Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 3
Í VESTURBÆNUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Ég er auðvitað gríðarlega sáttur.
Sérstaklega eftir vonbrigði síðasta
árs í bikarnum. Úrslitaleikurinn er
leikur sem alla dreymir um að taka
þátt í og ég tala nú ekki um að ná
að vinna. Við erum gríðarlega sáttir
en við höfum ekki unnið neitt
ennþá. Við þurfum að halda áfram
að æfa af krafti og gera okkur klára
fyrir leikinn,“ sagði Finnur Freyr
Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara
KR, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. KR vann þá Tindastól
88:80 í undanúrslitum Powerade-
bikarsins í dæmigerðum bikarleik í
DHL-höllinni í Frostaskjóli. Í úr-
slitum mætast KR og Stjarnan,
sömu lið og árið 2009, þegar Stjarn-
an vann geysilega óvæntan sigur á
sögulega góðu KR-liði sem varð Ís-
landsmeistari um vorið.
Leikurinn var jafn, nokkuð harð-
ur og bæði liðin kveinkuðu sér und-
an dómgæslunni. Troðfullt hús og
góð stemning á pöllunum. Allt er
þetta einkennandi fyrir góða bik-
arleiki þar sem iðulega fer meira
fyrir látum og æsingi en glæsi-
legum tilþrifum. KR-ingar áttu skil-
ið að komast í úrslitaleikinn þegar
uppi var staðið. Þeir höfðu forskot
allan leiktímann og þrátt fyrir að
Skagfirðingar hafi ekki verið langt
undan þá tókst þeim aldrei að slá
KR-inga út af laginu og komast yf-
ir.
„Stjörnuliðið á fínni siglingu“
Um er að ræða tvö efstu liðin í
deildinni og leikirnir þrír á milli lið-
anna í vetur hafa verið spennandi.
Tindastóll er jú eina liðið sem hefur
afrekað það að leggja firnasterkt lið
KR að velli á keppnistímabilinu. Að
þessu sinni fengu Stólarnir sáralítið
framlag frá bandaríska leikmann-
inum Myron Dempsey sem er
meiddur á úlnlið. Gerði það Skag-
firðingum erfiðara um vik en
Dempsey reyndi þó að spila og gat
hjálpað til í varnarleiknum.
Þó um sé að ræða tvö bestu liðin
hingað til í vetur þá benti Finnur á
að ekki hefði verið um eiginlegan
úrslitaleik bikarkeppninnar að
ræða. „Ég væri alveg til í að fá að
spila úrslitaleikinn í DHL-höllinni
en úrslitaleikurinn er ávallt í Laug-
ardalshöllinni. Við mætum þar
hörkugóðu Stjörnuliði sem hefur
verið á fínni siglingu undanfarið og
teflir fram nýjum Bandaríkjamanni.
Sá leikur er hins vegar seinni part-
inn í mánuðinum og þangað til eru
nokkrir leikir sem við þurfum að
einbeita okkur að.“
Israel Martin, þjálfari Tinda-
stóls, vildi alls ekki skella skuld-
inni á meiðsli Dempseys þegar
Morgunblaðið tók hann tali. „Já,
hann meiddist í leiknum á móti
Njarðvík þegar hann lenti illa á
hendinni. Hann hefur lítið getað
hreyft úlnliðinn síðustu fjóra daga
og því var nánast vonlaust fyrir
hann að gera eitthvað í sókninni þó
hann hafi hjálpað okkur í fráköst-
unum. Ég er ánægður með að
hann vildi spila og reyndi sitt
besta. Við notum hans meiðsli ekki
sem afsökun þó hann sé einn af
okkar bestu leikmönnum. Við gerð-
um okkar besta og ég óska KR-
ingum til hamingju, sérstaklega
Finni þjálfara.“
Sömu lið mætast og í
frægum úrslitaleik 2009
Morgunblaðið/Kristinn
Barningur KR-ingurinn Michael Craion reynir að komast framhjá Darrel Lewis í Frostaskjólinu í gærkvöld.
Íslandsmeistarar KR komnir í bikarúrslit Hafa einungis tapað einum leik í vetur
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015
Framherjinnungi Harry
Kane skrifaði í
gær undir samn-
ing við enska
knattspyrnu-
félagið Totten-
ham sem gildir
fram til sumars-
ins 2020. Kane
hefur farið mikinn með Tottenham í
vetur og rauf 20 marka múrinn með
tveimur mörkum gegn WBA um
helgina. Tíu markanna hafa komið í
ensku úrvalsdeildinni, í 19 leikjum.
Kane er 21 árs gamall og hefur alltaf
verið stuðningsmaður Tottenham.
Hann lék fyrsta leik sinn í ágúst
2011, en skoraði fyrsta deild-
armarkið sitt í apríl í fyrra.
Danska knattspyrnumanninumNiclas Vemmelund sem lék
með Íslandsmeisturum Stjörnunnar
á síðustu leiktíð verður ekki boðinn
samningur við danska B-deildarliðið
Fredericia. Vemmelund hefur verið
til reynslu hjá félaginu síðustu daga
og vonast eftir því að fá samning en
honum varð hins vegar ekki að ósk
sinni. Vemmelund lék 18 leiki með
Stjörnumönnum á síðasta tímabili,
sem hægri bakvörður, og skoraði í
þeim 2 mörk.
Real Sociedad, lið Alfreðs Finn-bogasonar, getur varla notið
krafta Carlosar Vela meira á þessu
keppnistímabili. Vela er lykilmaður
hjá Sociedad en meiddist á hné í tap-
leiknum gegn Evrópumeisturum
Real Madrid á laugardaginn. Vela
gekkst undir aðgerð í gær en hann
er 25 ára gamall landsliðsmaður frá
Mexíkó sem hefur skorað 7 mörk
fyrir Real Sociedad á tímabilinu.
Hann var um tíma á mála hjá Arsen-
al.
Hollenskiframherj-
inn Klaas-Jan
Huntelaar, sem
leikur með þýska
liðinu Schalke,
var í gær úr-
skurðaður í sex
leikja bann af
aganefnd þýska
knattspyrnusambandsins. Huntela-
ar fékk rautt spjald í leik gegn
Hanover um nýliðna helgi þegar
hann tæklaði Manuel Schmiedebach
afar illa aftan frá og var um-
svifalaust sendur af velli. For-
ráðamenn Schalke hafa ákveðið að
áfrýja úrskurðinum en Hollending-
urinn hefur skorað 7 mörk í 17 leikj-
um Schalke í deildinni á tímabilinu.
Bandaríska knattspyrnuliðið NewYork Red Bulls tilkynnti í gær
að félagið og ástralski landsliðsmað-
urinn Tim Cahill hefðu komist að
samkomulagi að leikmaðurinn færi
frá liðinu. Cahill, sem er 35 ára gam-
all, hefur spilað með liðinu frá 2012
en hann er nú laus allra mála. Sókn-
armaðurinn sterki lék í mörg ár með
Everton og þar áður Millwall.
Fólk folk@mbl.is
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til-
kynnti í gær að fjórir frambjóðendur yrðu í
kjöri til embættis forseta FIFA. Þeirra á með-
al er sitjandi forseti, Sepp Blatter, en hinir
þrír eru Jórdaninn Ali bin Al Hussein, varafor-
seti knattspyrnusambands Asíu, Luis Figo,
fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals, og Hol-
lendingurinn Michael van Praag, formaður
hollenska knattspyrnusambandsins.
Tveimur öðrum sem hafa verið að huga að
framboði, David Ginola, fyrrverandi landsliðs-
manni Frakka, og Jerome Champagne, fyrr-
verandi stjórnarmanni í FIFA, mistókst að fá nauðsynlegan
stuðning frá fimm knattspyrnusamböndum. Blatter, sem er 78
ára gamall, hefur setið á forsetastóli FIFA frá árinu 1998 og hef-
ur fjórum sinnum verið endurkjörinn. Kosið verður hinn 29. maí.
Þrír keppa við Blatter
Sepp
Blatter
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods féll nið-
ur í 56. sæti á heimslistanum í golfi og hann á
það á hættu að ná ekki að tryggja sér keppn-
isréttinn á heimsmótinu sem haldið verður í
næsta mánuði. Tiger, sem hefur unnið 14 risa-
mót á ferli sínum, þarf að komast á topp 50
listann eftir Northern Trust mótið eða Honda
Classic mótið, sem haldin verða síðar í mán-
uðinum, til að komast á heimsmótið. Tiger féll
niður um níu sæti á heimslistanum eftir að hon-
um tókst ekki að komast í gegnum niðurskurð-
inn á opna Phoenix mótinu í síðustu viku. Hann
endaði í neðsta sæti á mótinu en annan hringinn lék Tiger á 82
höggum, 11 yfir pari, sem er versta skor hans á atvinnumanns-
ferlinum. Honum hefur ekki tekist að enda á meðal 20 efstu á síð-
ustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. gummih@mbl.is
Tiger er í frjálsu falli
Tiger
Woods
KR-ingar hafa lánað sóknarmanninn Emil Atla-
son til þýska félagsins Preussen Münster og
gildir samningurinn til 23. maí. Hann gæti hins-
vegar losnað fyrr og hafið Íslandsmótið með
KR-ingum 4. maí. Þetta kom fram á fotbolti.net.
Preussen Münster er í öðru sæti þýsku C-
deildarinnar, stigi á eftir Arminia Bielefeld og
stigi á undan Stuttgarter Kickers, og er því í
harðri baráttu um að komast upp um deild. Í
næstu sætum á eftir eru kunn félög á borð við
Duisburg, Dynamo Dresden, Erfurt og Energie
Cottbus sem hafa öll verið í efri deildum á síð-
ustu árum. Emil, sem er 21 árs, hefur spilað 51 leik með KR í efstu
deild og skorað 10 mörk. Hann var markahæsti leikmaður 21-árs
landsliðsins í síðustu undankeppni EM og sló þá markamet Hann-
esar Þ. Sigurðssonar í þeim aldursflokki. vs@mbl.is
KR-ingar lána Emil
Emil
Atlason
DHL-höllin, Poweradebikar karla, und-
anúrslit, mánudag 2. febrúar 2015.
Gangur leiksins: 5:2, 13:9, 13:13,
21:17, 25:24, 32:29, 34:32, 44:35,
46:40, 55:50, 60:52, 67:60, 69:62,
74:68, 81:70, 88:80.
KR: Michael Craion 26/16 fráköst, Pa-
vel Ermolinskij 19/8 fráköst, Björn
Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björns-
son 12, Helgi Már Magnússon 7/6 frá-
köst, Finnur Atli Magnússon 6/9 frá-
köst, Darri Hilmarsson 4/7 fráköst,
Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 18 í sókn.
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 18,
Ingvi Rafn Ingvarsson 13/4 fráköst,
Helgi Freyr Margeirsson 12, Darrell
Flake 10/6 fráköst, Helgi Rafn Viggós-
son 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Pét-
ur Rúnar Birgisson 9, Myron Dempsey
5/8 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4/4
fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herberts-
son, Jón Bender, Davíð Kristján Hreið-
arsson
KR – Tindastóll 88:80