Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Lífræn Jurtablanda • Bætir meltinguna • Brýtur niður fitu í fæðunni • Hjálpar gegn brjóstsviða • Dregur úr uppþembu • Vatnslosandi • Virkar fljótt Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem léttir meltinguna NFL Gunnar Valgeirsson Los Angeles Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, sýndi enn einu sinni af hverju hann er talinn einn af bestu leikstjórnendum í sögu NFL- deildarinnar með því að stjórna tveimur sóknarlotum í endamark í lokaleikhluta Ofurskálarleiksins gegn Seattle Seahawks á sunnu- dagsvöld í Phoenix. Með sigrinum hafa þeir Brady og þjálfarinn Bill Belicheck nú náð að vinna fjóra meistaratitla eftir 28:24 sigur í æsispennandi leik. Sóknarlið New England náði fljót- lega stjórn á leiknum í fyrri hálf- leiknum með löngum sóknum þar sem markmiðið var að leika af ör- yggi. Vörn Seattle hélt hinsvegar tuðrunni frá því að komast í enda- markið, m.a. komst Jeremy Lane inn í sendingu Toms Brady í enda- markinu. Það kom þó engum á óvart þegar Patriots náði forystunni, 7:0, í upphafi annars leikhlutans. Liðin skiptust síðan á þremur snertimörkum það sem eftir lifði hálfleiksins og Seattle jafnaði leik- inn, 14:14, tveimur sekúndum fyrir hálfleik. Þrátt fyrir yfirburði Patriots í hálfleiknum náði Seattle að hanga jafnt á stigatöflunni. Leikmenn Seattle virtust vita að þeir voru heppnir að vera enn með í leiknum í hálfleik, en þá mætti ein- hver Kate Perry ásamt fólki í bún- ingum sem hristi sig á stóru sviði í allt of langan tíma. Seattle náði forystunni í upphafi seinni hálfleiksins með vallarmarki, 17:14, en um miðjan þriðja leikhlut- ann náðu varnarmenn Seahawks að komast aftur inn í sendingu Toms Brady. Þetta tækifæri notfærði Seattle sér og eftir snertimark Do- ugs Baldwin náði Seahawks tíu stiga forystu, 24:14. Eftir það skiptust liðin á valdi á tuðrunni þar til Danny Almendola minnkaði forystuna í þrjú stig með snertimarki fyrir New England eftir sendingu Toms Brady – 24:21 þegar tæpar átta mínútur voru eftir. Spennan í hámarki í mikilvægasta leik ársins. Vörn New England náði að stoppa Seattle og Tom Brady hafði nægan tíma til að koma Patriots upp leik- völlinn. Hann sendi fjórðu sendingu sína í endamarkið til Julians Edelm- an þegar tvær mínútur voru eftir og staðan allt í einu 28:24 New England í vil. Seattle þurfti því að skora vall- armark á þeim tíma til að vinna leik- inn. Afdrifarík ákvörðun Russell Wilson sýndi afburða- hæfni með því að koma liði sínu í skorunarfæri tveimur jördum frá endamarki eftir frábæran leik Marwhawns Lynch þegar tæp hálf mínúta var eftir. Þjálfarar Seattle tóku þá afdrifaríku ákvörðun að reyna sendingu inn í endamark, þrátt fyrir það að Lynch hefði gert vel í því allan leikinn að troða sér í gegnum varnarmúr New England. „Þeir höfðu sett vörnina upp til að stoppa Lynch svo við tókum þá ákvörðun að reyna sendingu í enda- markið og láta þá Lynch reyna að skora í næstu tilraun ef það mistæk- ist, sagði Pete Carroll, hinn geð- þekki þjálfari Seattle, eftir leikinn þegar hann var inntur eftir þessu í leikslok. Það var í þessari leiktilraun sem Malcom Butler, varnarmaður Pat- riots, komst óvænt inn í sendingu Russells Wilson og gerði þar með út um leikinn þegar aðeins 20 sekúndur voru eftir. Ótrúlegur endir á æsi- spennandi leik. Eftirminnilegur endir tryggði fjórða meistaratitilinn Þetta var einn af eftirminnileg- ustu Ofurskálarleikjunum þar sem gengi liðanna sveiflaðist fram og aft- ur allan leikinn. Þetta voru aug- ljóslega tvö bestu liðin í deildinni með tvo frábæra leikstjórnendur og var spennan í leiknum kærkomin þeim sem hafa meiri áhuga á leikn- um sjálfum en öllum þeim endalausu spádómum sem í kringum hann ganga í fjölmiðlum. Þetta var fyrsti meistaratitill New England í áratug og voru margir farnir að spá að nú færi hver að vera síðastur á þeim bænum að vinna tit- ilinn, enda Brady orðinn 37 ára. Hann sýndi hinsvegar í lokaleikhlut- anum af hverju hann er talinn einn af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar. Kappinn sýndi mikla yfirvegun í að stjórna sóknarleik Patriots á mik- ilvægustu augnablikum leiksins, þrátt fyrir tvenn alvarleg misök fyrr í leiknum sem næstum kostuðu lið hans sigurinn. Hann sendi alls fjórar sendingar í endamark í leiknum og var kosinn maður leiksins, sem kom engum á óvart. Samheldnin í hópnum „Þetta fór ekki alveg eins og við höfðum gert ráð fyrir og sending- arnar sem þeir komust inn í hjálp- uðu sannarlega ekki. Við erum hins- vegar með hörkulið sem aldrei gefst upp og það hefur hjálpað okkur allt keppnistímabilið. Það var sam- heldnin í liðshópnum sem hélt föst í lokin og það var það sem tókst vel til með í kvöld. Seattle er með frábært lið, en okkur tókst að vinna þetta á síðustu sekúndunum. Jafnara gat það ekki verið,“ sagði Brady í leiks- lok. Eins og við skrifuðum á þessum síðum fyrir leikinn eru þessir Ofur- skálarleikir oft leiðinlegir þegar annað liðið tekur leikinn í sínar hendur, en þetta voru tvö jöfn, vel leikandi lið sem gáfu allt sem þau áttu til að vinna titilinn. gval@mbl.is Brady vann fjórða titilinn  New England sýndi mikla yfirvegun á lokamínútum Ofurskálarleiksins  Brady stjórnaði tveimur sóknarlotum í endamarkið í lokin gegn Seattle EPA Meistarinn Tom Brady fagnar sigri New England Patriots á Seattle Seahawks í fyrrinótt. Handboltaíþróttin stendur í þakkarskuld við frönsku heimsmeistarana. Umræðan um aðkeypt lið Katar hefði orðið allsráðandi ef gestgjafarnir hefðu unnið mótið. Er hún alveg nógu hávær þrátt fyrir að Frakk- ar hafi haft sigur eins og þeir hafa vanið sig á að gera í úr- slitaleikjum. Enginn sómi er að þessari liðssmölun hjá Katar. Hins vegar eru til ótal dæmi í öðrum íþrótt- um, til dæmis í boltagreinunum, um svipað hugarfar án þess að vandlæting íþróttaunnenda verði jafn áberandi. Var smölun Bandaríkja- manna fyrir HM í knattspyrnu í fyrra mjög fjarskyld því sem Katar gerði? Þegar BNA er ann- ars vegar er nóg að foreldrar leikmanns hafi sótt þar nám um hríð. Ef viðkomandi fæddist í landinu er hann með ríkisborg- ararétt. Jackie Charlton stóð í mikilli smölun í landslið Írlands á sínum tíma. Náði hann bæði í Skotann Ray Houghton og Eng- lendinginn John Aldridge. Ásgeir okkar Sigurvinsson var einnig spurður í beinni útsendingu hvort hann vildi spila fyrir V- Þýskaland. Í fótboltanum var þó sett regla árið 2004 þar sem óheim- ilt er að skipta um A-landslið. Aðrar íþróttagreinar mættu gera slíkt hið sama en það bindur ekki enda á svona lagað. Ekki á meðan ríkin eru tilbúin til að skella ríkisborgararétti á íþróttamenn af litlu tilefni. Leik- menn geta verið frábærir þótt þeir hafi ekki leikið A-landsleik eins og bandarískir körfubolta- menn. 2. og 3. kynslóðar smöl- un er þekkt í íþróttunum og þar eru tengingarnar við þjóðirnar stundum litlar sem engar. Hug- arfarið er því ekkert frábrugðið því sem sjá má hjá Katarbúum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Elías Snorrason úr KFR og María Helga Guðmunds- dóttir úr Þórs- hamri eru efst á stigalistunum eft- ir annað bikarmót Karatesambands Íslands sem fram fór um helgina. Keppt var í bæði kata og ku- mite en þetta var annað mótið af þremur. Bikarmeistarar verða krýndir í lok þriðja mótsins hinn 25. apríl en stig úr bæði kata og kumite gilda til bikarmeistaratitils. Elías vann sigur í kata en María Helga varð í 3. sæti í kata og í 5.-6. sæti í kumite. Bikarmeistari síðustu fimm ára, Kristján Helgi Carrasco, dvelur erlendis þessar vikurnar og gat ekki keppt. Bikarmeistari kvenna, Telma Rut Frímannsdóttir, vann sigur í kumite en hún missti af fyrsta mótinu þar sem hún var í æf- ingabúðum í Frakklandi. Elías er með 20 stig eftir tvö mót í karlaflokki, Ólafur Engilbert Árna- son úr Fylki er með 18 stig og Jó- hannes Gauti Óttarsson úr Fylki 16 stig. María Helga er með 21 stig í kvennaflokki, Svana Katla Þorsteins- dóttir úr Breiðabliki er með 20 stig og Kristín Magnúsdóttir úr Breiðabliki er með 19 stig. Elías og María efst eftir tvö bikarmót Elías Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.