Morgunblaðið - 26.02.2015, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
Valskonur eru í mikilli baráttu um sæti í úr-
slitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik
og gefa ekkert eftir um þessar mundir. Valur vann
öruggan útisigur á KR 60:46 í gærkvöldi og hefur nú
unnið sex af síðustu átta leikjum sínum.
„Ég reyni aðallega að hugsa um mitt lið og und-
irbúa það vel fyrir hvern leik fyrir sig. Ég reyni að
velta mér eins lítið og ég get upp úr stöðu annarra
liða. Eins og staðan er í dag þá erum við í þeirri
stöðu að þurfa ekki að treysta á aðra. Ef við vinnum
okkar leiki þá förum við í úrslitakeppnina og við er-
um að spila nokkuð vel um þessar mundir,“ sagði
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið
í gærkvöldi en lið hans virðist vera að finna taktinn
á heppilegum tímapunkti. „Þannig hefur það verið
síðustu árin hjá okkur að við höfum spilað best eftir
áramót. Vonandi kláruðum við
niðursveifluna fyrir áramót. Við
erum í það minnsta að spila betur
núna en fyrir áramót og meiri
liðsbolta. Til dæmis er liðsvörnin
miklu betri hjá okkur núna held-
ur en fyrir áramót og sóknarleik-
urinn ekki eins einhæfur,“ sagði
Ágúst ennfremur en Valur er í 3.
sæti með 26 stig. Bikarmeistarar
Grindavíkur eru einnig með 26
stig og Haukar 24 en bæði eiga
leik til góða. Keflavík minnkaði í gærkvöldi forskot
Snæfells niður í tvö stig á toppnum með stórsigri á
Breiðabliki 80:58 í Keflavík. Tveimur leikjum var
hins vegar frestað vegna veðurs. kris@mbl.is
Sex sigrar í átta leikjum hjá Valskonum
Ágúst
Björgvinsson
enda eru frönsku liðin alla jafna frem-
ur skynsöm í leik sínum. Sagan er ekki
á bandi Arsenal í þessu tilfelli. Stað-
reyndin er sú að ekkert lið, sem tapað
hefur fyrri viðureign á heimavelli á út-
sláttarstigi Evrópukeppni með tveim-
ur mörkum, hefur komist í næstu um-
ferð síðan Ajax gerði það árið 1969.
Misstu alla rökhugsun
„Þriðja markið mun gera þetta
verkefni mjög erfitt fyrir seinni leik-
inn. Það virtist sem við færum á taug-
um og misstum alla rökhugsun á vell-
inum. Tilfinningar náðu tökum á
skynseminni og það má ekki. Andlega
vorum við ekki nógu tilbúnir í leikinn
og við fengum að gjalda fyrir það,“
sagði Wenger við fjölmiðla að leiknum
loknum og útilokar ekki að leikmenn
hans hafi gerst sekir um vanmat.
„Ég vona að leikmenn mínir hafi
ekki komið kærulausir inn í leikinn, en
það virðist vera miðað við hvað það
vantaði mikinn brodd í okkar leik.
Fótbolti er ekki á pappírum, sama
hver mótherjinn er þá skiptir frammi-
staðan máli. Mónakó sýndi góða
frammistöðu í kvöld en við ekki,“ sagði
Wenger ennfremur.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir
stuðningsmenn Arsenal, skoraði göm-
ul Tottenham-hetja, Dimitar Berbatov
eitt af mörkum Mónakó í leiknum.
„Við vitum alveg hvað við getum og í
fullri alvöru áttum við þetta skilið. Við
nýttum okkar tækifæri og þegar upp
er staðið kræktum við í frábæran sig-
ur. Þetta er ekki búið, við eigum seinni
leikinn í Mónakó eftir og Arsenal er
frábært lið en við virtumst vilja sig-
urinn meira í kvöld. Við börðumst um
allan völl, unnum okkar einvígi og
skoruðum mörkin sem skiptu máli. Við
vorum í heildina mjög góðir. Lið eins
og Arsenal má ekki við því að vanmeta
okkur. Ef það var málið í kvöld þá er
það þeirra mál,“ sagði Berbatov við
fjölmiðalmenn í London.
Galopið eftir 1:0 úrslit
Þýsku liðin hafa undirstrikað styrk-
leika þýsku deildarinnar í Meist-
aradeildinni í vetur. Leverkusen hafði
sigur á Atletico í gærkvöldi og sú
rimma er galopin. Leverkusen vann
með minnsta mun en Atletico skoraði
ekki á útivelli. Nánast ómögulegt er að
spá fyrir um framvinduna í síðari
leiknum en Atletico fór alla leið í úr-
slitaleik keppninnar síðasta vor. Hak-
an Calhanoglu skoraði eina markið á
57. mínútu en Tiago fékk rautt spjald
hjá Atletico á 76. mínútu.
Ljósmynd/AFP
Hressir Leikmenn Mónakó fagna innilega marki Berbatovs á Emirites-leikvanginum í gærkvöldi.
„Virtist sem við
færum á taugum“
Arsene Wenger sendi sínum mönnum tóninn
MEISTARADEILDIN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þegar komið er í 16 liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu eru einungis öflug
lið eftir sem geta unnið hvaða lið sem
er. Engu að síður hljóta úrslitin í gær-
kvöldi að teljast óvænt. Arsenal tapaði
á heimavelli 1:3 fyrir Mónakó og Spán-
armeistarar Atletico Madrid töpuðu
fyrir Bayer Leverkusen á útivelli 1:0.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, lenti illa í sínu gamla félagi
Mónakó í gærkvöldi. Var þetta í fyrsta
skipti sem Wenger mætir liði sem
hann hefur áður þjálfað. Wenger kom
hingað til Íslands sem þjálfari Mónakó
haustið 1988 og tapaði þá 1:0 fyrir Val.
Enskur kollegi minn tjáði mér að þar
væri um fyrsta Evrópuleik Wengers
að ræða. Mónakó vann síðari leikinn
2:0 og komst áfram og skoraði George
Weah annað markið.
Nú er spurning hvort Wenger getur
reddað sér í síðari leiknum í Frakk-
landi eins og hann gerði árið 1988. Út-
litið er skelfilegt fyrir Arsenal eftir að
hafa fengið á sig þrjú mörk á heima-
velli. Ekki verður auðvelt að fara til
Frakklands og raða inn mörkunum
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ekki í
hyggju að greiða knattspyrnuliðum í Evrópu bæt-
ur vegna þeirrar röskunar sem verður á mótahaldi
í flestum löndum álfunnar þegar heimsmeistara-
mótið í knattspyrnu karla fer fram í Katar undir
lok ársins 2022.
„Við ætlum ekki að greiða bætur vegna þess að
HM er flutt til á árinu. Knattspyrnusamböndin
hafa sjö ár til þess að skipuleggja mót sín í kring-
um heimsmeistaramótið í Katar,“ sagði Jerome
Valcke, framkvæmdstjóri FIFA, í gær. „Þessi
breyting er ekki gerð til framtíðar heldur í eitt
skipti. Við sjáum ekki að það muni hafa alvarleg
áhrif á fótboltamót víða um heim,“ sagði Valcke
ennfremur.
Karl-Heinz Rummenigge, sem er í forsvari fyrir
Stál í stál vegna HM
LærisveinarAlfreðs
Gíslasonar hjá
Kiel endurheimtu
toppsæti þýsku 1.
deildarinnar í
handknattleik
eftir stórsigur á
liði Balingen,
37:18, í gær-
kvöldi.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú
marka Kiel í leiknum, en Rune
Dahmke var markahæstur með ell-
efu mörk.
Kiel missti toppsætið til Rhein-
Neckar Löwen á markatölu í gær,
en liðið hefur nú tveggja stiga for-
ystu á toppnum með 42 stig, og bætti
markatöluna verulega.
Evrópumeistararnir í Flensburg
eru sex stigum á eftir Kiel en eiga
leik til góða.
Fólk sport@mbl.is
Meistaradeild Evrópu
16 liða úrslit, fyrri leikir:
Leverkusen – Atlético Madrid................1:0
Hakan Calhanoglu 57. – Rautt: Tiago 76.
Arsenal – Mónakó.....................................1:3
Alex Oxlade-Chamberlain 90. – Geoffrey
Kondogbia 38., Dimitar Berbatov 53., Yan-
nick Ferreira-Carrasco 90.
England
B-deild:
Nottingham Forest – Bournemouth .......2:1
Staða efstu liða:
Derby 33 19 8 6 66:33 65
Middlesbrough 33 18 9 6 50:22 63
Ipswich 33 17 9 7 54:34 60
Bournemouth 33 17 8 8 67:37 59
Norwich 33 17 8 8 64:37 59
Watford 33 18 5 10 66:40 59
Brentford 33 18 4 11 53:43 58
Wolves 33 15 9 9 46:40 54
Nottingham F. 33 12 11 10 53:48 47
Blackburn 33 11 11 11 43:44 44
Sheffield Wed. 33 10 13 10 28:32 43
Huddersfield 33 11 9 13 44:53 42
Cardiff 33 10 11 12 39:44 41
Leeds 33 11 8 14 34:42 41
Reading 33 11 7 15 36:49 40
Charlton 33 8 15 10 34:43 39
Birmingham 33 9 12 12 38:50 39
Brighton 33 8 13 12 38:42 37
Svíþjóð
Bikarkeppnin, undanriðlar:
Häcken – Öster .........................................2:0
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í liði
Häcken.
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Mílan – Víkingur....................................16:30
Staðan:
Grótta 19 18 1 0 556:407 37
Víkingur 19 17 0 2 558:381 34
Selfoss 18 10 3 5 453:411 23
Fjölnir 18 10 1 7 450:433 21
KR 19 8 3 8 471:472 19
Hamrarnir 19 7 1 11 426:465 15
Mílan 19 3 2 14 429:500 8
Þróttur 19 3 1 15 423:582 7
ÍH 18 2 0 16 406:521 4
Þýskaland
Kiel – Balingen .....................................37:18
Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.
Staðan:
Kiel 24 21 0 3 731:579 42
RN Löwen 23 20 0 3 695:559 40
Flensburg 23 17 2 4 676:568 36
Magdeburg 23 17 1 5 683:615 35
Göppingen 23 12 2 9 628:625 26
Melsungen 24 11 3 10 703:677 25
Hamburg 25 11 2 12 686:673 24
Gummersbach 23 11 2 10 631:639 24
Füchse Berlín 23 11 2 10 626:630 24
Wetzlar 23 9 4 10 603:597 22
H-Burgdorf 24 9 4 11 666:673 22
Bergischer 23 10 1 12 616:669 21
Balingen 24 9 2 13 584:644 20
N-Lübbecke 23 7 4 12 641:653 18
Lemgo 24 6 4 14 693:697 16
Friesenheim 23 7 1 15 577:670 15
Erlangen 24 6 3 15 585:661 15
Minden 23 7 0 16 607:668 14
Bietigheim 24 3 1 20 617:751 7
A-deild kvenna:
Trier – Leipzig .....................................26:29
Þorgerður Anna Atladóttir lék sinn
fyrsta leik fyrir Leipzig en skoraði ekki.
Svíþjóð
Alingsås – Guif......................................30:23
Atli Ævar Ingólfsson skoraði 6 mörk fyr-
ir Guif. Aron Rafn Eðvarðsson ver mark
liðsins. Kristján Andrésson þjálfar Guif.
Danmörk
Skjern – Midtjylland ............................29:19
Vignir Svavarsson skoraði 1 mark fyrir
Midtjylland.
Austurríki
Krems – West Wien ..............................25:38
Erlingur Richardsson er þjálfari West
Wien.
Frakkland
Bikarkeppnin:
Créteil – Sélestat ..................................28:18
Snorri Steinn Guðjónsson lék ekki með
Sélestat vegna meiðsla.
HANDBOLTI
KR – Valur 46:60
DHL-höllin, Dominos-deild kvenna, 25.
febrúar 2015.
Gangur leiksins: 2:4, 2:14, 5:16, 7:20, 7:25,
9:29, 16:36, 19:42, 21:42, 23:44, 28:46, 30:48,
34:51, 39:52, 41:56, 46:60.
KR: Simone Jaqueline Holmes 20/6 frá-
köst, Björg Guðrún Einarsdóttir 11/7 frá-
köst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/13
fráköst/5 varin skot, Helga Einarsdóttir 3/
11 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.
Valur: Taleya Mayberry 25/10 fráköst,
Margrét Ósk Einarsdóttir 7, Ragna Mar-
grét Brynjarsdóttir 7/14 fráköst, Ragn-
heiður Benónísdóttir 6/7 fráköst, Guðbjörg
Sverrisdóttir 4/7 fráköst, Regína Ösp Guð-
mundsdóttir 4/4 fráköst, Kristrún Sigur-
jónsdóttir 4/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir
3.
Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.
Keflavík – Breiðablik 80:58
TM höllin, Dominos-deild kvenna, 25. febr-
úar 2015.
Gangur leiksins: 0:2, 2:7, 9:11, 15:13, 15:19,
21:23, 32:27, 38:34, 46:36, 52:39, 55:42,
61:47, 63:49, 70:55, 76:55, 80:58.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/9
fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 19/7 frá-
köst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8/11 frá-
köst, Hallveig Jónsdóttir 7, Sandra Lind
Þrastardóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla
Kristínardóttir 4/7 fráköst, Elfa Falsdóttir
4, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Lovísa Fals-
dóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2.
Fráköst: 36 í vörn, 13 í sókn.
Breiðablik: Berglind Karen Ingvarsdóttir
15/6 fráköst, Arielle Wideman 12/10 frá-
köst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Jóhanna
Björk Sveinsdóttir 10/11 fráköst, Isabella
Ósk Sigurðardóttir 10/5 fráköst, Kristbjörg
Pálsdóttir 6, Aníta Rún Árnadóttir 5.
Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.
Staðan:
Snæfell 21 19 2 1617:1292 38
Keflavík 22 18 4 1852:1392 36
Valur 22 13 9 1637:1538 26
Grindavík 21 13 8 1523:1488 26
Haukar 21 12 9 1442:1381 24
Hamar 21 5 16 1136:1530 10
KR 22 4 18 1311:1556 8
Breiðablik 22 2 20 1334:1675 4
Þýskaland
Oldenburg – Mitteldeutscher .............79:72
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13
stig fyrir Mitteldeutscher.
NBA-deildin
Washington –Golden State...............107:114
Detroit – Cleveland .............................93:102
Oklahoma – Indiana ............................105:92
Dallas – Toronto ....................................99:92
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikarinn, undanúrslit kvenna:
Laugardalshöll: Valur – Haukar..........17.15
Laugardalshöll: ÍBV – Grótta...................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Dominos-deild karla:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19.15
Hertz-Hellirinn: ÍR – Snæfell ..............19.15
Njarðvík: Njarðvík – Haukar...............19.15
DHL-höllin: KR – Skallagrímur..........19.15
1. deild karla:
Iða: FSu – Breiðablik............................19.15
Í KVÖLD!