Húnavaka - 01.05.1992, Qupperneq 163
HUNAVAKA
161
undan mér. Þegar leið á hlaupið fór ég að jafna mig og á síðasta
hring tókst mér að draga keppinautinn uppi og verða á undan í
mark. Þá kom aldraður Strandamaður hlaupandi út úr áhorfenda-
hópnum og faðmaði mig að sér og fagnaði eins og týndum syni.
Þannig voru móttökurnar. Svona atvák gleymast ekki. Mér er löng-
um hlýtt til Strandamanna eftir þá ferð.
0-0-0
FEIGÐARSÝN
Jóhanna Arnadótdr var vinnukona á Fjósum í Svartárdal. Segir hún svo frá:
„Sumar eitt gekk skæð taugaveiki í Svartárdalnum. Lagðist allt fólkið á Fjósum í
henni seint um sumarið, nema eg og önnur stúlka, er Olöf hét. Hún var mjög
myrkfælin og þorði ekki ein um bæinn, þegar dimma tók. Einn heimamanna, er
veikastur var, hét Magnús Guðmundsson, Magnússonar, hálfbróður Stefáns í
Beingarði. Björg Þórðardóttir hét móðir þeirra. Magnús svaf í húsi undir bað-
stofulofti og var þar einn. Skömmu íyrir göngur sat eg hjá honum síðla dags; hafði
hann haft óráð, og hafði eg vakað yfir honum. Kom þá Olöf ofan af baðstofuloft-
inu og sagði, að fólkið væri að biðja um vatn að drekka. Mundi eg þá, að ekkert
vatn var til í bænum. Spyr eg þá Magnús, hvort hann haldi, að eg megi skreppa út
eftir vatni, og heldur hann það, en Olöf þorði ekki að vera hjá honum og fór upp
aftur. Fer eg nú fram göngin og held á lýsiskolu með ljósi á. En er eg kom í krók
á göngunum, sé eg, hvar maður stendur, hærri vexti en allir menn; var andlidð
kolsvart, og gaut hann augunum tíl mín á ská, og voru þau að sjá alhvít. Eg hikaði
við, en herti svo upp hugann, stakk kolunni í vegginn og gekk fram, en er eg kom
að honum, hörfaði hann undan og fram að bæjarhurð. Rak eg mig á hurðina, en
hann hvarf í gegnum hurðina. Fór eg nú ofan að lind og sökkti í könnu, er eg var
með; var þá sem allan mátt drægi úr mér. Samt stóð eg upp og flýtti mér heimleið-
is með vatnið. En er eg kom í bæjardyrnar, mætd eg Magnúsi. Hafði hann fengið
óráðskast og hlaupið fram, en er hann sá mig, fór óráðið af honum, og varð hann
máttlaus og hneig niður. Kom eg honum svo inn í rúm hans með mestu erfiðis-
munum, en daginn efdr andaðist hann.
Lengi eftír atburð þenna var eg ekki söm og áður og hélt, að eg gæti aldrei hjá
veikum verið, en með tímanum náði eg taugastyrkleik aftur.“
Sögn Jóhönnu Arnadóttur Stóru-Okrum.
Stefán Jónsson Höskuldsstöðum: Ritsafn IV.
11