Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 50

Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 50
upp í milljón, og þó má vera að framtíðin krefjist ennþá stærri fórna. Við liliðina á Mountbatten stendur Sir Stafford Cripps sem annar höfundur þessarar raunasögu. Embættislaus minnti hann okk- ur á það ár eftir ár, að hann hefði svarið að leggja rikið í rúst. Þegar hann var kominn í embætti, beitti hann sér hlífðarlaust fyrir því, að koma þessu í framkvæmd. Og að lokum er það Nehru, sem töfraði Mountbatten eins og skellinaðra. I víðri veröld eigum við fáa skæðari óvini. Sósíalistastjórnin, sem hafði brennandi áhuga á skiptingu Indlands — og einkum þrír efstu leiðtogarnir, Attlee, Bevin og Morrison — verður vitanlega einnig að telj- ast þunglega sek um það er gert var. Og íhaklsmennirnir í núverandi ríkisstjórn verða sömuleiðis að bera sinn hlut sakarinnar. Því hvemig svo sem Pakistan hefir \’arað við slíku, hefir því ríki ekki getað skilist annað en að við styddum Indland gegn því. Við neyddum það jafnvel til þess að leita til Japans um kaup á þeim vélum, er því voru nauðsynlegar til þess að koma á endurbót- um í landinu. Er það að undra að það segist nú vera búið að fá nóg af okkur? Og nú gengur sá orðrómur að Mountbatt- en lávarður kunni að verða sæmdur hertoga- tign við krýninguna! Dýrðin, dýrðin, lialle- ljúja!“ NORÐURLANDARÁÐIÐ. Hinn 13. febrúar kom Norðurlandaráðið saman til fvrsta fundar í Kristjánsborgar- höll í Kaupmannahöfn. Nokkuð var vikið að samkomu þessari í desemberhefti Dagrenn- ingar 1952 og þykir ekki ástæða til að endur- taka neitt af því sem þar var sagt. Atburður þessi er vissulega hinn athyglis- verðasti því Norðurlöndin hafa þegar sýnt, að þau hafa nrikla forustu- og skipulagshæfi- leika þegar um er að ræða þjóðasamstarf. Finnar eru enn ekki þátttakendur en gert er ráð fvrir að þeir bætist við síðar. Norðurlandaráðið er ávöxtur af þeirri norrænu samvinnu, sem þróast hefir sér- staklega eftir síðari ófriðinn. Sökum sér- stöðu Svíþjóðar hefir borið nokkurn skugga á hið norræna samstarf síðustu árin, því Noregur, Danmörk og ísland hafa tekið virkan þátt í samtökum Atlantshafsríkjanna, en Svíþjóð ekki, svo sem kunnugt er, og aðstaða Finnlands hefir verið sú, að þeim er það ókleift að mestu. Frá fundi ráðsins verður nánar sagt í næsta blaði. „LEITUM AFTUR GUÐS.“ í símskeyti frá New York hinn 17. janúar s. 1. var frá því skírt að 1. febrúar vrði efnt til sjónvarpsdagskrár i Bandaríkjunum, sem nefnd væri „Leitum aftur Guðs,“ og þess var sérstaklega getið, að rneðal þátttakenda í útvarpsdagskrá þessari mundu verða þeir Eisenhower forseti og Nixon varaforseti. Síðan hefir ekkert um þetta fréttst enda þykir slíkt ekki fréttnæmt í stórblöðum ver- aldar vorrar. En mjög er þetta þó athyglis- vert og sýnir vel þá stefnubreytingu, sem fylgir hinni nýju stjóm Bandaríkjanna. \7æri ckki ástæða Nrir fleiri þjóðir að feta í þessu efni í fótspor Bandaríkjamanna og sameinast urn það, þó ekki væri nema einn einasta dag, að leita aftur Guðs? 44 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.