Húnavaka - 01.05.1992, Síða 66
64
HUNAVAKA
í bók Sögufélagsins Troðningar og tóftabrot, stendur að minkur-
inn sé búinn að eyðileggja veiðina í vatninu. Það er fjarstæða ein og
á ekki við nein rök að styðjast. Sumarið 1990 veiddi ég 700 silunga
í vatninu í sjö veiðiferðum og 250 sumarið 1991 í fjórum veiðiferð-
um. Þessi margumrædda stóra uppspretta er upptök árinnar sem
rennur niður Laxárdalinn og fellur að lokum í Blöndu.
Laxárdalur fremri var eitt sinn þéttbyggðasta sveit í héraðinu.
Mjög þroskamikill gróður er í flóunum um miðbik dalsins. Þar nær
ljósastörin meðalmanni í beltisstað. Þar verður aldrei vart grasleys-
is. Þess skal getið hér að eitthvert grasleysisár eftir aldamótin 1900
fengu Finnstungubændur lánaðar slægjur í Refsstaðaflóa á Laxár-
dal og fluttu allt heyið á klökkum um sumarið fram í Finnstungu.
Þeir komust tvær ferðir á dag. Leiðin er gríðarlega löng, að
minnsta kosti 25 km og færi víða af hinu versta tagi fyrir heybands-
lest. Þessa sögu sagði mér Sigurjón Jóhannsson frá Mjóadal, síðar í
Blöndudalshólum, en hann var í Finnstungu þegar þetta gerðist.
Laxárdalur er grösugur mjög og sumarfagur. Mér finnst við hæfí
að skrá hér öll býlin sem voru á Fremri-Laxárdal og byrja yst.
Skrapatunga, Balaskarð, Mýrarkot, Mánaskál, Ulfagil, Illugastaðir,
Núpur, Núpsöxl, Tungubakki, Kirkjuskarð, Sneis, Vesturá, Puntur,
Eyrarland, Grundarkot, Refsstaðir, Kárahlíð, Litla-Vatnsskarð,
Stóra-Mörk, Litla-Mörk, Hvammur, Neðrakot, Efrakot, Gautsdalur,
Signýjarstaðir, Hávarðsstaðir, Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þræla-
gerði, Hólkot, Kringlugerði, Skyttudalur, Þverárdalur og Myrkheim-
ar. Alls voru 34 býli á Laxárdal. Nú eru í byggð þrjú. Hve lengi þau
verða í byggð verður tíminn að leiða í ljós.
Ráðning á vísnagetraun 1991
Síðu-Hallur, Björn Breiðvíkingakappi, Runólfur Úlfsson
goði í Dal, Kjartan Olafsson, Bolli Þorleifsson, Björn Hít-
dælakappi og Halldór Snorrason. Rétt svar við öllum sjö
vísunum sendi Magnús Daníelsson Syðri-Ey og er hann
vinningshafi.
\