Húnavaka - 01.05.1992, Page 138
136
HUNAVAKA
an að Litladal, Auðkúlu og síðan að Holti, fram Svínadalinn að
austan fram að Hrafnabjörgum. Frá Hrafnabjörgum lá boðleiðin
vestur að Gafli og síðan út Svínadalinn að vestan að Mosfelli.
Torfalœkjarhreppur.
Þar hófst boðleiðin á Stóru-Giljá og síðan um Beinakeldu, Akur,
Skinnastaði, Torfalæk, Húnsstaði, Holt, Hjaltabakka, Hnjúka,
Sauðanes, Köldukinn, Smyrlaberg, Kagaðarhól, Hamrakot, Orra-
staði, Reyki, Hurðarbak, Meðalheim, Hæli og Kringlu.
Sveinsstadahreppur.
Boðleiðin var frá Litlu-Giljá, fram austursíðuna, um Hnausa að
Hjallalandi. Þaðan vestur yfir dalinn að Helgavatni, út að vestan að
Miðhúsum. Frá Miðhúsum að Umsvölum í Hólabak, Vatnsdalshóla,
Sveinsstaði, Steinnes, Haga, Leysingjastaði, Þingeyrar og Geirastaði.
Áshreppur.
Boðleiðin í Ashreppi hófst í Hvammi og þaðan fram dalinn að
austan að Guðrúnarstöðum. Frá Guðrúnarstöðum skyldi farið að
Vöglum, síðan niður að Kárdalstungu, Þórormstungu, Koti (nú
Sunnuhlíð), Forsæludal, Grímstungu og Haukagili. Frá Haukagili
þurfti að senda með boðið upp að Gilhaga, en koma með það aft-
ur, og frá Haukagili var svo boðleiðin út að vestan í dalnum að
Flögu.
Hefí ég nú lokið við að segja frá boðleiðum í Austur-Húnavatns-
sýslu eftir því sem ég best veit. Tímarnir hafa breyst og ekki kæmi
til mála að þessi framangreinda regla væri viðhöfð í dag, eftir að vel
þriðjungur jarðanna í sýslunni er kominn í eyði. Fjölföldunartæki
og fjarskipti brúa nú vegalengdir á örskotsstund, það sem áður tók
allt að mánuð; einn tólfta úr árinu. Börn minnar kynslóðar, hvað
þá barnabörnin, sem nú eru að vaxa úr grasi, leiða ekki hugann að
þessum staðreyndum horfins tíma. Þau leiða ekki hugann að því að
það var kannski nokkur lífsreynsla smástelpu eða stráks að vera
send langa bæjarleið í þessum erindum.
En undan því varð ekki vikist. Það var eitt af því sem þurfti að
gera í þá daga.
Skrifað í nóvember 1991.