Húnavaka - 01.05.1992, Page 124
122
HUNAVAKA
með kostgæfni fór yfir veisluföngin. Elna var ungleg, kvik í hreyf-
ingum. Engum, sem ekki vissi, hefði dottið í hug að hún væri kom-
in á fimmtugsaldurinn. Við hlið manns síns, sem með árunum
hafði safnað of mörgum kílóum framan á sig, leit hún út eins og
nýútsprungin rós.
- Hvenær kemur hann?
Ingvar leit drýgindalega á klukkuna.
- Það styttist. Eg skipaði Grétu að koma hálf fimm, ekki seinna.
Boðsgestirnir verða allir komnir klukkan fímm. Eg vil koma strákn-
um á óvart. Allir verða mættir á staðinn þegar prins hússins kemur.
Elna stundi.
- Þú gerir of mikið úr þessu.
Ingvar skellti í góm.
- Það er ekki á hverjum degi sem einkasonurinn útskrifast sem
fullgildur lögfræðingur. Elna skundaði út úr stofunni. Hún þoldi
ekki þennan derring. Henni var sama hvort það var lögfræði eða
fiskvinna. Ef strákurinn var ánægður með það sem hann var að
gera, þá var allt í lagi. Hann var heldur ekkert smábarn lengur.
Ingvar horfði gramur á eftir konu sinni. Hún var undarleg þessi
kona og hann var löngu hættur að reyna að skilja hana. Gremjan
sauð innra með honum. Stundum þoldi hann konuna alls ekki.
Stuttu seinna var dyrabjöllunni hringt. Ung, hnellin stúlka, dökk
yfirlitum, stóð á tröppunum. Það var Elna sem opnaði.
- Hæ. Elna kyssti hana á kinnina.
- Sæl, elskan, komdu inn. Hún horfði á tengdadóttur sína með
hlýju í augunum. Gréta var vingjarnleg, blíð en ákveðin. Elna
kunni að meta það. Gréta var laus við snobb og Elna var fegin því.
Hún kunni vel við látlausa framkomu hennar, en hún vissi að
Ingvar var ekki á sama máli. Elna mundi glöggt þegar einkasonur-
inn, Júlíus, hafði komið með Grétu heim í fyrsta sinn. Stelputryppi
í götóttum gallabuxum og ullarúlpu, sem las félagsfræði. Hún gat
enn séð fyrir sér svipinn á Ingvari, en Júlíus var svo ánægður þegar
hann sagði:
- Þetta er Gréta. Við komum við hjá presti og giftum okkur.
Ingvar hafði staðið sem frosinn eitt andartak og Elna gat skynjað
hvað hann hugsaði. Ekkert stórbrúðkaup, engir kaupmálar.
En Gréta hafði brosað eins og þetta væri eðlilegasti atburður lífs-
ins. Svo kom þessi gullvæga kveðja.