Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.02.1953, Blaðsíða 27
V. Hér hefir þá verið leitast við að skýra þýðingarmestu atriðin í líkingamáli spádóms þessa, er þá komið að því að taka hann sarnan í lieild og athuga hvort unnt sé að heimfæra hann til ákveðinna jarðneskra aðstæðna. Þetta er nokkrum erfiðleikum bundið vegna þess að tíminn, sem spádóm- urinn á við, er ekki kominn enn þá, að öllu levti, og þess vegna verður að geta sér til um sum mikilvæg atriði. Spádómurinn á greinilega við lítinn flokk manna, sem býr einangraður frá öðrum mönnum eða þjóðum. Ýmsir hafa ætlað að hér væri um einhvem scrtrúarflokk að ræða s. s. Jehovavitni, og aðrir að átt væri við kristna menn af Júdaættkvísl, Gyðinga. En ahir slíkir sértrúarflokkar eru ekki „leystir út úr hóp manna“ á jörðunni held- ur hfa þeir og starfa mitt í mannhafinu og helst meðal hinna stærstu þjóða. Hinar „144 þúsundir" eru greinilega lítil, einangruð smáþjóð, sem í hátturn sínum og menningu er gjörólík flestum öðrum þjóðum. Þegar þessi þjóð hefir náð því að verða 144 þúsund- ir að tölu, mun hún taka við mikilvægu hlutverki, sem hafa mun heimssöguleg^ þýðingu síðar meir. Hún mun verða fyrst allra þjóða til að átta sig á því, að hún er, í einhverjum sérstökum skiíningi, þjónustulið Jesú Krists. Hún mun skilja þá atburði, senr eru að gerast og munu gerast, öðrum skilningi en aðrar þjóðir, til þess benda ótvírætt orð spádómsins um að „enginn gat numið söng- inn, nema þær 144 þúsundir." Þessi smá- þjóð, sem mun kenna sig sérstaklega við Krists nafn, og taka hann með einhverj- um hætti fvrst allra þjóða til konungs yfir sig, mun í háttum sínum, siðum og menn- ingu reyna sem þjóð að forðast margt það, sem aðrar þjóðir („heim- urinn“) gerir. Hún mun leitast við í opinberu lífi sínu að halda boðorð Guðs — lögmál Móse — betur en aðrar þjóðir, og hún mun þannig ekki „saurgast“ af því sama og þær. Þegar lengra líður munu aðrar Jrjóðir fara að veita þessari smáþjóð meiri athygli, því velgengni hennar og menning mun skera sig úr og hin sérstaka vernd, sem hún nýtur vegna handleiðslu Jesú Krists, mun verða öllum svo augl/ós, að ekki verður um það deilt, að hún gegnir ákvcðnu forustuhluh’erki — er ákveðin þjón- ustu þjóð Jesú Krists, sem undirbýr með einhverjum hætti endurkonm lians. Og boðskapur þessarar litlu þjóðar til annara þjóða mun verða þessi: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans, og tilbiðjið þann, sem gjört hefir himinninn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna“ (Opb. 14. y.). VI. En hér er enn ýmislegt að athuga. Hve- nær á þetta að gerast? Spádómurinn segir ekkert um það. En af næsta spádómi á undan má ráða, að þetta gerist um hkt leyti og síðara „dýrið,“ sem sagt er frá í 13. kapi- tula, steindur á hátindi valds síns. Og af framhaldi spádómsins sjálfs má ráða, að Jrað gerist nokkru áður en „Babylon hin mikla, sem byrlað hefir öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns,“ þ. e. auðvaldsskipulag nútímans, en af því er arftaki katólsku kirkj- unnar — kommúnisminn — síðasta stigið — hrynur til grunna. En sá tími stendur ein- mitt yfir nú. A vorum dögum riðar Babylon hin mikla til falls. „Jarðskjálftinn mikli“ hef- ir þegar klofið heinrinn í „þrjá hluta“ eins og segir í Opb. — austurblökk, vesturblökk og hlutleysisblökk (Indland m. m.) — og „borgir þjóðanna“ (ríkin) hryngja nú hver af annari. Allt bendir til þess, að fylling þessa tíma sé á árunum 1953/1954. Þá ber og að hafa það hugfast, að það eru ekki einhverjir einstaklingar í þessari DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.