Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2015 3 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is viltu sigla inn í framtíðina með eimskip? verkefnastjóri í upplýsingatæknideild Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að stýra verkefnum sem lúta m.a. að þróun SharePoint umhverfi félagsins. Starfs- og ábyrgðarsvið: Verkefnastjóri sér um stjórnun verkefna í samræmi við gildi félagsins. Verkefnastjóri kemur að verkefnavinnu, þarfagreiningu, mati og vali á tilboðum og samskiptum við birgja, samstarfsfólk og aðra hagsmunaaðila eftir því sem við á. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum. • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun í tæknilegu umhverfi. • Þekking á alþjóðlegu flutningaumhverfi er kostur. • Skilningur á hagnýtingu tækniumhverfis í viðskiptalegum tilgangi. • Greiningar- og ályktunarhæfni. • Samskiptafærni og þjónustulund. • Þekking á viðskiptaferlum. Umsóknir um starf verkefnastjóra óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 21. janúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Geir Hafsteinsson, netfang: leifurgeir@hagvangur.is bílstjóri í fiskdreifingu Eimskip leitar að öflugum og ábyrgum bílstjóra í fiskdreifingu Klettakælis hjá Eimskip Flytjanda í Reykjavík. Um er að ræða framtíðarstarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 02:00 – 10:00 alla virka daga. Starfs- og ábyrgðarsvið: Um er að ræða bílstjórastarf í fiskdreifingu frá Reykjavík til fiskkaupenda á suðvesturhorninu. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund þar sem starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meirapróf er skilyrði. • Lyftararéttindi eru skilyrði. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð þjónustulund og jákvæðni. • Íslenskukunnátta er skilyrði. • Hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Bjarnason, þjónustustjóri Klettakælis, bso@eimskip eða í síma 525-7756. rafvirki á þjónustuverkstæði eimskips í sundahöfn Eimskip óskar eftir að ráða rafvélavirkja eða rafvirkja til framtíðarstarfa á þjónustuverkstæði Eimskips í Sundahöfn. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Almenn raflagnavinna, viðhald og nýlagnir. • Viðhald tækja, búnaðar o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvélavirkjun eða rafvirkjun. • Reynsla af viðgerðum á lyfturum og frystikerfum er æskileg. • Reynsla af stýribúnaði og raflögnum er æskileg. • Góð þjónustulund og jákvæðni. • Íslenskukunnátta er skilyrði. • Hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Níels Guðmundsson, deildarstjóri þjónustuverkstæðis í síma 525 7412, stn@eimskip.is Umsjónmeð ráðningum bílstjóra og rafvirkja hefur Helga Björnsdóttir í síma 525 7364, hbjo@eimskip.is Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2015. Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki sem veitir alhliða flutningaþjónustu, byggða á áreiðanlegu og skilvirku framleiðslukerfi á Norður-Atlantshafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun, með framúrskarandi þjónustu að markmiði. Eimskip skapar tækifæri fyrir starfsmenn til að vaxa og dafna í starfi í góðu og heilbrigðu starfsumhverfi með grunngildi félagsins að leiðarljósi: ÁRANGUR – SAMSTARF – TRAUST Hjá Eimskip starfa um 1400 starfsmenn í 19 löndum og við leitum nú að öflugum einstaklingum til að slást í hópinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.