Húnavaka - 01.05.1992, Page 41
HUNAVAKA
39
dýralækningar og fann hreinlega oft á sér hvað þurfti að gera. Það
er ábyggilegt að Hallgrímur bjargaði mörgum skepnum frá dauða
með sinni kunnáttu og nákvæmni.
Hallgrímur bóndi á Kringlu var ákaflega góður náungi, skemmti-
legur maður, greiðvikinn og fróður, gat gert vísur, sungið þær við
viss tækifæri og spilað á munnhörpu eða hárgreiðu. Hann var
hestamaður og mikið á ferðinni. Oll mín samskipti við hann voru
afar ánægjuleg. Hann setti að mörgu leyti svip á mannfélagið og
sveitina.
Að lokum spyrég Torfa hvort hann eigi einhverjar skepnur eftir.
Enn á ég eftir nokkur hross mér dl skemmtunar. Það er búskap-
urinn minn í dag.
0-0-0
GRASA-SESSELJA
Kona ein sem hét Sesselja og var kölluð Grasa-Sesselja, því ei var hún við hey-
vinnu á sumrum, heldur hafði það fyrir atvinnu að tína fjallagrös fyrir hina og
þessa og lét þá gera sig út til grasanna. Fékk hún oftast með sér eina eða tvær stúlk-
ur á fjallið, því fleiri fengust eigi um heyannimar. Eitt sinn var stúlka sú með
henni, er Guðbjörg hét, vinnukona Jóns prests á Undirfelli, Einarssonar. Vom
þær tvær einar og höfðu tjald. Aldrei vildi Sesselja u'na grös lengur en fram undir
sólamppkomu á sunnudagsmorgnana. Var það einn sunnudagsmorgun, að þær
hættu rétt í sólarupprás. Þá segir Sesselja, að þær skuli tína ögn af lyngi undir ket-
ilinn og hita þeim kaffisopa. Tíndu þær nú það sem þurfti og gengu svo áleiðis til
tjaldsins. Komu þær að stómm steini og héldu sig við hann. Hölluðu þær sér fram,
á steininn, hvor á móti annarri og voru að tala um, hvað veðrið væri gott og heitt
svona strax eftir sólamppkomuna. Heyrðu þær þá allt í einu söng, og var það
sálmurinn Allt eins og blómstrið eina. Fór söngurinn fram hjá þeim, og heyrðu
þær glögglega fyrstu tvö versin og fram í mitt þriðja versið, en þá var söngurinn
svo fjarlægur þeim, að þær heyrðu aðeins óminn, sem svo bráðlega dó út. Fóm
þær svo dl tjaldsins. Sesselja þessi átti oftast heimili í Vatnsdalnum.
Slefán Jónsson Höskuldsstöhum: Ritsafn IV.