Húnavaka - 01.05.1992, Page 205
HUNAVAKA
203
þar fór fram. Bergmál þeirra orða sem þarna voru sögð geymist
í klapparkollum hans eins og svo margt annað. Þarna á klettavíginu
við gamla verslunarstaðinn hefur mannlífsröstin streymt um steina
frá fyrstu tíð og nú voru menn kvaddir þarna saman, í krafti nýrra
tíma, til að reisa til vegs forsmáð manngildi þeirra sem aldrei höíðu
mátt lyfta höfði. Á þessum fundi tókust á tveir heimar, sá gamli
og sá nýi, heimur fjötra og fordóma og heimur lausnar og lífsbjargar.
Þarna gengu á hólm gömul viðhorf sem ríkt höfðu frá ómunatíð
og gefið fáum allt og flestum ekkert og ný viðhorf sem stefndu að
jöfnuði manna.
Eldri mennirnir vildu fara að öllu með gát, skoða málin ofan í
kjölinn og forðast allt flan. Þeir töldu að erfitt yrði að hefjast handa
og voru svartsýnir á allar breytingar. Þeir voru kvíðnir og óttuðust
að tapa því litla sem þeir lutu að. Yngri mennirnir voru ákafari
og vildu að teknar yrðu marktækar ákvarðanir á þessum fundi, þeim
brann í brjósti sú hugsjón að stofna þarna félag sem yrði sameiginlegt
varnartæki alls verkafólks á Skagaströnd.
En það var þungt fyrir fæti. Sumir verkamannanna voru orðnir
svo meyrir og þýlyndir í garð þeirra sem atvinnunni réðu, að þeim
fannst ótækt að rísa upp gegn þeim, það borgaði sig best að hafa
þá góða.
Fundarboðendur reyndu á allan hátt að sýna þessum mönnum
fram á nauðsyn samtaka til að tryggja rétt verkafólksins, en þeim
var fyrirmunað að skilja slíkt tal. í þeirra augum voru atvinnurekend-
ur þeir aðilar mannlífsins sem gengu næst Guði og ekkert var, að
þeirra mati, eðlilegra en að þiggja bitana af borðum þeirra. Fundur-
inn fór að verða hávær og sumir æstir um of.
Það kom fljótt í ljós, að ekki þýddi að tala um að stofna þarna
félag um hagsmunamál verkamanna, því sumir fundarmanna töldu
slíkt beinlínis það sama og að kasta stríðshanskanum í andlit at-
vinnurekenda.
Þegar fundarboðendur reyndu samt sem áður að knýja fram um-
ræður um málið, fóru nokkrir menn að læðast burt eftir lautunum.
Þeir voru sýnilega sneyptir og sjálfsvirðing þeirra í lágmarki, en ótt-
inn við atvinnumissi og ónáð mannfélagsbroddanna rak á eftir þeim.
Það var sem húmskuggarnir vefðust um þessa vesalings menn sem
flýðu þarna sína eigin lausn. Hugsun þeirra var heltekin skuggum
hins liðna og þeir sáu ekki birtu hins nýja dags, því draumar þeirra