Húnavaka - 01.05.1992, Page 121
HÚNAVAKA
119
og mennirnir eru enn þá lifandi." Ekki vildi prestur að hún gerði
sér neinar tálvonir og svaraði: „O, sussu sussu heillin góð. Guð ger-
ir ekki kraftaverk á vorum dögum.“
Nokkru seinna komu þær fréttir austan úr Flateyjardal í Þingeyj-
arsýslu að bátur Erlendar hefði lent þar eftir langa hrakninga. Einn
skipverja var látinn og hinir allir veikir eftir hrakningana en þeir
fengu ágæta hjúkrun og náðu sér flesúr að mestu. Erlendur komst
heim að Holtastöðum fyrir jól.
Þessa sögu sagði mér faðir minn, Jón Kr. Jónsson á Másstöðum.
Honum voru einkum hugstæð orðaskipti Guðrúnar og prestsins.
Hann var yfírleitt ekki trúaður á fjarskyggni eða aðra yflrnáttúrlega
hluti en þó man ég ekki eftir öðru en hann segði söguna eins og
hverja aðra staðreynd, enda hafði hann hana eftir ömmu sinni,
Oddnýju Olafsdóttur á Sveinsstöðum.
Móðir Oddnýjar var Gróa Olafsdóttir, dóttir fýrri manns Guðrún-
ar á Holtastöðum. Ef tilgáta mín hér á eftir um gömlu konuna er
rétt, er líklegt að Gróa hafi þekkt hana frá barnæsku, því að Olafur,
faðir Gróu, bjó á Holtastöðum á undan Erlendi.
Um hrakninga Erlendar má m. a. lesa í Arbókum Espólíns, Sögu
Skagstrendinga og Skagamanna eða Öldinni átjándu. Þar er alls
staðar sagt að Erlendur hafi lagt í þennan örlagaríka róður frá As-
búðum, en í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna er hann þó tal-
inn með sjómönnum í Hafnabúðum. Þetta var haustið 1796 og
náðu þeir landi í Vík á Flateyjardal.
Hvergi hef ég séð neitt á prenti um hvað fólk heima á Holtastöð-
um hugsaði eða sagði meðan á þessum ósköpum stóð eða fyrst á
eftir.
Erlendur og Guðrún voru foreldrar Óskar, konu Pálma Jónsson-
ar í Sólheimum og eiga þau marga afkomendur.
Hvorki var getið nafns prestsins eða gömlu konunnar þegar mér
var sögð sagan, en sóknarprestur Guðrúnar var sr. Auðun Jónsson,
faðir Björns Blöndals sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal.
Líklegt fínnst mér að gamla konan hafi heitið Elín Jónsdóttir og
verið sú sama og er á Holtastöðum þegar manntal er tekið 1801.
Þar er þetta skráð um hana: „præstdatter, rasende menniske, ugift,
lever af husbondens gafmildhed" 68 ára. Elín þessi er vafalítið dótt-
ir sr. Jóns Bjarnasonar. Um hann segir m. a. þetta í Islenskum ævi-
skrám: „vígðist prestur að Blöndudalshólum 1. okt. 1713 og hélt til