Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2015 Tilboð óskast í Suðurgötu 44 í Hafnarfirði. 15713 –Til sölu er fasteignin Suðurgata 44 í Hafnarfirði, gegnt St. Jósefsspítala, ásamt til- heyrandi (1.319,3 m²) eignarlóð. Fasteignin, sem áður hýsti skóla, læknastofur og skrifstofur, skiptist í þrjá hæðir og kjallara. Húsið var byggt 1937 og hefur látið á sjá og þarfnast töluverðra lagfæringa og endurbóta. Samkvæmt opinberum skrám er stærð þess 885,7 m². Óskað er eftir tilboðum í eignina. Við mat á til- boðum verður horft til hagstæðasta boðs fyrir fasteign og lóð en þó áskilja seljendur sér rétt til að meta hagkvæmni tilboðs út frá því hvort bjóðandi geri einnig tilboð í Suðurgötu 41, sem auglýst er til sölu samhliða þessari eign. Athygli er vakin á því að samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar er lóð fasteignarinnar skil- greind sem íbúðar- og þjónustustofnanasvæði. Í fyrirliggjandi deiliskipulagi er að finna heimild til að fjarlægja hluta byggingarinnar og skipta lóðinni í tvennt með möguleika á íbúðarbyggð. Varðandi hugsanlega uppbyggingu á lóðinni er bjóðendum bent á að kynna sér nánar skipulagsmál eignar innar og svæðisins hjá bæjaryfirvöldum. Eigendur fasteignarinnar eru Hafnarfjarðar- kaupstaður og Ríkissjóður Íslands. Húseignin verður til sýnis í samráði við Ríkiskaup, á skrifstofutíma í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðs- eyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 27. janúar 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Útboð 15757 - Skógarplöntur fyrir Héraðs- og Austurlandsskóga Ríkiskaup, fyrir hönd Héraðs- og Austurlands- skóga, óska eftir tilboðum í 450 þúsund skógar- plöntur á ári í þrjú ár; alls 1.350 þúsund skógarplöntur. Skógarplöntur af tegundinni rússalerki skulu hafa fengið frostmeðhöndlun samkvæmt útboðsgögnum og vera afhentar úr frosti. Plönturnar skulu vera til afhendingar fyrst vorið 2016, fryst lerki frá byrjun apríl til loka maí og aðrar plöntur frá byrjun maí til 10. júlí og eins næstu tvö ár þar á eftir. Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnunartími tilboða er 26. febrúar 2015 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. Útboð Hafnasamlag Norðurlands Akureyri – Flotbryggjur í Sandgerðisbót Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu verkþættir eru: Útvegun og uppsetning á þrem steinsteyptum flotbryggjum með landgangi, botnfestum og tilheyrandi búnaði. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. apríl 2015. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) og á skrifstofu Hafnasamlags Norðurlands frá og með þriðjudegi- num 13. janúar 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. janúar 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Tilboð óskast í Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. 15635 –Til sölu eru fyrrum fasteignir St. Jósefsspítala að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði ásamt tilheyrandi (4.467,2 m²) eignarlóð. Fasteignin skiptist í fjórar hæðir í nokkrum samföstum byggingum sem samanstanda af sjúkrastofum, skrifstofurýmum, aðstöðu fyrir mötuneyti, móttöku og fleiru. Einnig er í bygging- unni kapella. Húsið er byggt á árunum 1926, 1973 og 2006. Um er að ræða mjög virðulega og fallega byggingu, staðsetta í hjarta bæjarins á mjög góðum útsýnisstað. Húsið er í nokkuð góðu ástandi miðað við aldur en þarfnast þó einhverra lagfæringa. Áætluð stærð hússins er 2.829 m². Óskað er eftir tilboðum í eignina. Við mat á til- boðum verður horft til hagstæðasta boðs fyrir fasteign og lóð en þó áskilja seljendur sér rétt til að meta hagkvæmni tilboðs út frá því hvort bjóðandi geri einnig tilboð í Suðurgötu 44, sem auglýst er til sölu samhliða þessari eign. Óskað er eftir að tilboðsgjafar taki fram hvaða starfsemi fyrirhugað er að hefja í fasteigninni. Við mat á tilboðum er heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengist heil- brigðisþjónustu. Athygli er vakin á því að samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar er lóð Suðurgötu 41 skilgreind sem lóð undir samfélagsþjónustu. Varðandi hugsanlega starfsemi í húsinu og á lóð er bjóð- endum bent á að kynna sér nánar skipulagsmál eignarinnar og svæðisins hjá bæjaryfirvöldum. Eigendur fasteignarinnar eru Hafnarfjarðar- kaupstaður og Ríkissjóður Íslands. Húseignin verður til sýnis í samráði við Ríkiskaup, á skrifstofutíma í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðs- eyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 27. janúar 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Tilboð óskast í hluta fasteignarinnar Vestmannabraut 22 Vestmannaeyjum 15774 - Vestmannabraut 22, Vestmannaeyjum eignarhluti Íslandspósts hf. Um er að ræða afgreiðsluhúsnæði, vinnusal, skrif- stofuhúsnæði, kaffistofur, geymslur og snyrtingar á 1. og 2. hæð ásamt herbergjum í kjallara og hlut- deild í sameign, stærð samtals 823,9 m², samkv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá, ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1950. Brunabótamat er kr. 156.350.000 og fasteignamat er kr. 48.550.000. Húsnæðið þarfnast gagngerra endurbóta en það verður til afhendingar í lok maí. Húseignin verður til sýnis í samráði við Sigríði Diljá Magnúsdóttur í síma 481 1002 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu- blaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 27. janúar 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.