Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 21
„Dýrin“, sem talað er um í Opinberunar- bókinni, tákna, á sama hátt og í Daníelsbók, ákveðið mannféJagsskipuIag, sem stendur ákveðinn tíma. Vér vitum mæta vel, að ekk- ert beimsskipulag líður undir lok í einni svipan þótt höfuðríki heimsveldisins, sem bar það uppi, sé kollvarpað í styrjöld, heldur haldast skipulagshættirnir alllengi og hið nýja ríki tekur þá upp að einhverju leyti. Þess vegna er það, að þegar t. d. „dýrið“, sem steig „upp af hafinu" (Opb. 13. 1.) er sagt vera „líkt pardusdýri og fætur þess sem b/arnarfætur og munnur þess eins og ljóns- muimur" hefir þetta dýr (skipulag, heims- veldi) í ríkum mæli til að bera eðlishætti allra þessara „dýra“ eða heimsvelda, sem á undan því voru og táknuð voru hvert fvrir sig með pardusdýri, ljóni og birni. Verður þetta nú ekki lengur rakið hér þar sem það er ekki aðalefni þessa greinarkorns, heldur að- eins nefnt til þess að vekja athvgli lesandans á hinu greinilega táknmáli Opinbcrunarbók- arinnar og annarra spádómsrita. II. Áður en vikið er að aðalefni ritgerðar þess- arar, er rétt að gera sér grein f\’rir öðru mjög mikilvægu atriði, sem miklu skiptir líka, þeg- ar um spádómsmþýðingar er að tefla. Það er tímalengd eða aldur hinna einstöku spádóms- mvnda, sem upp er brugðið. í einni setningu er þráfaldlega sagt frá atburðum, sem taka aldir — jafnvel árþúsundir. — Lítum á eitt dæmi. Upphaf 12. kap. er þannig: „Og tákn mikið birtist á himni: kona klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar, og á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum. Og hún var þunguð og hún æpti í jóðsótt og kvaldist með fæðingarhríðum." Þessi táknmynd á greinilega við ísraels- þjóðina. Þetta er hennar saga frá byrjun og til fæðingar Krists. ísraelsþjóðin er nærri ávalt táknuð sem kona. I spádómunum er talað um hana sem „gifta konu“, „ekkju“, „fráskilda konu“ og jafnvel „hórkonu“. Idún er „klædd sólunni“ þ. e. nýtur sérstakrar náðar Guðs, — en sólin táknar ávalt Guð, — þar sem hún er útvalin þjóð hans, fyrst og fremst vegna fæðingar Krists. Tunglið — máninn — táknar Gyðingdóm- inn, sem hún „stendur á“ — þ. e. hann er grundvöllur tilveru hennar sem Guðs þjóð- ar. — Og kórónan á höfði hennar er gerð úr „tólf stjörnum“ — þ. e. hinum tólf ætt- kvíslum Israels. Og þessi „kona“ — þ. e. ísrelsþjóðin er „þunguð.“ Hún veit að Kon- ungur konunganna á að verða hennar sonur. En þessu mikla hlutverki fylgja margskonar erfiðleikar, sem táknaðir eru sem „jóðsótt“ og „fæðingarhríðir“. Er nú liægt að bregða upp öllu gleggri táknmynd en hér er gert. Og nokkrum versum síðar, er þessi mynd fullkomnuð. Konan „fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járn- sprota, — og barn hennar var hrifið til Guðs og til hásætis hans.“ Með þessum orðum eru raunar tekin af öll tvímæli, því hér getur ekki verið átt við neinn annan en Jesú Krist. Auk þess, sem vér sjáum hér svo ljóst dregna táknmynd sem verða má, sjáum vér að hún nær yfir eigi skemmra en 1500 ára tímabil. Af þessu getum vér lært að draga þá ályktun, að spádómar Opin- berunarbókarinnar gerast yfirleitt á m/ög Jönguin tíma, og þess vegna er þess ekki að vænta, að ein kynslóð geti séð þá gerast, nema aðeins að litlu leyti, og af þessari ástæðu verða þeir miklu torráðnari en ann- ars mundi vera. Við spádómsþýðingar er því nauðsynlegt að minnast þess ávallt, að hjá Guði er „einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur — ei meir,“ og að í spá- dómunum er ekki mælt á mælikvarða manna, heldur mælikvarða Guðs. DAGRENN I NG 15

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.