Húnavaka - 01.05.1992, Side 49
ROSBERG G. SNÆDAL:
Stafnsrétt
í stökum og myndum
Eyvindarstaöaheiði heitir öræfaflákinn milli Jökulsár vestari og
Blöndu, allt frá efstu drögum byggðra dala fram til Hofsjökuls, en
þar hafa báðar þessar ár upptök sín. Spildan milli ánna er frá 30-40
km breið, en lengd hennar frá jökli til efstu bæja í Skagafjarðardöl-
um um 40 km, en 65 km til byggða í Húnavatnssýslu. Þrír hreppar
eiga frá fornu fari upprekstrarland á Eyvindarstaðaheiði, Seylu- og
Lýtingsstaðahreppur Skagafjarðarmegin, en Bólstaðarhlíðar-
hreppur Húnavatnssýslumegin. Sveitir þær sem þessir hreppar
telja, hafa lengi verið fjármargar og hrossaauðugar, og þessum bú-
peningi haldið mjög til sumarhaga á afréttinni.
A haustin er heiðin gengin til einnar skilaréttar, Stafnsréttar,
fremst í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Fyrir ókunnuga skal þess get-
ið að dalurinn er um 23 km á lengd, en Svartárdalsvegur mætir
þjóðveginum rétt fyrir ofan félagsheimilið Húnaver við Bólstaðar-
hlíð. Vegurinn fram dalinn má nú heita sæmilega greiðfær flestum
eða öllum bifreiðum, en seinekinn, einkum í bleytum. Svartárdal-
ur er allur þröngur og undirlendi er þar ekkert að kalla, en grasi-
vafðar hlíðar hans upp til brúna, enda lág fjöll til beggja handa, og
einnig gróin hið efra. Dalurinn er erfíður í samgöngulegu tilliti og
ekki sérlega fögur sveit, en þar festir fólk þó yndi og jarðir fara þar
ógjarnan í eyði, jafnvel ekki á síðustu og verstu tímum. Framfarir
hafa orðið þar miklar, bæði hvað snerdr ræktun og húsakost. Sveit-
in horfir vel við sauð^árrækt, því landgott er þarna bæði sumar og
vetur og snjólétt, einkum uppi á hálsinum eða fjöllunum.
Stafnsrétt hefur lengi verið og er enn ein fjárflesta rétt landsins.
Hún er á sléttri eyri við Svartá austanverða, spölkorn framar en
bærinn Stafn, sem hún er kennd við. Þar er hinn eiginlegi Svartár-
dalur að enda, en Stafnsgil tekur við og þrengist ört til suðausturs,