Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 ÍÞRÓTTIR Ofurskálarleikurinn Tom Brady stýrði New England Patriots til sigurs á Seattle Seahawks og vann sinn fjórða titil. Afdrifarík ákvörðun þjálfara Seattle á örlagastundu. Fyrsti titill Patriots í áratug. 4 Íþróttir mbl.is „Ég er að fara í þetta framboð af fullri alvöru. Þetta er ekkert grín en þeir á KSÍ hringdu í mig og spurðu mig hvort svo væri,“ sagði Jónas Ýmir Jónasson við Morgunblaðið en hann hefur boðið sig fram í kjöri til formanns KSÍ á ársþingi sam- bandsins sem haldið verður þann 14. þessa mán- aðar. Hann býður sig fram gegn sitjandi for- manni, Geir Þorsteinssyni, sem hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Jónas er 38 ára gamall Hafnfirðingur sem hefur starfað talsvert fyrir FH, m.a. lýst knattspyrnuleikjum félagsins í FH Radio og verið ritstjóri vefsíðu stuðnings- manna félagsins, fhingar.net, um árabil. „Fyrir tveimur árum hugsaði ég um að bjóða mig fram þegar engin mótframboð komu en ég lét ekki verða af því. Ég er með fullt af hugmyndum sem ég mun skýra betur frá í vikunni. KSÍ virðist vera afar lokað batterí. Ég vil opna það og gera upplýsingar aðgengilegri varðandi peningamál og annað. Geir hefur unnið fínt starf sem formaður en ég tel rétt að hann stígi til hliðar núna. Það þarf að opna leið fyrir aðrar hugmyndir og það er engum hollt að sitja of lengi í svona embætti. Ég ræddi við lítinn hóp í byrjun. Ég held að flestir hafa ekki trúað því að ég ætlaði í framboð en nú þegar það er orðið að veruleika hef ég fundið fyrir miklum stuðningi. Ég ræddi ekkert við for- ráðamenn FH um þessa ákvörðun mína og ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá þeim,“ sagði Jónas Ýmir. gummih@mbl.is „Þetta er ekkert grín“  Jónas Ýmir Jónasson býður sig fram til formanns KSÍ  Í baráttu við Geir SKÍÐI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er ótrúlega gaman. Ég brosi hringinn alla daga. Þetta var rétt ákvörðun,“ sagði skíðakonan María Guðmundsdóttir við Morgunblaðið í gær. Hún vann til gullverðlauna nýverið á tveimur al- þjóðlegum svigmótum í Idre í Svíþjóð, hálfu ári eftir að við íþróttafréttamenn fengum tilkynningu um að hún væri hætt skíðaiðkun. Tilkynningin kom ekkert svakalega á óvart. María, sem er 21 árs gömul, hafði veturinn áður slitið krossband í hné í annað sinn á ferlinum, nokkrum dögum áður en hún átti að keppa á Vetr- arólympíuleikunum í Sotsjí. Vonbrigðin voru mikil og María sá fram á langt endurhæfingarferli sem ekki væri víst að skilaði fullum bata. Þess vegna hélt hún að ferlinum væri lokið, en svo er aldeilis ekki og með fyrrnefndum sigrum, eftir aðeins einn mánuð af fullum æfingaþunga í brekkunum, hefur María sýnt að hún er sennilega fremsta svigkona landsins. Var ótrúlega leið „Ég var ótrúlega leið eftir að hafa misst af ól- ympíuleikunum og að hafa slasast aftur svona al- varlega. Ég var líka orðin þreytt og leið á því að vera alltaf að þjálfa mig upp aftur og aftur. En þegar ég var búin að þjálfa mig upp kom löngunin í að skíða aftur, því ég sá að ég gæti þetta allt ennþá og að hnéð væri bara fínt. Ég var hrædd um að ég yrði aldrei alveg jafngóð en svo kom meiri og meiri löngun, sérstaklega þegar það fór að kólna úti og svona, og ég ákvað að prófa að skíða. Það gekk bara frekar vel,“ sagði María. „Ég fór aftur á skíðin í nóvember en byrjaði ekki að æfa af fullri alvöru fyrr en í lok desember. Þess vegna kemur árangurinn hingað til mjög mikið á óvart. Þetta er alveg geggjað og sýnir manni að þetta er alveg hægt,“ sagði María en á seinna mótinu sem hún vann átti hún sitt næst- besta mót á ferlinum. Hún virðist því hafa fundið sitt fyrra form á sama ógnarhraða og hún hefur í brekkunum. María hefur eins og áður segir slitið krossband í hægra hnénu tvisvar, en segir ekki meiri hættu en ella á að hún slíti krossband í þriðja sinn. Hugsa sem minnst um þetta „Þegar það er liðið heilt ár frá aðgerðinni á allt að vera gróið. Þegar ég sleit í seinna skiptið þá var það því alveg jafnmikil óheppni og í fyrra skiptið. Það hafði ekki áhrif að hafa slitið krossband áð- ur,“ sagði María, en hefur það ekki sín áhrif á hana í keppni að hafa tvívegis orðið fyrir svo al- varlegum meiðslum? „Kannski smá, aðallega í stórsviginu. Þar er meiri hraði og ég hef slasast í stórsviginu, en ég reyni að hugsa sem minnst um þetta. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu. Ef maður er smeykur þá fer maður alla vega ekki hratt.“ Líklegra að maður geti sýnt eitthvað núna María heldur í dag til Bandaríkjanna líkt og aðrir liðsmenn landsliðsins í alpagreinum þar sem íslenski hópurinn mun nýta næstu daga til loka- undirbúnings vegna sjálfs heimsmeistaramótsins sem hefst í dag. Fyrstu íslensku keppendurnir renna sér svo af stað á HM í næstu viku, eða 12. febrúar. María keppir í sinni sterkustu grein, svigi, 14. febrúar, sem er nokkuð sem hún hugsaði varla um fyrir nokkrum mánuðum. „Ég ætla bara að fara út og gera mitt besta. Ef ég skíða tæknilega vel þá veit ég að ég get gert ágætis hluti. Aðalmarkmiðið er að komast í þann hóp sem skíðar seinni ferðina,“ sagði María sem keppti á HM í Schladming 2013 og hefur einnig reynslu af því að fara á HM unglinga. „Það er mjög gott að hafa prófað þetta áður og þá eru meiri líkur á að maður geti sýnt eitthvað núna,“ sagði María. Sá að ég gæti allt ennþá  María Guðmundsdóttir setti skíðin á hilluna eftir önnur krossbandsslit  Hætti við að hætta og vann tvö alþjóðleg mót  HM í Colorado framundan Ljósmynd/Auðunn Níelsson Endurkoma María Guðmundsdóttir er aftur byrjuð að renna sér í skíðabrekkunni.  Rúnar Sigtryggsson var lyk- ilmaður í varnarleik Íslands sem lék um verðlaun á EM í handknattleik í Svíþjóð árið 2002. Liðið þurfti þó að sætta sig við tap fyrir Dönum í leikn- um um bronsið 3. febrúar, 22:29.  Rúnar fæddist 1972 og lék með Þór, Val, Víkingi og Haukum, en sem atvinnumaður með Göppingen, Wallau Massenheim og Eisenach í Þýskalandi og Ciudad Real á Spáni. Með spænska liðinu varð hann bikarmeistari og vann EHF-bikarinn árið 2003. Hann þjálfaði Eisenach, Þór og lið Akureyrar, og þýska liðið Aue frá 2012. Rúnar lék 118 landsleiki og skoraði í þeim 105 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta er stórt skref fyrir mig á ferlinum og má segja að draumur sé að rætast með að spila í svona stórri deild,“ sagði knattspyrnumað- urinn Sverrir Ingi Ingason við Morg- unblaðið í gær- kvöld eftir að hann skrifaði undir samning við belgíska félagið Lokeren til hálfs fjórða árs. Lokeren kaupir hann af Viking í Noregi fyrir um 100 milljónir ís- lenskra króna en Sverrir fór til norska liðsins frá Breiðabliki fyrir ári síðan. „Nú byrja ég að æfa af fullum krafti með liðinu á morgun, þá hefst vinnan fyrir alvöru og vonandi verð ég tekinn fljótlega inn í liðið. Ég hef fulla trú á því, ég er í góðri æfingu eftir hörku undirbúningstímabil í Noregi síðasta mánuðinn, og finn að þjálfarinn hérna hjá Lokeren treyst- ir á mig og það eru gerðar vænt- ingar til mín, enda er ég keyptur fyrir háa upphæð,“ sagði Sverrir, sem er 21 árs miðvörður og á tvo A- landsleiki að baki en hann var fyr- irliði 21-árs landsliðsins í síðustu undankeppni. Keyptur fyrir Scholz Sverrir á að koma í vörn Lokeren í staðinn fyrir Alexander Scholz, fyrrverandi leikmann Stjörnunnar, sem Lokeren seldi til Standard á dögunum. „Umræðan hjá félaginu er mjög jákvæð í garð Íslendinga, enda hafa þeir verið margir hérna og svo kom Scholz til þeirra frá Ís- landi,“ sagði Sverrir. „Þetta er stórt skref á ferlinum“ Sverrir Ingi Ingason  Sverrir gæti farið beint í lið Lokeren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.