Húnavaka - 01.05.1992, Síða 85
HUNAVAKA
83
Vak, ó, Jesú, vak í hverju hjarta,
vernda kirkju þína og prestalið.
Hún svo megi heilagleika skarta,
hefja þjóðlíf vort á æðra svið.
Starfa frjáls við náð og blessun bjarta,
breiða út ríki þitt og efla frið.
Hjálparfús og styrk á verði standa,
stöðugt leidd af þínum helga anda.
Þótt yfir heiminn þjóti kyljur kaldar
og kærleiksvana muni lýðir þjást,
þá ver oss Guð á vegum nýrrar aldar
það vonarljós er aldrei þínum brást.
I fylgd með þér við finnum leiðir valdar,
í fylgd með þér, við kærleik, trú og ást,
við munum fjarri fjötrum hels og grands,
forsjá þinni treysta, ó, Guð vors lands.
0-0-0
KONUNGS-BJÖRN
Björn er maður nefndur. Var hann fyrst lausamaður og sótti um leyfi til kon-
ungs um að mega vera laus. Síðar bjó hann í Gautsdal (í Bólstaðarhlíðarhreppi).
Hann var kallaður Konungs-Björn. Um hann var kveðið þetta:
Gautsdal nennir veita vörn,
vænum spennir járnum kvörn,
stórt með enni, steytir görn
stöngulmennið Konungs-Björn.
Björn fór síðar búferlum að Sneis á Laxárdal. Þar er hóll einn í túni, loðinn og
hvítur af sinu, þ\i aldrei var hann sleginn. Fylgdu honum þau ummæli, að bóndi
sá, er slægi hólinn, mundi einhver óhöpp hljóta. Kona Björns hét Guðrún og var
áður ekkja. Fyrsta sumarið á Sneis segir Björn við konu sína, að nú ætli hann að
slá hólinn á morgun; var Björn skarpur við vinnu og harðgjör.
Um nóttina eftirfarandi dreymir hann konu, og kvað hún þetta:
Þú ef hárið hvíta mitt
hörkuþrár vilt skerða,
þá mun árið annað þitt
ei til fjárins verða.
Hætti Björn við að slá hólinn. Bjó hann lengi á Sneis við góð efni og engin
óhöpp, en sló aldrei hólinn. Stefán Jónsson Höskuldsstödnm: Ritsafn IV.