Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsumhverfi vinnandi fólks hef- ur breyst mikið á síðustu áratug- um. Örar breytingar hafa gert það að verkum að fræðilegar kenn- ingar um eiginleika starfa hafa setið eftir. Vísindamenn við geðsv- ið Landspítalans hafa á síðustu misserum gert viðamiklar starf- semismælingar í tengslum við breytingar og þróun á starfsemi sviðsins. Samhliða þessum mæl- ingum hefur skapast tækifæri til að vinna að vinnusálfræðilegum rannsóknum. „Störf hafa breyst mikið vegna fordæmalausrar tækniþróunar og nýrrar heimsmyndar í fyrirtækja- rekstri. Þessi þróun hefur meðal annars leitt til þess að kröfur í starfi eru nú orðnar aðrar og meiri en áður sem og að persónubundnir áhrifaþættir hafa meira að segja um starfsánægju og árangur starfa. Breytt vinnuumhverfi kall- ar á að fólk sníði sér stakk eftir eigin vexti og geri störfin að sín- um,“ segir Hjalti Einarsson verk- efnastjóri á geðsviði LSH. Umbótaverkefni breyta störfum Á geðsviði vinnur Hjalti meðal annars að umbótaverkefnum á borð við eflingu persónumiðaðrar þjónustu. Þar er fólki með geð- rænan vanda veitt aukin aðkoma að ákvörðunum um eigin bata. Er og stutt til virkrar þátttöku í sam- félaginu, svo sem í starfi. „Stór umbótaverkefni sem þessi hafa alla jafna, í för með sér tölu- verða breytingu á hlutverki starfs- manna,“ útskýrir Hjalti. Segir rannsóknaráhuga sinn hafa í upp- hafi kviknað með það að marki að setja þátt starfsmanna í breyt- ingum fram með skýrum hætti innan svokallaðra starfseiginleika- líkana. Þar eru tengsl starfsum- hverfis og hegðunarbundinnar út- komu sett fram, skýr og mælanleg. Álag ólíkt vegna orsaka Meðfram öðrum verkefnum á geðsviði vinnur Hjalti nú að loka- verkefni sínu til meistaragráðu í vinnusálfræði. Í tengslum við það hélt hann nýverið erindi á vís- indadegi sálfræðinga. Fjallaði þar um mikilvægi þess að end- urskilgreina hvernig áhrifa- samband starfsumhverfis og starfsmanna eru túlkað og skýrt. Þannig megi betur gera grein fyr- ir persónubundnu mati fólks í starfsumhverfi og áhrifum sem það hefur á starfstengda útkomu. „Kröfur í starfi þurfa ekki endi- lega að hafa neikvæða merkingu,“ útskýrir Hjalti. Segir að svo virð- ist sem mat fólks á kröfum í starfi sé tvíþætt. Það sé þó annað en lengi hafi verið álitið, að hóflegt starfsálag geti undir vissum kring- umstæðum verið gott. Munur sé á áhrifum álags eftir því hver orsök þess er. Sumar kröfur í starfi hafi í för með sér ávinning, aðrar ekki. Þekking falli að breyttum aðstæðum „Nýjar rannsóknir sýna að starfsálag sem hingað til hefur verið mælt sem eitt og sama fyr- irbærið kunni að koma til af tveimur ótengdum ástæðum. Það getur leitt til andstæðrar útkomu í þáttum á borð við starfsáhuga, helgun, frammistöðu, starfs- mannaveltu og fleira. Í hagnýtu tilliti gæti þetta breytt því hvernig eiginleikar í starfi eru meðhöndl- aðir svo sem þegar á að efla starfsáhuga eða virka þátttöku í breytingum,“ segir Hjalti og held- ur áfram: „Krafa um nýsköpun og þróun þekkingar gerir stöðugt tilkall til þess að fólk auki hæfni sína og getu. Eldri hugmyndir um tengsl ólíkra þátta eru því ekki fullnægj- andi lengur. Þörf er á nýrri þekk- ingu sem fellur betur að breyttum aðstæðum,“ segir Hjalti Ein- arsson. Nefnir ennfremur að lausnir þessar þurfi að vera sér- tækari en nú er: taka aukið tillit til sálfélagslegra áhrifa og að fólk sé ólíkt eins og það er margt – það er persónubundins mats á þáttum í starfsumhverfi. Slíkt hafi skýran tilgang þegar leitast sé við að efla áhuga og bæta vinnuheilsu starfs- fólks – með jákvæðum áhrifum á framlag og fleira. Nýsköpun og þróun gera til- kall til aukinnar starfshæfni  Rannsakar áhrif álags í starfi hjá geðsviði Landspítalans  Fólk sníði sér stakk eftir eigin vexti og geri störf að sínum  Vinnuheilsa auki framlag  Þekkingin falli að breyttum aðstæðum Morgunblaðið/Þórður Rannsóknir „Krafa um nýsköpun og þróun þekkingar gerir stöðugt tilkall til þess að fólk auki hæfni sína og getu,“ segir Hjalti Einarsson. Morgunblaðið/Ómar Ruslakarlar Líkamleg vinna getur tekið á, þó sumir vilji meina að andlegt álag sé mun þyngri þraut. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglufjörður Börnin læra í gegnum leik. Mikilvægt er í lífinu öllu að íhuga hvern leik og valda bæði menn og reiti á skákborði eigin tilveru. Starfsumhverfi er heldur ekki lengur bundið við einn fastan stað. Tækniþróun á borð við tölvuvæðingu hafi stækkað starfsstöðvar fólks, umbreytt þeim og fært til. Þá hafi fram- leiðni fólks jafnvel dregist sam- an þótt ekki sé vitað hvers vegna og enginn upplifi sig leggja minna til. Vísindamenn þurfa því, að sögn Hjalta Ein- arssonar, að finna skýringar á minnkandi framleiðni og leiðir til úrbóta. Allt þetta tengist því hve mikið vinnumarkaðurinn er að breytast, meðal annars vegna nýrrar tækni auk þess sem viðhorfin eru að breytast. Fólk vill hafa nóg að starfa, en að álag sé hóflegt og að svig- rúm til annara þátta - svo sem fjölskyldulífs - sé nægt. „Breyttar forsendur kalla nú sem aldrei fyrr á end- urskipulagningu fyrirtækja þar sem stöðugt er lagt meira upp úr þáttum á borð við starfs- anda, fyrirtækjamenningu og nýsköpunarhugsun. Það kallar á aukinn skilning á vægi per- sónubundinna og sálfélags- legra áhrifaþátta. Að þetta sé gert með fræðilegum aðferðum er brýnt viðfangsefni. Í vinnu- sálfræði er fólk nú í auknum mæli að bregðast við þessu og sjá má fram á athygliverðar breytingar,“ segir Hjalti að síð- ustu. Framleiðni minnkar án skýringa STARFSSTÖÐVAR HAFA UM- BREYST MEÐ TÆKNIÞRÓUN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.