Húnavaka - 01.05.1992, Page 57
HUNAVAKA
55
Nokkur „búnt“ af skvísum og gæjum, samkvæmisklædd á sína
vísu, hefja stjákldans í bjarmanum frá parkljósum rauða vörubíls-
ins. Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Þó ýmsir byrji að stíga rokk
eða rúmbu af auðsærri tilfmningu, verður úthaldið minna en upp-
hafið gaf til kynna. Hljóðfallið gleymist og takturinn týnist. Dans-
inn verður að meiningarlitlu stjái og stimpingum, hendur leita að
hálsi, vangi að vanga, jafnvel vör að vör. Parið hættir að dansa en
þjarkar í þess stað um þetta, eða hitt.
Þannig lognast þetta réttarball útaf af sjálfu sér og músíkantinn í
rauða vörubílnum hætdr líka að spila án þess nokkur taki verulega
eftir því. En við veitingaskúrinn verður æ þrengra á þingi, og það
svo að kvenfélagskonurnar sjá sig tilneyddar að hætta „serveringu“,
því skúrinn er troðfullur af kátum mönnum, sem eru löngu hættir
að hafa áhuga fyrir kaffi og kökum. Skúrinn leikur á reiðiskjálfi,
borðin eru lögð niður og bekkir ofsetnir. Það er sungið af öllum
kröftum. Þannig líður kvöldið og fyrri hluti nætur. Bílunum á eyr-
inni smáfækkar, fólkinu fækkar og hávaðinn slævist um miðnættið.
Mörgum tjöldum er slegið hér og þar. I sumum þeirra er sofið sætt,
en öðrum kveðið, sungið, rabbað eða rifist. Ef vel er að gáð má sjá
menn sem orðið hafa til undir barði eða vegg, en líður vel eftir at-
vikum, öðrum líður illa en geta þó ekki „dáið“. Flestum líður þó vel
og mörgum finnst þeir eiga allan heiminn eða hérumbil.
Það gengur svona.
Kvölda fer um farinn veg,
flestum þorrið tárið.
Nú er drukkið allt sem eg
átti í morgunsárið.
Jónas Tryggvason.
Senn að völdum svefninn fer
sveit í tjöldin skríður.
Svona er öldin önnur hér
er á kvöldið líður.
Þó er aldrei hljóð nótt við Stafnsrétt. Þegar hinir síðbúnustu ætla
loks að ganga til náða, fara hinir á stjá, sem sofnuðu snemma, vilj-
andi eða óviljandi. Sumir eru skelþunnir og skálfandi, og hungrar