Morgunblaðið - 26.02.2015, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þegar komið er í undanúrslit og í
úrslit í bikarkeppninni þá vegur
reynslan þungt,“ segir Stefán Arn-
arson, þjálfari kvennaliðs Fram í
handknattleik, spurður út í undan-
úrslitaleikina í Coca Cola-bik-
arkeppni kvenna sem fram fara í
Laugardalshöllinni síðdegis og í
kvöld. Þar mætast annarsvegar Val-
ur og Haukar klukkan 17.15 og hins-
vegar ÍBV og Grótta klukkan 20.
Sigurliðin mætast í úrslitaleik á
laugardaginn. Undanúrslitaleikir
karla verða háðir á föstudaginn.
Stefán þekkir vel til í bikarkeppn-
inni en hann stýrði kvennaliði Vals
fimm ár í röð í úrslitum bikarkeppn-
innar, þar af vann liðið 2012, 2013 og
2014 bikarinn undir hans stjórn.
Stefán segir að meiri reynsla búi í
liði Vals en Hauka um þessar mund-
ir. Valur hafi innan sinna raða leik-
menn sem hafa gengið í gegnum
undanúrslit og úrslitaleiki í bikar-
keppninni mörgum sinnum. Nefnir
hann sem dæmi Kristínu Guð-
mundsdóttur, Berglindi Írisi Hans-
dóttur, Sigurlaugu Rúnarsdóttur,
Bryndísi Wöhler, Írisi Ástu Péturs-
dóttur og síðan hafi Arna Gríms-
dóttir tekið fram skóna á nýjan leik.
Þurfa að hemja Kristínu
„Haukar eru hinsvegar fyrir ofan
Val í úrvalsdeildinni og hafa leikið
afar vel það sem af er vetri. Ef
Haukum tekst að leika 3/2/1 vörn
sína vel og hemja Kristínu þá getur
allt gerst. Það var mikið áfall fyrir
Hauka að Viktoría Valdimarsdóttir
meiddist á dögunum og getur ekki
verið með. Hún hefur leikið mjög vel
sem bakvörður í varnarleik Hauka
auk þess sem hún er örvhent og án
örvhents leikmanns þá breytist
sóknarleikur Hauka talsvert,“ segir
Stefán.
Í hinni viðureign undanúrslitanna
mætir efsta lið Olís-deildarinnar,
Grótta, liði ÍBV, sem situr í fimmta
sæti. „Ég hallast nú heldur að sigri
Gróttu í þessari viðureign. Þegar
komið er svona langt í bikarkeppn-
inni þá skiptir sjálfstraustið miklu
máli og ég tel Gróttuliðið hafa það.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og
Karólína Lárudóttir hafa leikið úr-
slitaleiki í bikarkeppninni undan-
farin fimm ár og þekkja vel þessa
stöðu. Eins er Íris Björk Símonar-
dóttir, markvörður, reynslumikil.
Hún hefur að minnsta kosti tekið
þátt í þremur úrslitaleikjum og verið
í sigurliði í tvígang,“ segir Stefán og
bætir við að auk reynslunnar þá sé
varnarleikur og markvarsla Gróttu-
liðsins betri en ÍBV.
Varnarleikur og markvarsla
„Sex núll vörn Gróttu er mjög góð,
lítt árennileg. Þegar við bætist frá-
bær markvörður að baki varnar-
innar þá er erfitt við liðið að eiga.
Eyjaliðið getur hins vegar komið á
óvart. Það er engin pressa á liðinu
og fleiri sem reikna eflaust sigri
Gróttunnar.
Mín tilfinning er sú að Grótta og
Valur mætist í úrslitaleiknum á
laugardaginn,“ segir hinn þraut-
reyndi þjálfari Fram, Stefán Arn-
arson.
Reynslan skiptir máli
Mikilvægt fyrir Hauka að stöðva Kristínu Áfall að missa Viktoríu Sterk
vörn og markvarsla Gróttu Leikmenn ÍBV geta farið afslappaðir í leikinn
Morgunblaðið/Golli
Barátta Aðalheiður Hreinsdóttir, leikmaður Vals, tekur hressilega á fyrrverandi samherja, Önnu Úrsúlu Guð-
mundsdóttur. Þær voru samherjar í bikarmeistaraliði Vals fyrir ári. Hugsanlega mætast þær í úrslitum núna.
Undanúrslit
» Valur og Haukar eigast við í
undanúrslitum Coca Cola-
bikars kvenna í Laugardalshöll-
inni klukkan 17.15.
» ÍBV og Grótta mætast í
hinni viðureign undanúrslit-
anna á sama stað klukkan 20.
» Sigurliðin leiða saman hesta
sína í úrslitaleik Coca Cola-
bikarsins klukkan 13.30 á laug-
ardaginn.
Það gladdi mig að heyra að
höfuðhöggið sem Guðmundur
Hólmar Helgason fékk á dög-
unum skyldi ekki vera alvarlegra
en svo að hann yrði með Vals-
mönnum í undanúrslitum bikar-
keppninnar í handbolta á föstu-
dag. Nú er mikilvægt að hann fái
ekki aftur högg á slæman stað
því manni skilst að það séu þessi
„endurteknu höfuðhögg“ sem
geti bundið enda á feril leik-
manna.
Við höfum heyrt allt of
mörg dæmi af slíku undanfarin
ár, og eflaust lengra aftur (ég er
bara svo ungur og ferskur að ég
er lítið inni í því sem gerðist fyrir
aldamót). Guðrún Sóley Gunn-
arsdóttir var miðvörður í fremstu
röð, Rakel Dögg Bragadóttir leik-
stjórnandi í fremstu röð, Stella
Sigurðardóttir skytta í fremstu
röð, og svona mætti áfram telja
upp fólk sem hefur þurft að
hætta keppni vegna höf-
uðmeiðsla.
Það hljómar mun verr í mín-
um eyrum að höfuðhögg bindi
enda á ferilinn, heldur en slæmt
fótbrot eða slíkt. Fólk þarf að
passa vel að forðast stress og
ýmislegt annað sem getur leitt
til höfuðverkja, svima og ógleði,
og höfuðmeiðsli virka þannig á
mann sem slungnari og leið-
inlegri meiðsli en önnur.
Það var kannski með þetta í
huga sem ég rauk upp á bráða-
móttöku eftir að ársgamall sonur
minn skall með andlitið á gólf-
flísum með tilheyrandi blóð-
slettum og dramatík. Læknirinn
róaði mig fljótt og útskýrði það
fyrir mér að börn detta, jafnvel
ítrekað. Vissulega var þetta því á
engan hátt sambærilegt við mar-
traðirnar sem ofangreindar
íþróttastjörnur hafa upplifað, en
engu að síður var mér létt að sjá
minn mann brosa næst þegar við
rúlluðum bolta á milli okkar.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Virkar strax
Skíðasamband Íslands sendir níu keppendur
á heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum
sem fram fer í Hafjell í Noregi 5.-14. mars.
Um er að ræða Auði Brynju Sölvadóttur,
Erlu Ásgeirsdóttur, Freydísi Höllu Ein-
arsdóttur, Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur,
Thelmu Rut Jóhannsdóttur, Arnór Dag
Dagbjartsson, Einar Kristinn Kristgeirsson,
Kristinn Loga Auðunsson og Sigurð Hauks-
son. Þjálfarar verða Fjalar Úlfarsson, Grím-
ur Rúnarsson og Pétur Stefánsson.
Hópurinn heldur út í dag og keppir á FIS
mótum í Noregi til undirbúnings. iben@mbl.is
Níu fara á HM unglinga
Helga María
Vilhjálmsdóttir
Brynjar Leó Kristinsson hafnaði í 78. sæti
af 86 keppendum í 15 km göngu með
frjálsri aðferð á heimsmeistaramótinu í
norrænum greinum skíðaíþrótta í Falun í
Svíþjóð í gær. Brynjar Leó var 6,16 mín-
útum á eftir Svíanum Johan Olsson sem
varð heimsmeistari.
Brynjar Leó fór af stað 81. í röðinni af
keppendunum 86 en 85 skiluðu sér í mark.
Hann komst hæst í 76. sæti eftir rúma 11
kílómetra.
Brynjar Leó hefur þar með lokið keppni
á mótinu eins og Sævar Birgisson. iben@mbl.is
Brynjar Leó lauk keppni
Brynjar Leó
Kristinsson
Davis Love III verður fyrirliði bandaríska
liðsins í næstu Ryder-bikarkeppni í golfi en
þetta var tilkynnt í gær.
Þetta er aðeins í annað sinn sem Banda-
ríkjamaður fær annað tækifæri til að stýra
sínu liði eftir að hafa tapað, en undir stjórn
Love töpuðu Bandaríkin gegn úrvalsliði
Evrópu fyrir þremur árum.
Love mun fá að velja fjóra kylfinga sjálf-
ur, í 12 manna liðið, en Tom Watson, sem
stýrði Bandaríkjunum í fyrra, fékk að velja
þrjá. Áður hafði verið tilkynnt að Darren
Clarke myndi stýra liði Evrópu. sindris@mbl.is
Love III við stjórnvölinn
Davis
Love III