Húnavaka - 01.05.1992, Page 40
38
HUNAVAKA
gjalddaga. Að því búnu sagði Jón. Ég ætlast til þess Torfí að þú
borgir þetta á gjalddaga. Ég fór alltaf til hans á gjalddaga, hvorki
degi fyrr eða seinna, og greiddi af láninu. Þegar ég kom með síð-
ustu greiðsluna, þakkaði ég honum vel fyrir lánið. Já, Torfi, ég met
mikið hvað þú ert skilvís. Svona var Jón, nákvæmur og skemmtileg-
ur í tilsvörum. Af þessum og mörgum fleiri samskiptum við þenn-
an ágæta nágranna minn lærði ég mikið.
Það gerði þyngdarlögmálið
Sigurður Erlendsson á Stóru-Giljá er mér mjög minnisstæður.
Hann var oddviti á undan mér og ég sat með honum í hrepps-
nefnd. Það var eins hjá honum ogjóni, þessi topp heiðarleiki, skil-
vísi og að hafa allt rétt. Glöggleiki var honum líka í blóð borinn.
Bræðurnir á Stóru-Giljá, Sigurður ogjóhannes, voru framarlega í
ýmsum nýjungum í búskap og fundu sjálfir upp sitthvað ul hagræð-
ingar, til dæmis voru þeir fyrstir til að velta heyi, bæði sátum og
lausu heyi, upp í tóftirnar. Þeir notuðu vörpu til þess og hesta og
var af því mikill hægðarauki.
Sigurður á Giljá var alveg einstakur sögumaður og sagði bráð-
skemmtilega frá. Margar af sögum hans voru dálítið loftkastala-
kenndar á góðri stundu en hann var snjall með sögulokin. Ég get
nefnt eina. Þá mun Halldór Jónsson frá Brekku, síðar bóndi á Leys-
ingjastöðum, hafa verið á Stóru-Giljá hjá þeim bræðrum. Sagan var
þannig. Halldór var uppi á flóa og sá tófu og fór að elta hana. Tófan
skellti sér niður í Giljárgilið þar sem það var nokkuð hátt niður að á
og Halldór á eftir og náði þar tófunni. Ég spurði Sigurð hvernig
hefði staðið á því að Halldór náði tófunni þarna í kastinu fram af.
Það gerði þyngdarlögmálið, Torfi, svaraði Sigurður að bragði.
Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á Hallgrím Kristjánsson
sem flutd að Kringlu vorið 1935. Hallgrímur var mikill áhugamað-
ur um náttúrufræði og vel heima í henni, sérstaklega grasa- og
blómategundum. Hann var ekki skólagenginn en sjálflærður og
mjög athugull á þessu sviði. Þegar eitthvað var að skepnum, var
alltaf leitað dl Hallgríms, alveg þangað dl dýralæknir setdst að á
Blönduósi. Hallgrímur var mjög handlaginn, hafði sett sig inn í