Húnavaka - 01.05.1992, Page 201
HUNAVAKA
199
förum hægt yfir flóann, ég þarf að líta í kringum mig. Hér þekki ég
hverja þúfu, laut eða hól. Hér var ég yfir fé haust og vor er foreldr-
ar mínir bjuggu á Sæunnarstöðum. Það þurfti að gæta vel að
ánum. Þær sóttu á engið og þar voru hættur við hvert fótmál, enda
komst ég stundum í kast við að draga þær upp úr. Við erum komin
að rótum fjallsins og þyngjast fer fyrir fæti en við finnum ekki mik-
ið fyrir því. Hægt, mjög hægt förum við upp grasgeirana. Þeir ná
nokkuð langt upp þar til við taka skriður og lyng. Þegar ég fór þetta
ein fór ég mjög hægt. Hér skuluð þið bíða og horfa á það sem kom
fyrir mig. Eg hélt áfram upp skriðurnar þangað til ég var komin
upp að brún, leit upp til að sjá hvað langt væri eftir á toppinn og sá
dálítið sem ég átti ekki von á. Það var hátt hamrabelti þvert yfir
fjallið, sem ekki var til þarna. Upp við hamrana stóð hræðilegur
risi, líkastur górilluapa. Nú voru góð ráð dýr. Eg mældi með augun-
um vegalengdina frá þessari ófreskju, hvort ég kæmist öðru hvoru
megin við hana, því að upp á toppinn ætlaði ég hvað sem það kost-
aði. Það flögraði ekki að mér að hætta við að fara þangað, þó að
það virtist eðlilegast úr því sem komið var.
Þar sem ég stóð þarna frammi fyrir þessu hræðilega loðna flykki og
braut heilann um hvaða ráð væri til þess að komast upp, kom rödd
einhvers staðar að sem sagði: „Taktu stein og hentu í dýrið“. Eg
beygði mig niður og tók stein sem ég hefði getað falið í lófa mínum
og henti í brjóstið á ófreskjunni. Um leið steyptist dýrið áfram og datt
niður í urðina aftan við mig. Eg leit við og þarna lá ekki hið stóra
loðna skrímsli heldur steindautt, pínulítið og hárlaust apakríli.
Ég var fljót að koma mér upp á toppinn á fjallinu og hafði þá
komist það sem ég ætlaði mér með þessu ferðalagi. Ég var snögg
heim, áttaði mig fyrst í herberginu þar sem líkami minn var og var
fljót að samlagast honum, fór inn um höfuðið vinstra megin.
Ég hef oft hugsað um hvað ég geti lært af þessu. Þið segið auðvit-
að að þetta sé meiri vitleysan en ég segi að þetta var og er mér raun-
veruleiki. Tröllið sem ég sá þarna á fjallinu er það sem skeður oft í
lífinu. Það mæta okkur æði oft erfiðleikar sem okkur finnast óyfir-
stíganlegir en eru það ekki ef við höfum vit og þor til að ryðja þeim
úr vegi. Ég fékk hjálp. Osýnileg vera benti mér á hvað ég átti að
gera. Eins þurfum við er við stöndum frammi fyrir miklum vanda
að leita á náðir þess er allt sér. Þá leysist úr vandanum. Þetta er mín
reynsla. Reynið það líka, þá mun vel fara.