Húnavaka - 01.05.1992, Page 105
HÚNAVAKA
103
lega við bregða því nú virtist sjúklingurinn hvergi krankur og tók
sprettinn sem mest hann mátti í fjárslóðina heim og varð ekki
stöðvaður. A smá stundu var allt féð komið á rás heim.
Skörp vindhviða þaut yfir, lausamjöll og skaraflygsur þeyttust til
og frá, aftur sléttlygndi en þungur niður heyrðist í ^arska. Ekki
stóð lognið þó lengi, snarpa hríðargusu gerði af norðri, en lygndi
aftur og nú skemur en fyrr, aðeins nokkur andartök þá brast á hríð
og voru nú ekki lengur éljaskil. Ofsarok með fannburði og ört vax-
andi frosti.
Sveinn herd á síðustu kindunum. Þær sem fyrst fóru voru horfn-
ar í sortann með sauðinn á undan, nú var að passa að ekki slitnaði
úr hópnum og reka svo hratt sem hægt var.
Þegar hríðin brast á var Benedikt í fjárhúsum og heyrði veðurgný
á þakinu, hljóp út og brá illa við, brostin var á stórhríð og Sveinn
með allt féð upp undir fjalli. Benedikt fór nú af stað að leita Sveins
og kindanna. Hann fór upp gilið og lét það skýla sér fyrir mesta
veðurofsanum, en þegar gilið þraut og flatinn tók við þar sem veð-
urofsinn náði sér til fulls, treysti Benedikt sér ekki í veðrið, en hörf-
aði undan í gilið og lét það skýla sér sem fyrr. Þannig komst hann
til baka heim að húsunum.
Ekki er ólíklegt að Benedikt hafi verið þungt í skapi þegar hann
varð að snúa við. Úti í hríðinni var maður að berjast áfram með allt
féð, enginn vissi hvar eða hvað var að gerast. Skammt var óhappa
að minnast, nokkru áður höfðu þeir lent í hríðaráhlaupi með féð
og þá höfðu nokkrar kindur slitnað úr hópnum. Fundust þær
aldrei. En nú varð þessi þrek og hörkumaður, sem sjaldan lét und-
an síga, að hörfa undan fyrir ofureflinu og bjarga sjálfum sér. Leit
að Sveini með féð vonlaus og tilgangslaus. Það væri hrein tilviljun
að finna hann í slíku veðri og ekki annað að gera en snúa við heim
og flýtti nú Benedikt sér ofan gilið. Stóð það á endum að Benedikt
kom að fjárhúsunum er sauðurinn rann þar heim hinum megin. A
eftir kom allt féð, kind fyrir kind, og Sveinn sem hafði tekist að
halda hópnum það saman að aldrei slitnaði sundur.
Hýstu þeir féð og máttu hafa sig alla við að veðrið tætti það ekki
burt frá húsunum. Að því búnu héldu þeir Sveinn og Benedikt til
bæjar, þar heima beið fólk slegið óhug og kvíða. Sagði Benedikt að
féð væri allt komið í hús „og þá lofaði ég Guð“. Mátti af þeim um-
mælum merkja að það gerði hann ekki hversdagslega. Svo var veðr-