Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015
sinni árið 2015 en liðið hefur ekki tap-
að leik á nýju ári. Þetta kvöldið þurftu
heimasæturnar svo sem ekkert að
hafa gríðarlega mikið fyrir sigrinum
og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari
þeirra gat leyft sér nokkuð auðveld-
lega að dreifa mínútum á leikmenn
sem að öllu jöfnu spila ekki mikið. Í
seinni hálfleik var vissri pressu létt af
gestunum og þrátt fyrir að þeir væru
að tapa leiknum mátti sjá að þeir
höfðu gaman af hlutunum og börðust
vel fyrir sínu. Njarðvíkurkonur gátu
yfirgefið íþróttahúsið með reisn þrátt
fyrir stórtap. Það verður því Grinda-
vík sem mætir Keflavík í úrslitaleik
bikarsins í ár.
Þægilegt fyrir okkur
„Við spiluðum af krafti strax frá
byrjun og náðum góðu forskoti og svo
duttum við aftar með varnarleikinn.
Það var svo sem vitað fyrir fram að
þetta yrði erfitt fyrir þær þar sem
þeirra erlendi leikmaður var ekki með
þeim og þetta var þægilegt fyrir okk-
ur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson,
þjálfari Grindavíkur, eftir leik.
„Þetta var erfitt og krefjandi verk-
efni fyrir okkur en jafnframt
skemmtilegt. Við komum með því
hugarfari hérna í kvöld. Það tók okk-
ur heilan hálfleik að losna við svona
mesta sviðsskrekkinn og seinni hálf-
leikur hjá okkur var töluvert betri,“
sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
liðs Njarðvíkur.
Sigurganga
Grindavíkur
heldur áfram
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Barátta Júlía Scheving og Lilja Ósk Sigmarsdóttir slást um knöttinn.
Grindavík burstaði Kanalaust lið
Njarðvíkur og mætir Keflavík í úrslitaleik
Í GRINDAVÍK
Skúli B. Sigurðsson
sport@mbl.is
Í seinni undanúrslitaleik Powerade
bikars kvenna í körfuboltanum mætt-
ust Grindavík og Njarðvík í gærkvöldi
í Röstinni í Grindavík. Skemmst er frá
því að segja að það voru heimastúlk-
urnar í Grindavík sem unnu stórsigur.
81:47 urðu úrslit leiksins og fara þær
gulklæddu í Laugardalshöllina laug-
ardaginn 21. febrúar og mæta þar
Keflavík.
Gerðu út um leikinn
strax í byrjun
Strax í upphafi leiks sást í hvað
stefndi og eftir aðeins fyrsta fjórðung
var staðan, 24:2, og augljóst að kvöld-
ið yrði langt fyrir leikmenn Njarðvík-
ur. Fyrir leik var vitað að róður gest-
anna úr Njarðvík yrði erfiður, ekki
síst þar sem erlendur leikmaður
þeirra komst að því fyrir skömmu að
hún væri með barni og því spilaði hún
ekki með liðinu og ólíklegt þykir að
hún spili meira með í vetur. Njarðvík
spilar í 1.deildinni og hafa ekki tapað
leik þar í vetur og því um að ræða
þeirra fyrsta tapleik í vetur. Liðið er
ungt að árum og langt frá því að vera
tilbúið í leik gegn liði sem inniheldur
landsliðsmenn og er að slást um úr-
slitakeppnissæti í úrvalsdeildinni.
Grindavík heldur áfram sigurgöngu
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að
fjórar kunnar knattspyrnukonur hefðu verið ráðnar til sam-
bandsins í hlutverk sendifulltrúa íþróttarinnar. Þetta eru Ca-
mille Abily og Laura Georges frá Frakklandi, Lotta Schelin
frá Svíþjóð og Verónica Boquete frá Spáni en þær hafa allar
verið í stórum hlutverkum í sínum landsliðum undanfarin ár.
Fyrir var ein kona í þessu hlutverki, Steffi Jones, fyrrverandi
landsliðskona Þýskalands, og hún mun vinna áfram með fjór-
menningunum að útbreiðslu fótboltans meðal stúlkna víðs-
vegar um Evrópu.
Michel Platini, forseti UEFA, sagði á vef sambandsins í
gær að gæðin í kvennafótboltanum hefðu aukist gífurlega á
undanförnum áratug og sambandið ynni heilshugar að því að halda áfram að
efla þau og auka. Með því að fá þessa reyndu leikmenn til liðs við UEFA ætti að
vera hægt að stuðla enn frekar að uppgangi næstu kynslóðar stúlkna í íþrótt-
inni. vs@mbl.is
Fjórar ráðnar sendifulltrúar
Lotta
Schelin
Manchester United fær annað tækifæri til að leggja D-
deildarliðið Cambridge að velli í 4. umferð ensku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu í kvöld en liðin mætast öðru
sinni á Old Trafford. Liðin gerðu markalaust jafntefli á
heimavelli Cambridge á dögunum en liðsmenn Cambridge
báru enga virðingu fyrir stjörnuprýddu liði United, sem
tefldi fram sterku liði í umræddum leik.
„Við viljum svo sannarlega komast áfram í næstu umferð
og við tökum þennan leik alvarlega. Það eru allir leikir erf-
iðir og þú getur ekki gengið að því vísu að vinna þó svo að
um neðrideildarlið sé að ræða. Við berum virðingu fyrir
andstæðingi okkar,“ segir Juan Mata, Spánverjinn knái í
liði Manchester United.
Takist United að leggja Cambridge að velli mætir liðið sigurliðinu úr leik
Sheffield United og Preston sem eigast við í kvöld og þá eigast einnig við Ful-
ham og Sunderland. gummih@mbl.is
Tökum þennan leik alvarlega
Juan
Mata
Spánn
Málaga – Valencia .................................... 1:0
Staðan:
Real Madrid 20 17 0 3 68:17 51
Barcelona 21 16 2 3 57:11 50
A. Madrid 21 15 2 4 43:20 47
Sevilla 20 13 3 4 34:22 42
Valencia 21 12 5 4 38:19 41
Villarreal 21 11 5 5 35:20 38
Málaga 21 10 5 6 24:21 35
Eibar 21 7 6 8 25:29 27
Espanyol 21 7 5 9 27:32 26
Celta Vigo 21 6 6 9 20:23 24
A. Bilbao 21 6 5 10 18:26 23
Rayo Vall. 21 7 2 12 22:38 23
Real Sociedad 21 5 7 9 21:28 22
La Coruna 21 5 6 10 18:34 21
Getafe 21 5 5 11 16:29 20
Almería 21 5 4 12 18:33 19
Córdoba 21 3 9 9 16:31 18
Granada 21 3 9 9 14:33 18
Elche 21 4 5 12 18:42 17
Levante 21 3 7 11 13:37 16
KNATTSPYRNA
Poweradebikar karla
Undanúrslit:
KR – Tindastóll..................................... 88:80
KR mætir Stjörnunni í úrslitaleik í Laug-
ardalshöll laugardaginn 21. febrúar.
Poweradebikar kvenna
Undanúrslit:
Grindavík – Njarðvík ........................... 81:47
Grindavík mætir Keflavík í úrslitaleik í
Laugardalshöll laugardaginn 21. febrúar.
NBA-deildin
Boston – Miami..................................... 75:83
New York – LA Lakers ....................... 94:80
Staðan í Austurdeild:
Atlanta 40/8, Toronto 33/15, Washington
31/17, Chicago 30/19, Cleveland 29/20, Mil-
waukee 25/22, Miami 21/26, Charlotte 20/
27, Brooklyn 18/28, Detroit 18/30, Boston
16/30, Indiana 17/32, Orlando 15/35, New
York 10/38, Philadelphia 10/38.
Staðan í Vesturdeild:
Golden State 37/8, Memphis 35/12, LA
Clippers 33/15, Portland 32/16, Houston 33/
15, Dallas 32/17, San Antonio 30/18, Phoe-
nix 28/21, New Orleans 25/22, Oklahoma
City 23/24, Denver 19/29, Sacramento 17/
29, Utah 17/30, LA Lakers 13/35, Minne-
sota 8/39.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Fótbolti.net mót karla, úrslitaleikur:
Kórinn: Stjarnan – Breiðablik............. 20.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna:
Laugardalur: SR – Björninn .................... 20
Í KVÖLD!
Árangur franska karlalandsliðsins í
handbolta er hreint magnaður þeg-
ar kemur að úrslitaleikjum á stór-
mótum. Liðið komst ekki í úrslit á
stórmóti fyrr en árið 1993 en hefur
síðan þá leikið tíu sinnum til við-
bótar úrslitaleiki á Ólympíuleikum,
heimsmeistaramótum og Evr-
ópumótum.
Frakkar hafa aðeins einu sinni
tapað slíkum úrslitaleik og var það í
frumrauninni á HM í Svíþjóð 93.
Var það að megninu til sama lið og
vann Ísland í leiknum um brons-
verðlaunin á Ól í Barcelona ári áður
og vann HM á Íslandi árið 1995.
Síðan þá hefur franska liðið sem
sagt unnið tíu úrslitaleiki í röð. Í
Stokkhólmi tapaði liðið fyrir firna-
sterku liði Rússlands 19:28 en vann
Króatíu í Laugardalshöll 23:19.
Á heimavelli á HM árið 2001
tókst Frökkum að sigra á ný.
Lögðu þeir gullaldarlið Svía 28:25
eftir framlengdan leik. Velgengn-
isskriða Frakka fór af stað fyrir al-
vöru þegar liðið sigraði Spán 31:23
á EM í Sviss árið 2006. Okkar menn
þurftu að sætta sig við tap fyrir
Frökkum í úrslitaleiknum á Ól
2008, 28:23. Árið eftir náði liðið
einnig heimsmeistaratitlinum með
sigri á gestgjöfunum Króötum
24:19. Frakkar lönduðu þriðja stóra
titlinum í Austurríki 2010 og aftur
unnu þeir Króata í úrslitaleik 25:21.
Næstu fórnarlömb Frakka voru
Danir á HM í Svíþjóð 2011 en fram-
lengja þurfti leikinn áður en Frakk-
ar fögnuðu 37:35-sigri. Aftur urðu
Frakkar ólympíumeistarar þegar
þeir unnu Svía í úrslitaleik í London
2012, 22:21. Eini tapleikur liðsins í
keppninni var á móti Íslandi í riðl-
inum.
Á EM í Danmörku í fyrra burst-
uðu Frakkar lið Dana í úrslitum
41:32 og náðu þriðja titlinum í safn-
ið í annað sinn með sigri á Katar á
dögunum, 25:22.
Þjálfarinn Claude Onesta var tek-
inn við þegar skriðan fór af stað
2006 og hefur því unnið megnið af
þessum titlum. kris@mbl.is
Unnið tíu úrslitaleiki í röð
Frakkar hafa ekki tapað úrslitaleik frá árinu 1993
EPA
Sigursæll Claude Onesta landsliðsþjálf-
ari heimsmeistara Frakka í handbolta.
Kamerúnskiknatt-
spyrnumaðurinn
Samuel Eto’o
fer af stað með
látum hjá Sam-
pdoria á Ítalíu,
að sögn ítalskra
fjölmiðla í gær.
Eto’o kom til
Sampdoria frá Everton í síðustu
viku og samdi við félagið til ársins
2018. Ítalskir fjölmiðlar segja að
hann hafi verið mjög ósáttur í gær
þegar hann komst að því að þjálf-
arinn Sinisa Mihajlovic hafði
ákveðið að vera með tvöfalda æf-
ingu hjá liðinu, sem sagt helmingi
lengri en vanalega.
Eto’o hafi yfirgefið æf-ingasvæðið í snarhasti og
keyrt beinustu leið heim en hann
er búsettur í Mílanó. Sagt er að
forráðamenn Sampdoria hafi
reynt að elta hann en án árangurs.
Sampdoria steinlá fyrir Torino,
5:1, í ítölsku A-deildinni í gær og
Eto’o spilaði þar síðustu 20 mín-
úturnar.
Rajon Rondo bakvörður Dallasmun missa af næstu leikjum
liðsins en hann nefbrotnaði og
fékk skurð ofan við augað í leik
með liði sínu um nýliðna helgi.
Fólk sport@mbl.is
Grindavík, Poweradebikar kvenna,
undanúrslit, mánudag 2. febrúar
2015.
Gangur leiksins: 10:2, 17:2, 19:2,
24:2, 31:4, 35:8, 40:8, 46:12, 50:14,
51:19, 53:22, 56:24, 65:29, 67:38,
74:42, 81:47.
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16,
María Ben Erlingsdóttir 12/5 frá-
köst/3 varin skot, Jeanne Lois Figeroa
Sicat 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9/15
fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7,
Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Guð-
laug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst,
Pálína Gunnlaugsdóttir 5/7 fráköst,
Hrund Skúladóttir 5, Kristina King 4,
Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 frá-
köst.
Fráköst: 38 í vörn, 14 í sókn.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir
15/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11,
Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Karen
Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst,
Andrea Ösp Böðvarsdóttir 4, Björk
Gunnarsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Ein-
arsdóttir 2, Júlia Scheving Steindórs-
dóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2.
Fráköst: 17 í vörn, 5 í sókn.
Grindavík – Njarðvík 81:47