Húnavaka - 01.05.1992, Page 119
HUNAVAKA
117
stundum, fyrr á árum, niður og setd upp í Suðurhúsinu milli
rúmanna og óf í honum ýmiss konar efni. Innst í skemmunni voru
svo hlóðir hlaðnar úr hellum og öðru grjóti og var stór pottur þar
yfir sem notaður var til suðu á haustmat. Þá var sviðið í hlóðunum
og oft kafareykur, enda reykti pabbi kjöt uppi í rjáfrinu, bæði fyrir
sig og aðra. Einnig var í skemmunni stór handsnúin kvörn. Man ég
svo langt að ég malaði korn í henni og fannst það erfítt.
Ur skemmunni lágu göng fram í dálítinn kofa sem kallaður var
hænsnakofi, enda voru hænsnin höfð þar á vetrum, en flutt í fjár-
hús á sumrin. I kofanum var kartöflugeymsla, grafín í jörð, og var
hið versta verk að sækja kartöflur í hana enda stundum mýs þar á
kreiki sem mér var meinilla við. Ur kofanum lágu svo löng göng,
eiginlega rangali, alla leið í fjósið. Reyndar enduðu þessi göng í
brunnhúsi, sem var fyrir framan innri dyr í fjósið. Þar hafði bæjar-
læknum verið veitt inn fyrir vegginn svo að þar var hægt að sækja
hreint rennandi vatn, innangengt, hvernig sem veður var úti. Þess-
ar vatnssóknir gegnum öll göngin, sem voru lág, voru ekki vinsæl-
ar. Þarna var einnig tekið vatn handa kúnum. Fjósið var fimm bása,
hlaðið úr torfi og grjóti eins og öll útihúsin. I því var jafnan hlýtt og
notalegt.
Ur brunnhúsinu voru svo enn göng alla leið út í lambhús, sem
byggt var austan við fjósið, en úr þeim göngum voru smá útúrgöng
sem lágu inn í heytóftina (fjóstóftina). Það var því hægt að komast
alla leið innan úr bæ og út í þetta fjárhús. Það var kallað innan-
gengt og var þetta hið mesta völundarhús. Hygg ég að ekki hafi ver-
ið algengt á bæjum þess tíma að byggja svona rangala og alla
hlaðna úr torfi og grjóti og tyrft yfir.
Arið 1930 var rafmagn leitt í bæinn. Pabbi lét virkja nokkuð stór-
an læk, sem rann í túninu, svokallaðan Stóralæk. Það verk annaðist
Stefán Runólfsson frá Hólmi. Það mikið afl fékkst að rafmagnið
dugði til allra daglegra nota, eldunar, upphitunar og ljósa. Þótt
bærinn á Miðgili væri að mörgu leyti fornlegur var þar alltaf bjart
og hlýtt svo lengi sem ég man.