Húnavaka - 01.05.1992, Side 111
HUNAVAKA
109
ar atvinnufyrirtækja og minnkandi sjávarafla. En eigi skal gráta
Björn bónda heldur safna liði og......
Fegurð Eyjanna breytist ekki og mannlífið lagar sig að aðstæðum.
Þannig hefur það alltaf verið „heima.“
Er hugsa ég heim yfír hauður og mar
í hug finn ég trega og söknuð.
Sú gleði og glaumur sem fæddist þar
ei gleymist og vekur mér fögnuð.
Skiptast í lífinu skúrir og skin
skarpar en ráðið þú getur.
Kvöl sú er kvelur ef kveður þinn vin
kvíða í sál þína setur.
0-0-0
FEIGÐARSÝN
Jóhanna Amadóttir var \innukona á Fjósum í Svartárdal. Segir hún svo frá:
„Sumareitt gekk skæð taugaveiki í Svartárdalnum. Lagðist allt fólkið á Fjósum í
henni seint um sumarið, nema eg og önnur stúlka, er Olöf hét. Hún var mjög
myrkfælin og þorði ekki ein um bæinn, þegar dimma tók. Einn heimamanna, er
veikastur var, hét Magnús Guðmundsson, Magnússonar, hálfbróður Stefáns í
Beingarði. Björg Þórðardóttir hét móðir þeirra. Magnús svaf í húsi undir bað-
stofulofti og var þar einn. Skömmu fyrir göngur sat eg hjá honum síðla dags; hafði
hann haft óráð, og hafði eg vakað yfir honum. Kom þá Olöf ofan af baðstofuloft-
inu og sagði, að fólkið væri að biðja um vatn að drekka. Mundi eg þá, að ekkert
vátn var til í bænum. Spyr eg þá Magnús, hvort hann haldi, að eg megi skreppa út
eftir vatni, og heldur hann það, en Olöf þorði ekki að vera hjá honum og fór upp
aftur. Fer eg nú fram göngin og held á lýsiskolu með ljósi á. En er eg kom í krók
á göngunum, sé eg, hvar maður stendur, hærri vexti en allir menn; var andlitið
kolsvart, og gaut hann augunum til mín á ská, og voru þau að sjá alhvít. Eg hikaði
við, en herti svo upp hugann, stakk kolunni í vegginn og gekk fram, en er eg kom
að honum, hörfaði hann undan og fram að bæjarhurð. Rak eg mig á hurðina, en
hann hvarf í gegnum hurðina. Fór eg nú ofan að lind og sökkti í könnu, er eg var
með; var þá sem allan mátt drægi úr mér. Samt stóð eg upp og flýtti mér heimleið-
is með vatnið. En er eg kom í bæjardyrnar, mætti eg Magnúsi. Hafði hann fengið
óráðskast og hlaupið fram, en er hann sá mig, fór óráðið af honum, og varð hann
mátdaus og hneig niður. Kom eg honum svo inn í rúm hans með mestu erfiðis-
munum, en daginn eftir andaðist hann.
Lengi eftir atburð þenna var eg ekki söm og áður og hélt, að eg gæti aldrei hjá
veikum verið, en með tímanum náði eg taugastyrkleik aftur.“
Sögn Jóhönnu Arnadóttur, Stóru-Okrum.
Stefán Jónsson Höskuldsslödum: Ritsafn IV.