Húnavaka - 01.05.1992, Síða 104
102
HUNAVAKA
Fé sínu hélt hann fast til beitar sem þá var siður enda beit góð á
Hrappsstöðum meðan til jarðar náði, en varla þá gott með hey-
skap, tún lítið og spretta á engjum misjöfn í kuldaárum. Mesti
bölvaldur bænda á þeim árum, að frátöldum fóðurskortinum sem
þá var ekki óalgengur, var bráðapestin sem víða hjó stórt skarð í
fjárbúin hjá bændum, og það svo mjög að sumir voru hættir að
skera til búsins á haustin, en vöktuðu féð, tóku hverja kind og skáru
um leið og pestareinkennin sáust. Var þá flest hirt og ekki sú
ofgnótt sem nú, mat ekki kastað á sorphauga, en varla hefur kjöt af
pestarfé verið góður matur.
Bærinn á Hrappsstöðum stóð og stendur enn skammt sunnan við
gil sem er ofan frá brún og niður fyrir bæinn. Fjárhúsin stóðu á hól
skammt fyrir ofan bæinn. Féð var rekið til beitar eftir holtrana
sunnan við gilið, ofan við brúnina voru flár og flóar, var þar oft góð
beit. Féð var rekið á haga í myrkri á hverjum morgni fram á jól,
væri fært veður.
A vist hjá Benedikt var maður, Sveinn Jónsson að nafni, hafði
hann það starf að vetrinum að standa hjá fénu. Fór hann með féð
í myrkri hvern morgun framan af vetri og stóð hjá til kvölds. For-
ystusauð góðan átti Benedikt, gulkinnóttan að lit, mikinn vexti og
hornprúðan.
Skammdegismorgun einn fór Sveinn með féð eins og vant var og
kominn með það á haga fyrir birtu. Veður var kyrrt, en töluverður
snjór á jörð er skafið hafði í skafla. Lítils háttar Qúkmyglingur var
sem jókst fremur eftir því sem á daginn leið. Frostlítið var svo snjó-
inn hálfklessti fram eftir degi. Dimmt var í lofti svo skýjafar sást illa.
Þrátt fyrir töluverðan snjó var hagi allgóður.
Þegar á daginn leið herti frostið og gerði skel á fönnina, en sama
lognið og þokan hélst. Féð dreifði sér á hagann og var rólegt í
kröfsum fram eftir deginum. En þegar á leið fór sauðurinn að láta
illa við jörð, rásaði um barði féð úr kröfsunum, rótaði niður hér og
þar en beit lítið. Þéttist nú fjárhópurinn því féð hafði lítið næði fyr-
ir sauðnum. Þegar svo hafði gengið um tíma fór sauðurinn í fjár-
hópinn þar sem þéttast var og stóð þar í keng með alla fætur sam-
an. Þóttist nú Sveinn þess fullviss að sauðurinn væri orðinn veikur
af bráðapest. Væri nú ekki annað að gera en reka féð heim hið
fljótasta. Þar yrði konungur hjarðarinnar tafarlaust lagður undir
hnífinn. Hvatti nú Sveinn fjárhópinn til rásar heim, en þótti kyn-