Húnavaka - 01.05.1992, Page 140
138
HUNAVAKA
sást bjarmi í suðvestri sem lýsti undir á Strandirnar innantil, frost-
lítið og gott veður en ljótt útlit. Eg kom að máli við föður minn og
sagði að nú væri tækifæri komið til að fara með Lilju. Það var
ákveðið þegar hún kom að ég fylgdi henni ofan að Björgum. En
þaðan átti hún að verða póstinum samferða út að Asbúðum. Pabba
leist hálfilla á veðurútlitið en sagði samt að best væri að við færum
strax af stað og bað mig um að muna sig um að gista á Björgum og
leggja ekki á heiðina í myrkri. Við lögðum af stað með birtu því
birtutími var stuttur. Lilja var lítil, létt til gangs og vön göngu. Þetta
var 10-12 km leið og yfír ása, holt og flóa að fara en hún kveið engu.
Eg tók skíðin mín og stafina en hún var lausfóta, engin önnur skíði
til á bænum og hún óvön á skíðum. Skíðafæri var gott en gangfæri
þannig að nýi snjórinn var í skóhvarf en óð lítið í gamla snjóinn. Eg
dró skíðin fyrst vestur holtin og vestur á Hestás, þar fórum við á
þau og gátum rennt okkur langleiðina niður í Hestlækjarbotn.
Skyggni var lítið, allt grátt yfir að líta, himinn og jörð runnu saman
í dagrenningunni og sást lítið fyrir hæðum eða öðrum kennileit-
um. Við sáum bjarmann í vestri og það réði stefnunni.
Þegar við komum á melana fyrir sunnan selin, Orlygsstaðasel og
Hólma, sáum við lítið móta fyrir húsum þar sökum fannfergis.
Hólmi var þá enn í byggð en Orlygsstaðasel komið í eyði. Kurfshóll
var kennileiti sem ég þekkti vel og á honum var vörðubrak. Þar sett-
umst við niður og fengum okkur bita af brauði sem við vorum með.
Lilja stóð sig vel en var orðin hálfþreytt sem von var því við gengum
eins hratt og við gátum. Veður var óbreytt, logn og smá snjómugga.
Lilja hresstist við að fá sér bita en var stirð eftir að setjast niður, ég
hafði farið of geyst af stað. Eg fór að leiða hana til að létta henni
gönguna. Þannig héldum við áfram um skeið en gekk hægt. Hún
var orðin þreytt og þurfti oft að stansa til að hvílast. Við Fossá kom-
um við að stórum steini sem ég þekkti. Hann var við vað á ánni þar
sem reiðvegurinn lá. Vaðið var kallað Brangatnavað (Breiðgatna-
vað). Eg sópaði snjónum af steininum og Lilja settist á hann en ég
hallaði mér upp að honum að suðvestan, þar hafði svifað frá hon-
um. Veður var óbreytt, logn og frostlítið en hætt að snjóa. Við vor-
um heit af göngunni og föt farin að blotna. Lilja var í gúmmískóm
og orðin blaut í fætur því snjór fór ofaní skóna og þiðnaði þar. Ég
tók þá af henni og hreinsaði úr þeim snjóinn. Enn héldum við af
stað og stefndum á Bjargaklittur, það eru hæðir sem bærinn Björg