Húnavaka - 01.05.1992, Síða 137
HÚNAVAKA
135
Breiðavaði. Þaðan að Vatnahverfl,
Enni og norður bakkabæina að
Sölvabakka og Svangrund. Frá
Svangrund að Síðu, Kúskerpi,
Neðri-Lækjardal, Efri-Lækjardal,
Efri Mýrum, Neðri-Mýrum og fram
Laxárdalsbæina að vestan að Illuga-
stöðum. Frá Illugastöðum yfir dal-
inn að Núpsöxl og þaðan fram dal-
inn að austan að Litla-Vatnsskarði.
Bólstábarhlíbarhreppur.
Boðleiðin hófst á Strjúgsstöðum. Þingbodsexi.
Þaðan austur í gegnum Strjúgsskarð Ljósm.: Unnar.
að Kárahlíð á Laxárdal. Síðan að
Mörk, Hvammi, Gautsdal, Mjóadal, Skyttudal, Þverár-
dal, Kálfárdal, Selhaga og Vatnshlíð. Frá Vatnshlíð lá
boðleiðin að Bólstaðarhlíð og fram Svartárdalinn um
Botnastaði, Gil, Fjósa, Skeggsstaði, Eiríksstaðakot, Brún,
Eiríksstaði, Torfustaði, Barkarstaði, Bergsstaði, Leifs-
staði, Steinárgerði, Steiná, Hól, Skottastaði og fram í
Stafn. Frá Stafni lá boðleiðin vestur að Kóngsgarði og að
Fossum. Frá Fossum vestur yfir Flatafjall að Rugludal og
þaðan út Blöndudalinn að Ytra-Tungukoti (nú Ártún-
um). Þaðan svo að Æsustöðum og út að Hólabæ.
Nokkur ónefnd kot voru austur á fjallinu austan
Svartárdals og norður í Skörðum og verður ekki séð
hvernig þau tengdust boðleið í Bólstaðarhlíðarhreppi,
enda voru þau stopult í byggð.
Ef sama boð átti að fara um Bólstaðarhlíðarhrepp
var til þess ætlaður mánuður.
Svínavatnshreppur.
Boðleiðin hófst á Svínavatni og þaðan út með hálsin-
um að Tindum. Þaðan að Gunnfríðarstöðum og fram
með Blöndu að vestan um Tungunes að Ytri-Löngu-
mýri. Þaðan fram Blöndudalinn að vestan að Þröm.
Frá Þröm þurfti að koma boðum að Stóradal og það-