Húnavaka - 01.05.1992, Síða 58
56
HÚNAVAKA
og þyrstir eftir réttlæti, en réttlætis síns leita þeir gjarna í næsta
tjaldi, hvernig svo sem þar er ástatt.
Og skyldan kallar þegar birtir af degi. Fjárréttin er framundan.
Réttarstjórinn lætur til sín heyra. Nú er allt seinna og þyngra í vöfum
en daginn áður. Margir hafa farið heim til sín einhvern tíma að
kvöldi og eiga langt að sækja að morgni, enda binda þá ýmis heimil-
isstörf, gestir og gleðskapur. En það
er engin miskunn hjá réttarstjóran-
um, Steingrími Magnússyni á Eyvind-
arstöðum. Það er „energiskur“ maður
og vel til forystu fallinn, enda löngu
vaxinn til fullrar hæðar frá basli til bú-
sældar. Hann vægir hvorki timbur-
mönnum né tjaldsvæfum.
Og nú er féð rekið úr nátthaga í al-
menning, eða það af safninu, sem
hann rúmar. Menn giska á að hér
séu 12-15 þúsundir fjár, og segja
safnið aldrei hafa verið stærra.
Sundurdrátturinn hefst og fleiri
og fleiri koma til starfa. - Já, og Leifi
er kominn. Marka-Leifi er reyndar kominn til Stafnsréttar einu
sinni enn. Hann Hjörleifur Sigfússon, sem þekkir öll fjármörk í
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, og þó miklu, miklu meira. Hann
er kominn til að flýta fyrir drætti. Stendur heima, stýft og gagnbit-
að! Honum er aðeins einum vant í nírætt. Hann er kominn, koll-
hvítur, tinandi, en teinréttur. Hann reykir vindil og svo á hann líka
lögg í glasi. Hann gerist nú gamlaður og óskýrmæltur. En margir
fagna samt Leifa, þessari lifandi markatöflu, sem nú er orðin snjáð
og velkt af mikilli brúkun og misjafnri meðferð. O-já. Þrátt fyrir
það og þrátt fyrir allt er Leifi samt glaður yfir að vera kominn í
Stafnsrétt. „
Þar er sparkað, kjaftað, kitt,
karlar þjarka um hross og skjátur.
Þar er slarkað, þjórað, spýtt.
Þá er Marka-Leifi kátur.
Og þegar á morguninn líður falla tjöldin, eitt og eitt, þar til ekk-
ert er eftir. Boðflennur búast til heimferðar. Við Stafnsrétt er ekki
Marka-Lei/i.