Húnavaka - 01.05.1992, Page 136
134
HUNAVAKA
um og dlkvaðningum hefði verið komið tíl fólksins í þessum
dreifðu byggðum.
Til þess voru notuð skrifleg boð er gengu bæ frá bæ um viðkom-
andi hreppsfélag eftír vissum reglum og var það kölluð „boðleið“.
Umburðarbréf þessi bar hverjum bónda að senda tafarlaust til
næsta bæjar samkvæmt boðleiðinni og lágu við sektir ef út af var
brugðið, nema um nætursakir væri. Boðsbréf þessi, svo sem
gangnaseðil, þurfti að senda svo tímanlega af stað að tryggt væri að
þau kæmust á leiðarenda í tæka tíð, en þess beiðst að á hverjum bæ
væri skráð á plaggið hvenær það kom og fór. Atti þessi áskrift sér
einkum stað um gangnaseðilinn.
Til var áður fyrr að opinberum boðsendingum fylgdi svokölluð
„boðexi“ sem tákn hins opinbera valds, sem bæri að hlýða.
En hvernig voru svo boðleiðirnar í einstökum hreppum Austur-
Húnavatnssýslu?
Frá því skal nú skýrt og stuðst við gamlar heimildir og umsögn
elstu núlifandi manna. Meginregla var sú að boðleiðin lægi réttsæl-
is um sveitina, þ.e. sólarsinnis. Þó virðist þessu hafa verið öðruvísi
farið í Vindhælishreppi þar sem Núpur á Laxárdal er talinn fyrstur,
en Asbúðir síðast norður á Skagatá. Til var það að fleira en eitt sam-
hljóða boðsbréf væru send og boðleiðinni skipt af hagkvæmnisá-
stæðum til þess að boðin kæmust sem fyrst og á tílsettum tíma.
Björn Jónsson, bóndi á Ytra-Hóli, hefir skýrt mér frá því að í Vind-
hælishreppi, er Ólafur Björnsson á Arbakka var oddviti þar, hafi hann
látið annað boð ganga frá sér út Skagann að Asbúðum en hitt að
Vindhæli, upp Hallárdalinn, inn Ströndina, upp Norðurárdalinn og
þaðan að Skrapatungu og fram að Núpi. Eftírmenn Ólafs á Arbakka,
í starfmu munu hafa notað þessa reglu þar til hreppnum var skipt.
En nú skal sagt frá boðleiðunum eins og þær voru skráðar:
Vindhcelishreppur hinn fomi.
Frá Núpi út að Skrapatungu. Þaðan að Þverá í Norðurárdal og
niður um dalinn að Njálsstöðum. Frá Njálsstöðum út ströndina að
Kjalarlandi, Blálandi og upp að Þverá í Hallárdal. Þaðan niður
Hallárdalinn að Vindhæli og norður um Spákonufell, Höfðahóla,
Skagaströnd og áfram norður Skagann að Asbúðum.
Engihlvbarhreppur.
Þar hófst boðleiðin á Móbergi og þaðan norður Langadalinn að