Húnavaka - 01.05.1992, Page 110
108
HUNAVAKA
Ömmubróðir minn, Sigfús Scheving, sótti nám í Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík árið 1907. Lengi á eftir var hann útgerðarmaður
og skipstjóri með vélbátinn Maí. Jafnframt stóð hann fyrir stýri-
mannanámskeiðum, sem urðu fyrsti vísir að Stýrimannaskólanum í
Vestmannaeyjum. Langafi minn, Vigfús Scheving, var mjög stoltur
af syni sínum og hélt snilli hans mjög á lofti. Einhverju sinni fréttir
hann að færeysk skúta hafí verið sigld niður á ytri höfninni (það
sannaðist síðar að skútan var ekki með rétt siglingaljós). „Þetta hef-
ur verið einhver aulinn sem ekki lærði hjá Scheving," sagði sá
gamli. „Þetta var nú Scheving sjálfur“, var honum þá sagt. Aðeins
mun hafa komið fát á gamla manninn, en hann svaraði þó að
bragði: „Já, sterkur er Maí, þetta vissi ég alltaf." Þetta hefur síðan
verið haft að orðtaki hjá mörgum, ef menn sleppa betur en á
horfist.
Þeir sem alast upp á stað eins og Vestmannaeyjum hljóta að verða
forlagatrúar. Þeir trúa því að þeim sé áskapað hlutverk sitt í lífínu,
enginn flýi örlög sín. A annan hátt er vart hægt að lifa í sátt við höf-
uðskepnurnar og mátt hins alvalda er ræður lífi og dauða. Því
markast fólk af lífsbaráttunni og gamansemin getur orðið svolítið
kaldranaleg.
Maður að nafni Jón var einhverju sinni ásamt félögum sínum við
eggjatöku í Bjarnarey. Þar sem hann gengur um eina sylluna verð-
ur honum fótaskortur, fellur fram af brúninni og steypist niður.
Hann var svo heppinn að lenda hvergi utan í og fór því á grængol-
andi kaf í sjóinn. Fallið mun hafa verið 30-40 metrar. Félagar hans
áttu, satt að segja ekki von á að sjá hann aftur í lifenda tölu. En fljót-
lega skaut honum upp úr kafinu og það fyrsta sem hann sagði var:
„Heyrðuð þið dynkinn, strákar?" Eftir þetta var hann aldrei kallað-
ur annað en Jón dynkur.
Nú er mannlífið annað í Eyjum en þegar ég var að alast upp og
átti þar heima. Það sem veldur mestu þar um er eldgosið mikla árið
1973 þegar þriðji hluti bæjarins varð eldi og eimyrju að bráð og gíf-
urleg eyðilegging átti sér stað á veraldlegum eigum fólks. Þá kom
vel í ljós að margir voru haldnir heimþrá meðan á ,,útlegðinni“
stóð. Og svo mikil og sterk voru böndin að fólkið flykkdst heim og
reisti bæinn sinn úr rústum með hjálp góðra manna. Margir áttu
ekki afturkvæmt og ýmislegt hefur breyst og nú er svo komið að
þessi „gullkista" á í erfiðleikum vegna geigvænlegrar skuldsetning-