Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Síða 23

Ægir - 01.08.2012, Síða 23
23 „PD-5 Boost bætiefnið dregur úr rekstrarkostnaði, sótið hreinsast úr vélunum, þær verða þýðgengari og þannig er lagður grunnur að því að draga úr eldsneytiseyðslu. Þegar um skip er að ræða spila margir þættir inn í elds- neytiseyðsluna en við sjáum mýmörg dæmi um t.d. vinnu- vélar í landi þar sem umtals- verður eldsneytissparnaður hefur orðið með notkun PD-5. Ég hef í mínu fyrra starfi, sem útgerðarstjóri, oft fengið kynningu á bætiefnum fyrir eldsneyti sem ekki hafa vakið áhuga minn fyrr en nú með þessu efni. Tölurnar um aukna nýtingu eldsneytisins, aukna orku vélanna, sót- hreinsun, minni mengun og fleiri þætti vöktu áhuga minn á PD-5 efninu,“ segir Harald- ur E. Jónsson, sölufulltrúi hjá Kemi ehf. Efnið er þar að auki algerlega án allra kemískra efna og því umhverfisvænt. Hann hefur í starfi sínu fyrir Kemi farið um landið síðustu mánuði og kynnt notkun PD-5 Boost sem fyrirtækið hóf sölu á þann 3. maí á þessu ári. Einfalt og árangursríkt „Efninu er blandað í geymslu- tanka eldsneytisins í hlutföll- unum 1:2.000 og það byrjar strax að vinna á bakteríum og gróðurmyndun. Eldsneytið verður hreinna og þegar í brunahólfið kemur verður betri bruni og sót hreinsast út. Spengikraftur eykst og það er þessi aukni sprengi- kraftur sem gefur meiri hita til að hreinsa sót úr sprengi- rými vélanna og afgas- leiðslum. Sú reynsla sem við höfum fengið í skipavélum, bátavélum, vinnuvélum og yfir 3.500 bifreiðum hér á landi á þessu ári staðfestir þetta. Eldsneytissparnaður er umtalsverður en mismikill eft- ir aðstæðum,“ segir Haraldur. Kemi kynnti notkun PD-5 hér á landi fyrr á árinu og náði strax eyrum útgerðarfyrir- tækja, verktaka og almenn- ings. Ekki er að undra miðað við að eldsneytiskostnaður er oft á tíðum einn stærsti út- gjaldaliður útgerða og verk- taka. Haraldur segir að elds- neytissparnaður hafi sýnt sig í flestum tilfellum á bilinu 10- 20% og munar um minna. Hann segir notkun efnisins mjög einfalda. Vinnur með öllum gerðum jarðefnaeldsneytis „PD-5 er ætlað til nota með bensíni, dísel eða bio-dísel og einfalt er að blanda því í réttum hlutföllum í eldsneyt- isgeyma. Notkun PD-5 út- heimtir því ekki neinn frekari búnað en sér til hagræðis hafa stærri skipin komið sér upp kútum með efninu til íblöndunar. Nota má efnið jafnt á heimilsbílinn sem stærstu skipavélar. „Við erum í öllum tilfellum að tala um sparnað í rekstri en augljós- lega er ávinningurinn mestur hjá þeim sem nota mikið eldsneyti. Einnig vegur mjög þungt að lengja endingartíma vélanna og draga úr viðhalds- kostnaði. Að okkar mati sýnir reynslan því ótvírætt að notk- un PD-5 skilar góðum ávinn- ingi,“ segir Haraldur. Haraldur E. Jónsson, sölufulltrúi hjá Kemi ehf. með brúsa af PD-5 Boost. „Við erum í öllum tilfellum að tala um sparnað í rekstri en augljóslega er ávinningurinn mestur hjá þeim sem nota mikið eldsneyti.“ Mynd: LalliSig PD-5 Boost bætiefnið frá Kemi ehf. skilar lækkun rekstrarkostnaðar: Þýðgengari skipavélar og sparnaður í eldsneyti T Æ K N I

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.