt mjög hæfir í alþjóða viðskiptum. Þátttaka HB Granda í sjávarútvegssýning- um erlendis, eins og á sýn- ingunni í Brussel, er liður í því að halda góðu sambandi við viðskiptavinina, afla nýrra, og einnig að kanna nýja markaði. „Það eru engar blikur á lofti um sölutregðu eða um- talsvert verðfall á einstaka vörutegundum, en markaðs- deildin sýnir auðvitað fyllstu árvekni enda mikil verðmæti sem verið er að selja á hverj- um einasta degi.“ Vottun afar mikilvæg Vottun á sjálfbærni íslensks fisks er gríðarlega mikilvæg undir merkjum Iceland Res- ponsible fisheries. Nú eru komnar á borð atvinnumála- ráðherra tillögur að aflareglu fyrir karfa, ufsa og ýsu sem bíða þess að stjórnvöld stað- festi þessar aflareglur form- lega. Aflaregla felur í sér stað- fasta stefnu stjórnvalda á nýt- ingu þessara fisktegunda til langs tíma. Í framhaldi munu þær fisktegundir fá alþjóðlega vottun um sjálfbærni svipað því sem hefur verið í þorski undanfarin ár með mjög góð- um árangri. Vottun á sjálfbærni er afar mikilvæg. Ef fiskistofnarnir fá að vaxa og dafna verður ódýrara að sækja fiskinn og auðveldara að selja hann því kaupendur eru stöðugt með- vitaðri og gera þær kröfur að við getum sýnt fram á að fiskurinn sem þeir kaupa sé ekki ofveiddur. Þetta er annar mikilvægur útgangspunktur og eykur stöðugleikann,“ seg- ir Svavar Svavarsson. HB Grandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.